8.2.2009 | 12:12
Gáleysi hverra?
Fundur á Akureyri þar sem spjallað verður um hverjir hafa framið landráð af gáleysi. Þetta er umræðuefni sem menn munu seint geta hætt að ræða um, ætli þetta umræðuefni verði ekki eins og með kvótaumræðuna, menn munu seint koma sér saman um niðurstöðu með hvernig hátta eigi með fjármál fólks í þessu landi, hverjum er um að kenna o.s.frv. Þeir sem tóku þátt í þeirri fjármálabólu sem gekk yfir heiminn verða nú að horfa í þær afleiðingar og taka þeim. Við Íslendingar tókum þátt í þessu af fullum krafti. Hér á landi var gósentíðin svo mikil að fólk "blindaðist" af öllu saman og gáleysið hjá okkur keyrði fólk fram af brúninni, margir hverjir héldu að "bólan" myndi aldrei springa! Meira að segja helstu sérfræðingar í fjármálum Íslendinga trúðu á endalausa uppsveiflu og fylgdu "útrásarvikingum" í blindni sinni út í ystu æsar!
Borgarafundur á Akureyri í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað vissu allir að þarna var ekki allt með feldu. Peningar verða ekki til á trjánum. Eitt er á hreinu að til eru peningar og þeir verða að rata til baka það er hluti af byltinuni að ná fram réttlætinu ekki gefast upp lærum af mistökum.
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:42
Ég veit ekki með þig Ívar en ég blindaðist ekki af neinni gósentíð enda sá ég hana bara úr fjarlægð. Kannski rataði hún inn fyrir þröskuldinn hjá þér en mér finnst hæpið að þú og jafnvel það að stór hluti þjóðarinnar hafi lifað um efni fram hafi sett alla í þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við. Þjóðarbúið er gjaldþrota. Það varð það fyrir nokkrum árum síðan en það sagði enginn frá því heldur þöndust bankarnir út langt umfram þjóðarframleiðslu. Myndin hér að neðan er góður vitnisburður um það. Þú finnir hana líka hér.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.2.2009 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.