15.5.2009 | 11:41
Áframhaldandi vísitöluhækkanir.
Ljóst er að hækkanir streyma inn sem aldrei áður, framundan eru skattahækkanir eins og t.d. sykurskattur og grænir skattar á eldsneyti og fl. Gengi mun áfram vera lágt sem þýðir frekari hækkanir á innfluttum vörum og einnig innlendum sem byggjast á erlendum hráefnum, þannig að við eigum eingöngu eftir að sjá til lengri tíma litið hækkanir á vísitölum og þar með hækkunum á lánum heimila og þar fram eftir götum! Svo má fastlega gera ráð fyrir hækkunum hjá opinberum stofnunum og Sveitarfélögum þegar líða tekur á næsta haust og vetur, þannig að betra er að gera ráð fyrir hinu versta á næstu mánuðum, ekkert er í pípunum hjá stjórnvöldum aðrar en skammtíma bráðaaðgerðir. Eina lausnin á næstu misserum er að liðka til fyrir fyrirtækjum stórum og smáum og hvetja til arðbærðra verkefna með ívilnunum á sköttum og til að fá erlenda fjárfesta til að halda áfram fjárfestingum hér á landi með ýmsum stórframkvæmdum í iðnaði og þjónustu. Það sem skortir nú eru nýjir frumkvöðlar með nýjar hugmyndir. Vandséð verður þó að þeir finnist á næstunni, undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja hér og í ljósi þeirrar pólitískrar stefnu sem þjóðin ætlar að fylgja á næstunni.
Grænmeti og ávextir lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.