Sammála um að ná varanlegum stöðugleika í hagkerfi okkar.

  En spurning hvort slíkt verði mögulegt með þeirri Ríkisstjórn sem nú er verið að koma á koppinn!  Ljóst er að næsta Ríkisstjórn verður útgjaldafrek í meira lagi.  Svo þegar líður á næsta vetur, þá megum við búast við  kostnaðarhækkunum hjá hinu opinbera sem mun í framhaldinu verða til þess að hækka allar góðu Vísitölurnar okkar sem munu síðan verða til að hækka lán okkar, og svo koll af kolli.  Ekki getur maður haft mikla trú á verðbólguspám til lengri tíma með þá aðila við stjórn sem nú sitja!  Hver og einn landsmaður verður því að gera ráð fyirr hinu versta á næstunni og einungis vona það besta.  Fólk mun verða að vinna vel í að gera hreint fyrir sínum dyrum til að fá ekki annan skell á sig seinna meir með því einfaldlega að spara og greiða niður skuldir sem mest áður en næsta holskefla frá næstu stjórn skellur yfir okkur.  Þetta er eins og með veðrið, best að nota lognið á milli lægðana til að festa niður öll verðmæti og vera svo klár fyrir næsta illviðri.
mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband