Ráðamenn teknir á teppið.

   Loksins er Davíð kominn heim, og ekki fyrr búinn að taka upp úr töskunum þegar hann sendir opið bréf til Ráðamanna.  Þetta minnir mann bara á góðan farsa.  "pabbinn" kemur heim og sér að það er búið að "rústa" heimilinu, börnin hafa algjörlega "sleppt" sér og allar reglur þverbrotnar eins og hægt er!   Nei, annars þá er þetta ekkert grín hvernig á málum er haldið hér á landi þessa dagana.  Það ríkir algjört ábyrgðarleysi í aðgerðum þeirrar minnihlutastjórnar sem nú stýrir landinu.  Þá er það Forsætisráðherra til minnkunar að hrekja einn bankastjórann úr embætti með þeim hætti sem hún gerði.  Bankastjórinn telur Forsætisráðherra hafa ómaklega að starfsheiðri sínum og æru!  En Ráðherra lætur að  því liggja að Bankastjórinn hafi farið sáttur úr starfi sínu sem er alls ekki raunin.  Eftirtektarvert verður að fylgjast með vinnuaðferðum Ráðherra næstu daga, því nú eru greinilega "tiltektardagar" í gangi hjá þeim og ýmsar óhefðbundnar aðferðir og meðul notuð í tiltektinni, aðferðir sem ekki hafa verið notaðar í áratugi í hinum vestræna heimi.  En kannski telja Ráðamenn sig vera svara kalli alþýðunnar í landinu, allra þeirra tugi þúsunda manna sem EKKI hafa verið á útifundum og hafa EKKI stundað skemmdarverk opinberum byggingum og hafa EKKI haft ótakmarkaðann aðgang að fjölmiðlum eins og vinstri menn hafa haft undanfarið o.s.frv. 
mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ívar ég var á Austurvelli og inni á fundinum í þjóðleikhúskjallaranum síðan á Austurvelli baðaður táragasi endaði við stjórnaráðið. Beitti aldrei vopnum gekk frekar á milli vegna starfs míns sem öryggisvaðar síðastliðin 10 ár um allt land. Samkenndin viljinn og reiðin var aðdáunarverð ég er ekki flokksbundin og hvað varðar skemmdaverk og grjótkast þá má ekki stíla það á nema mjög takmarkaðan hóp einstaklinga ekki allra.

Sigurður Haraldsson, 9.2.2009 kl. 02:21

2 identicon

   Sammála, höldum friðsöm mótmæli og verum laus við táragas og annan óþverra.

ivar (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband