8.12.2009 | 15:01
Yfir 30.000 manns búnir að skrifa sig um þjóðaratkv.gr. um ICESAVE.
Ljóst er að þetta mál mun fara naumlega í gegnum þingið þegar upp verður staðið. Stjórnin verður að reiða sig á m.a. á varaþingmenn VG. þar sem sumir þingmenn þess flokks hafa stokkið af þinginu þegar stórmál sem þetta er tekið fyrir. Kannski verður það þó almenningur sjálfur sem nær að stöðva þessa vitleysu. Ef tugir þúsunda landsmanna skrifa undir það að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu verður erfitt að réttlæta löggildinguna á þessu frumvarpi. En Samfylking keyrir málið "blinnt" áfram! Við sjáum hvað setur.
Meirihluti samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þingmenn Samfó eru viðbjóðslega spilltir, það var alltaf vitað. Árni Páll er lélegasta djók ever og ekki eru hinir ráðherrar samfó mikið skárri.
Guðmundur Pétursson, 8.12.2009 kl. 15:09
já hugsið ykkur, og samfylkingin samþykkti vegna reiði og biturðar, en ekki vegna þess að hún gat fært okkur efnisleg rök fyrir því að okkur bæri að borga Icesave, og hvað þá að hún gæti sagt þjóðinni hvers vegna, jú vegna ímynd okkar út á við sögðu alla vega 2. en hvernig þjóðin eigi að geta borgað þetta talaði engin um... vegna þess að hún ætti svo mikinn pening, pening sem við vitum ekki um... eða bjarta tíma framundan sem enginn er að geta séð. Skammist sín þessi flokkur.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 15:42
Það eina sem getur lagað ímynd okkar út á við er að draga þá sem ullu þessu til ábyrgðar.
Villi Asgeirsson, 8.12.2009 kl. 15:51
Ívar vor góður !
Það grátlega er, að aumingja kerlingin Jóhanna , sagði réttilega.: " Okkur ber engin lagaleg skylda að greiða þetta". !
Trúir þú , að allt sé þetta þessvegna gert - eingöngu - til að " hefna" sín á Sjálfstæðisflokknum ?? !!
Hver var BANKAmálaráðherra þegar hrunið varð ?
Hver var formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins þegar hrunið varð ?
Hverjir voru ráðherrar Samfylkingarinnar þegar hrunið varð ?
Hefurðu áttað þig á, að af 12 ráðherrum núverandi stjórnar - voru hvorki meira né minna en 8 - segi og skrifa ÁTTA - félagar í Alþýðubandalaginu á sínum tíma - áður Sameiningarflokki alþýðu -*Sósíalistaflokkinum - þar áður KOMMÚNISTAFLOKKI ÍSLANDS !
Hugsjónir rætast ! - Draumar verða að veruleika ! - " Sovét Ísland óskalandið, hvenær kemur þú " ? spurði ´´islenzkt ljóðskáld , á sínum tíma.
Félagi! - Það er handan við hornið !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.