RÚV sleppir af sér beislinu!

  Það eru breyttir tímar í Íslensku þjóðfélagi.  Loksins er tími rótleysingja og stjórnleysingja runninn upp.  Aldrei áður hafa hópar einstaklinga sem ekki virðast eiga sér fulltrúa á þingi haft eins mikil völd og nú er orðin raunin.  Einstaklingar og hópar ungs fólks hafa fengið "frelsi"  til að hella úr skálum reiði sinnar og fengið óáreittir að beina þeirri reiði gegn lögreglu og löggjafastofnunum landsins.  Með dyggum stuðningi Ríkisfjölmiðla, sérstaklega Ríkisútvarpinu hafa ákveðnir hópar fengið fríar umfjallanir og lýst hefur verið beint reglulega af fundum þessara hópa.  Nú vitum við að máttur fjölmiðla er mikill, en svo virðist sem Ríkismiðlarnir hafi sérstaklega tekið upp málstað þessa fólks.  Ekki bólar mikið á umfjöllun um lausnir á vandanum, heldur er hamrað endalaust á því að allt sé komið í þrot í þjóðfélaginu, þar er eingöngu leitað að sökudólgum og nóg er um sérfræðinga hjá RÚV til að leita til í þeim efnum.  Ansi lítið er um uppbyggilega umræðu í þessum miðli landsmanna.  Lausnarorðið hjá þessum opinbera miðli er "kreppa".  Á þessum miðli landsmanna eru menn greinilega komnir í stríðsham gegn ríkjandi stjórn.  Allt hlutleysi er fokið út í veður og vind á þessum miðli!  Eiginlega á maður erfitt með að sjá muninn á RÚV og Útvarpi SÖGU, efnistökin eru allavega svipuð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband