7.2.2009 | 12:12
Ríkið veitir starfslaun til mótmælenda.
Enn eitt árið er veittur styrkur til listamanna og rithöfunda. Það fer lítið fyrir þeirri umræðu sem snýr að þessum styrkjum Ríkisins. Það er eins og Ríkisstjórn Íslands sé að kaupa sér frið fyrir þessum listamönnum, (allavega sumum hverjum) með því að senda þeim reglulega peninga frá skattborgurum landsins. Það er með ólíkindum hvernig þessum málum er háttað! Skattborgar eru að greiða þessu fólki laun, og svo greiðum við þeim aftur þegar við borgum fyrir verk þeirra!! Einn af hæstu styrkjunum fær Hallgrímur Helgason, sá hinn sami og mótmælt hefur hæst Ríkisstjórn Íslands. Ríkið verðlaunar í rauninni Hallgrím fyrir vel unnin störf í þágu mótmælenda. Án efa mun Hallgrímur þakka pent fyrir sig og reyna gera enn betur í þeim mótmælum sem skipulögð verða í framtíðinni. Ég legg nú til að Ríkið komi og styrki mig þannig að ég geti tekið mér frí frá vinnu og hlaupið niður á Austurvöll með mína potta og pönnur og krafist afsagnar þessarar máttlausu Ríkisstjórnar sem nú situr. Og svona í lokin, menn tala um "siðferði". Hvar er það hjá þessu fólki?
![]() |
Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekki mjög gáfuleg færsla hjá þér.
Starfslaun fyrir ritsmíðar. Þú vilt kannski að pólitískur bakgrunnur listamanna hafi hægri slagsíðu ef til starfslauna á að koma ?
hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 12:19
Þetta er heldur ekkert gáfulegt athæfi hjá Ríkinu að veita völdum einstaklingum starfslaun ofan á sín eigin laun sem rithöfundar (allavega geri ég ráð fyrir að vinsælir listamenn hafi nú einhverjar tekjur af sölu verka sinna). Slagsíðan ætti að vera engin, sérstaklega hjá pólitískum listamönnum með bakgrunn, eins og þú nefnir sjálfur.
ivar (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 13:04
Ef thú hugsar um thetta í sambandi vid úthlutun á fiskikvóta úr sameign thjódarinnar til útvaldra adilja, sem sídan geta braskad med hann ad vild ad hvada nidurstödu kemstu?
Hólmur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.