Rök sett fram fyrir fresti á afnámi augl. á RÚV.

Ein af ástæðum frestunar sé sú að keppinautar Baugsmiðla á smásölumarkaði þurfi að leggja fram áætlanir um auglýsingar til fyrirtækisins, af því að ekki sé í nein önnur hús að venda þegar kemur að auglýsingum í sjónvarpi.  Nokkuð er til í þessu, en reyndar ber þó á það að líta að Skjár einn er nú t.d. ekki hluti af Baugsmiðlum svo vitað sé!  En greinilega þarf að vanda til þessa máls samt sem áður eins og Björn segir.  Baugsmiðlar hafa það forskot að geta fylgst með hvað samkeppnisaðilar þeirra séu að setja fram hverju sinni í auglýsingum og brugðist þannig við með tilboðum á sínum "vörum" eða "þjónustu" á undan hinum aðilanum. Það er þvi kannski rétt að gefa menntamálanefnd Alþingis þennan frest fram til miðjan febrúar til að skoða málið betur, það er jú eins gott að hafa öll spilin uppi á borðinu við framsetningu nýrra reglna.  Hitt er þó vert að minna á að slæmt er almennt að þurfa að setja reglur sem þessar fyrir þennan markað.  Reglur eru oft þannig gerðar, að menn reyna oft að finna leiðir til að fara í kringum þær þegar fram líða stundir.  Við verðum þó að vona að "frjálsir" ljósvakamiðlar eins og Skjár Einn fái að njóta sín áfram en verði ekki kæfðir af hinum stóru Regnhlíðarsamtökum 365.miðlum. Almenningur á kröfu á að boðið sé upp á ókeypis og opinn fjölmiðil eins og t.d. Skjá Einn, ÍNN og vonandi fl. í framtíðinni.
mbl.is Björn: Baugsmiðlar og auglýsingamarkaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband