Spaugstofan.

  Endanlega hefur Spaugstofan misst trúverðugleika sinn.  Í þættinum er reynt að gera grín að Ríkisstjórninni  en allt sem þar kemur fram missir marks.  Ekkert samhengi í gríninu hjá höfundum þessa þátta.  Hraðsuðan er algjör, og þessi þáttur sem fyrr á árum átti að ná til fólks á öllum aldri er orðinn að einhverskonar "hatursþætti" þar sem á vissan hátt er lýst stuðningi við skemmdarverk og yfirgang í mótmælum lítils hóps fólks, s.b. þetta með "álsíldina".  Þar er lítið gert úr skemmdum og truflunum er urðu í þættinum Kryddsíld. Það er nú allt í lagi að gera grín að slíku, en það var þó alveg ljóst að þónokkrar skemmdir voru framdar þann dag við gerð þess þáttar! Þótt menn séu nú almennt ekkert hrifnir af þessum eigendum 365. miðla, þá er nú engin ástæða fyrir Spaugstofuna að taka afstöðu með "skemmdarverkum" eins og hún gerði "óbeint" í þættinum með því að "kasta" því fram að litlir og ómerkilegir hlutir hefðu eingöngu skemmst eins og kaplar og sérvéttur t.a.m.  Spaugstofan virðist meir og meir vera færast inn á það að vera lýsa skoðunum ákveðna manna er framleiða þessa "sketcha" svokallaða.  Áramótaskaupið  var t.a.m. alveg frábærlega vel heppnað.  Spaugstofan heldur í sínar vinsældir samkv. könnunum, kannski vegna þess að þeir eru á Laugardagskvöldum, þegar flestir horfa á!  Prófum að færa þáttinn yfir á Mánundagskvöld og skoðum hverjar vinsældirnar verða þá!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband