8.12.2009 | 18:52
Spegillinn leitar álits á Icesave hjá stjórnmálafræðingi!
Í útvarpinu leitaði áðan Spegill útvarpsins álits á því hvað verður um Icesave málið. Eins og svo oft áður var til svara fulltrúi Ríkisstjórnarinnar og Evrópusinninn Gunnar H. Kristinssyni prófessor hjá HÍ. Það sem hann hafði í raun fram að færa var einfaldlega það, að Icesave málið yrði að hans mati samþykkt og Forseti vor myndi ekki geta annað en skrifað undir, enda Forseti vor í vondum málum nú þegar og hefði ekki lengur mikið bakland. Einnig benti Prófessorinn á að í öðrum löndum væru svona mál ekki afgreidd í þjóðaratkvæðagr. eins og t.d. í Danaveldi! Þessi mikli fræðimaður nefndi í raun enga ástæðu fyrir því að þetta mál ætti í raun að komast í hendurnar á alþýðunni í landinu, fyrir því væri engin þörf að hans mati! Og það þótt verið væri að veðsetja þjóðina í hendur erlendra aðila! Prófessorinn leggur svo Forsetanum leikreglur og hvetur hann til að samþykkja málið eða halda sig erlendis og láta aðra handhafa Forsetavalds sjá um málið. Nú verður það sp. hvernig stjórnmálarefurinn á Bessastöðum snýr sér í málinu. Mun hann hlaupast á brott eða mun hann koma á óvart og sýna nýja hlið á sér í þessu máli og vera sjálfum sér samkvæmur?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.