Nýr forseti Bandaríkjanna.

  Þá er Barack Obama tekinn við sem forseti Bandaríkjanna.  Hann tekur við á erfiðum tímum í Efnahagsmálum heimsins.  Forsetinn fer með yfir 80% stuðning þjóðarinnar við upphaf valdatíðar sinnar samkvæmt könnunum.  Þetta er þó ekki einstakt í sögunni því minna má á að Ronald Reagan hafði svipaðan stuðning þegar hann tók við embætti á sínum tíma!  Reagan tókst að standa undir væntingum á sínum tíma og vonandi verður það sama uppi á teningnum hvað Obama varðar, fólk trúir því að betri tímar séu framundan og því verður athyglisvert að fylgjast með hvernig hinum unga forseta tekst til í embætti.  Nú þegar Bush hverfur úr embætti, þá verður athyglisvert að fylgjast með hvernig sagan mun dæma hann þegar fram líða stundir!  Ég hef nokkra trú á því að hans verði minnst sem þess manns sem braut upp herör gegn hryðjuverkum í heiminum m.a. og sýndi að ekki væri hægt að ráðast gegn lýðræði í heiminum með skæruhernaði eða öðrum hermdarverkum, eða hvaða nöfnum sem þau nefndust.  Allavega er búið að tryggja að ekki verður ráðist gegn Bandaríkjunum með þeim hætti sem þekkist í öðrum heimsálfum, það er eitt sem búið er að tryggja!
mbl.is Obama: „Við erum reiðubúin að leiða á ný“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband