4.1.2009 | 12:03
Sprengisandur.
Í þættinum á Sprenigsandi á Bylgjunni voru þeir Sigurður Kári (S) og Ögmundur Jónasson (VG) í viðtali, þar deildu þeir hressilega um í hverju framtíð fólksins í landinu fælist. Ögmundur taldi að best væri að koma á blönduðu hagkerfi hér þar sem mörg lítil fyrirtæki fengju að njóta sín, en ekki var það útskýrt nánar hvað átt væri við með þessu "blandaða hagkerfi", þó má ætla að stærri fyrirtækin yrðu líklega í Ríkiseigu eða á forræði hins opinbera, ekki ólíklegt miðað við að Ögmundur sjálfur er Formaður BSRB. Gallinn við þetta blandaða hagkerfi vinstri grænna er að það myndi aldrei ná að verða samkeppnishæft hagkerfi vegna smæðar sinnar. Í samkeppnishæfu hagkerfi þá verður að leyfa því að þroskast og ná að stækka til að ná einhverri hagkvæmni, annnars verður þetta hagkerfi fljótt undir í alþjóðlegu samhengi, nema við höfum bara LOKAÐ hagkerfi fyrir okkur sjálf! Annað var athyglisvert í þættinum og það var að Ögmundur og Sigurður voru sammála um að gera fólki kleyft að taka út Séreignarsparnaðinn að einhverju eða öllu leyti til að greiða niður dýr yfirdráttarlán og fleira, þetta ætti að geta orðið þverpólitísk samstaða um að því er virðist, enda flestir flokkar inni á þessu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.