Auðvitað á maðurinn skilið að fara í leikbann á HM.

   En auðvitað tekur alþjóðaknattspyrnusambandið það ekki í mál, enda Frakkar með góð ítök þar!
mbl.is Henry: Ég notaði höndina viljandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón

There are circumstances when a caution for unsporting behaviour is required
when a player deliberately handles the ball, e.g. when a player:
• deliberately and blatantly handles the ball to prevent an opponent gaining
possession
• attempts to score a goal by deliberately handling the ball
A player is sent off.

Það stendur hvergi hversu langt bann ætti að hlotnast eftir svona atvik en hann hefði átt að fá rautt spjald í það minnsta. Og ég tel að miðað við gömul atvik eins og þetta þá ætti Henry að fá eins leiks bann fyrir þetta. Enda er það venjan í svona atvikum.

Jón, 19.11.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Sigurjón

Jón:  Frakkland ætti að vera úrskurðað úr leik og Henry að fá eins leiks bann í næsta landsleik.  Allt annað er ósanngjarnt!

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 14:21

3 Smámynd: Jón

Eigum við ekki bara að úrskurða þá V-Þýskaland sem sigurvegara HM 1986 þar sem Argentína komst áfram með frægasta mark eftir hendi enda var það beint mark eftir hendi. Þetta er ósanngjarnt og leiðinlegt mál en það er ekki hægt að henda út allri rökhugsun í þessu máli. Það er ekki séns að þessi leikur verði leikinn aftur heldur, ef FIFA myndi gera það þá væru þeir að opna pytt að því að leikir yrðu kærðir fram og tilbaka og endurspilaðir útaf hendum, dýfingum, óséðum brotum. Alls konar svona bulli .. ég er fylgjandi því að hafa myndbandsupptökur á meðan á leiknum stendur en það er ekki hægt að breyta svona hlutum eftirá. Það bara gengur ekki.

Jón, 19.11.2009 kl. 14:51

4 identicon

HM er ekki fyrir rauðhærða apaketti.

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:00

5 Smámynd: Sigurjón

Jón: Jú.  Það ætti að úrskurða Argentínu úr leik.  Gallinn er hins vegar sá að þetta var ekki úrslitaleikur og því þyrfti að leika hann upp á nýtt.  Munurinn er sumsé sá að það er þegar búið að viðurkenna þau úrslit sem þú nefnir og leika úrslitaleikinn, meðan enn er hægt að ógilda þessi úrslit, án þess að skaða næstu úrslit.  Það er stór munur og þetta sprakk laglega í andlitið á þér...

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 15:32

6 identicon

Hvenær fær maður sammt að sjá Ísland á svona móti????

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Sigurjón

...In your dreams...

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 15:47

8 identicon

Þarna verð ég að vera ósammála þér Sigurjón. Mikilvægi leiksins á ekki að skipta máli. Ef menn gera þetta almennt viljandi þá ætti það að ganga yfir alla leiki sama hversu mikilvægir þeir eru. Það eru mörg dæmi um að leikur hafi unnist á ólöglegu marki(leikmenn sem fiska vítaspyrnu sem sigurmark er skorað úr, leikmenn sem skora rangstöðumark, leikmenn sem hafa beitt höndinni o.s.frv). Þetta er hluti af leiknum. Þegar allt kemur til alls færðu sennilega jafnmikið dæmt með þér og á móti þannig að þetta kemur líklega út á eitt. Sjálfum finnst mér grátlegt að Írar hafi ekki komist á HM en eins og Jón segir þá má ekki opna þessar dyr því þá fer allur sjarmi af fótboltanum. Þetta er amk mín skoðun hvort sem hún er rétt eða ekki.

Ragnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:49

9 Smámynd: Sigurjón

Það eru mörg dæmi já.  Hins vegar vitnast þetta áður en næsti leikur er hafinn og því er alveg réttlætanlegt að breyta úrslitum.  Það er svo kolrangt að sumt komi á móti öðru og komi út á eitt.  Hvað þá að sjarminn fari af fótboltanum, því þetta er einmitt ósjarminn við fótboltann og líklegt til að færri fylgist með...

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 16:03

10 identicon

Ok þú heldur sumsé að sum lið séu almennt óheppnari en önnur? Ef það er ekki sjarmi að diskútera akkúrat þessa hluti þá veit ég ekki hvað. Ef þetta væri allt dæmt rétt og eftir myndavélum væru við ekki að skiptast á skoðunum hér...sem er einmitt svo skemmtilegt :)

Ragnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 16:07

11 Smámynd: Sigurjón

Ragnar: Það er akkúrat EKKERT sjarmerandi við að SVINDLA!!!

Það er engin óheppni fólgin í því að svindla eins og Henry gerði þarna og hans lið á að gjalda fyrir það!

Það er nákvæmlega ekkert skemmtilegt við að þurfa að útskýra fyrir misvitrum einstaklingum hve óheiðarlegt það er að taka boltann niður með höndinni í fótbolta...

Sigurjón, 19.11.2009 kl. 16:13

12 identicon

Lestu það sem ég skrifaði Sigurjón minn. Það var enginn að segja að það væri sjarmi yfir því að svindla...því fer fjarri. Ég sagði að það væri sjarmi að ræða hluti sem þessa. Þá tók ég fram að þetta væri mín skoðun hvort sem þú ert sammála því eða ekki. Það er heldur enginn að segja að þetta hafi ekki verið óheiðarlegt. Held að þú ættir að skoða betur það sem verið að er skrifa til þín áður en þú ferð að bulla. Lífið er ekki sanngjarnt...sættu þig við það.

Ragnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:52

13 identicon

Sigurjón virðist ekki einu sinni hafa fyrir að reyna að skiljaþað sem aðrir rita hérna á síðuna, hvernig á að vera hægt að skiptast á skoðunum við svoleiðis menn? og Sigurjón þetta "komment " er ekki fyrir þig að svara.

Ágúst (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:11

14 Smámynd: Sigurjón

Þú hefur ekkert um það að segja hverju ég svara og hverju ekki Ágúst.  Skipztu á skoðunum við það!

Sigurjón, 20.11.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband