14.7.2009 | 13:42
Já takk.
Jú, það er þakkarvert að bjóðast til að losa mig við eitthvað af mínum skuldum, ég bíð spenntur eftir að sjá hvað ég losna við mikið?
Aukið svigrúm til afskrifta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HAHA það vantar ekki húmorinn hjá Árna Páli, nei og aftur nei, það verður sko ekki afskrifuð ein króna hjá almenningi þessa lands, við verðum látin borga allar skuldir útrásarvíkingana með blóði svita og tárum með skattpíningum og ef við lendum í vanskilum verða eignir gerðar upptækar. Hann ætti að skammast sín fyrir að láta svona út úr sér þegar fólk er með blóðbragð í munni af reiði yfir öllum þessum svikum, leynimakki og viðbjóði.
Sem dæmi var hann í stjórn Búnaðarbanka þegar bankinn lánaði Samson 3000 milljónir til að kaupa Landsbankann, en samt vissi hann ekkert um þetta lán fyrir en um daginn, ertu ekki að grínast ! hvað gerir stjórn banka ? tala nú ekki um þegar þetta hefur verið eitt stærsta einstaka lán bankans á þeim tíma ? drekkur hún kaffi og spilar bridge á meðan það er verið að lána pening úr bankanum ?
Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 13:56
Voðalega ertu einfaldur kúturinn. Heldur þú að það sé bara hægt að afskrifa skuldir án þess að það hafi ekki einhverja timburmenn? Ríkið skuldir margfalt það sem það ræður við að borga, og ætlar svo að fara út í að dreifa ókeypis happdrættisvinningum með engum núllum.
Að sjálfsögðu þarf að hækka vexti til að ná peningum inn í bankana til að geta dreift þeim út annars staðar. Þú losnar kannski við eitthvað af skuldum, en borgar bara hærri vexti af því sem þú situr eftir með. Svo einfalt er það.
Þetta er svipað og ef fótboltaþjálfari myndi ákveða að spila sóknarbolta, og fjölga í sókninni. Þá þyrfti hann væntanlega að taka leikmenn af miðjunni eða úr vörninni. Þá væru eins miklar líkur á að vörnin myndi veikjast um leið og sóknin styrkjast.
Sama gerist ef bankarnir ætla að taka á sig skuldir fólks og fyrirtækja. Einhver þarf á endanum að borga þær skuldir. Bankarnir á Íslandi fengu peningana lánaða erlendis og þurfa að standa í skilum með sín lán. Einu leiðirnar fyrir bankann til að ná inn peningum fyrir þessum niðurfellingum er að hækka þjónustugjöld eða vexti.
joi (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:02
Fyrst það kostar svona mikla peninga að leiðrétta lán heimilanna þá langar mig til að spyrja Sævarinn hvað varð um peningana sem urðu til þegar lánin hækkuðu? Af hverju kostar það fjármagnseigendur svona gríðarlegan sársauka að lækka lánin - þegar þeir hafa búið áratugum saman við sjálfvirka vísitöluhækkun eigna sinna? Er sársauki heimilanna jafn mikill að þurfa að búa við stöðuga hækkun skuldanna? Því miður er ekki heil brú í þessu kerfi og þetta snýst ekki um einhverja eftirgjöf skulda heldur LEIÐRÉTTING á fullkomnu óréttlæti sem á að ganga jafnt yfir alla án tillits til efnahags eða skuldastöðu. Enfaldlega leiðrétta vitlausa útreikninga á lánum fólks!
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:14
Þú fylgist ekki vel með Gísli. Vextir af innlánum í dag eru ca 8%. Verðbólgan er mun hærri og vextir af útlánum eru amk 14%. Ef þetta er ekki eignaupptaka þeirra sem eiga peninga á reikningum, þá veit ég ekki hvað. Tölum þá ekki um þá aðila sem áttu peninga inni á reikningum bankanna fyrir hrunið. Þeir peningar eru farnir að stórum hluta.
Það eru að sjálfsögðu fjármagnseigendur sem eru búnir að blæða fyrir slæman rekstur bankanna. Slæmur rekstur felst fyrst og fremst í því að lána fólki peninga sem stendur ekki í skilum, fólki sem tók peninga að láni án þess að hafa næg veð á bakvið lánin og ekki síður fólk sem tók dýr lán út á vonlausar fjárfestingar á borð við að kaupa nýja bíla, sumarbústaði og alls kyns lúxus, bruðl og óhóf.
Það er ansi langt seilst þegar fólk eins og Gísli vill að ráðist verði á fólk sem hefur reynt að spara peninga í staðin fyrir að eyða peningum sem það átti ekki, heldur þeir sem voru að spara peningana sína.
Svona hugsunarháttur eins og grasserar í hnetunni á Gísla er einmitt búinn að koma okkur á hausinn. Vonandi mun svona hugsunarháttur rotna í helvíti. Hann á hvergi annars staðar heima.
joi (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:33
Það voru ekki neinir peningar í umferð, þetta var allt bókhaldstrikk(mattador peningar) og fyrirtækin versluðu í sér á víxl hlutabréf og meira að segja keyptu þau hlutabréf í sjálfum sér til að hækka gengið á þeim til sýna fram á hagnað sem var aldrei annað en blöff sem svo var hægt að leysa út sem arðgreiðslur fyrir "job well done"
Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.