Hvenær fáum við "tilskipunina" um klukkuna !

   Eins og með allt sem við höfum verið að innleiða í gegnum tíðina frá ESB, þá bíður maður nú spenntur eftir þessari sérvisku þ.e. a.s.  breyta klukkunni samkv. reglum sambandsins.  Margir hafa jú verið að biðja um breytingar á sumar/vetrartíma.  En vonandi verður þetta þó eitt af því sem við munum halda í, þ.e. óbreytta klukku allt árið um kring.  Nóg er nú samt búið að láta undan fyrir skrifræðinu í Brussel.
mbl.is Sumartími í Evrópu næstu nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt hjálpar !

  Allt hjálpar með að bæta ímynd lands og þjóðar út á við á þessum tímum okkar.  Ef þetta dugar til að fá áhuga fjárfesta og ferðamanna á landi og þjóð þá er það gott mál. Næsta mál er þá að lækka skatta á sparifatnaði til handa landsmönnum svo við getum öll klæðst vel og tekið á móti ferðamönnum og öllum öðrum gestum í okkar fínasta.  Þannig getum við sigrað öll helstu tískutímarit heims og færum létt með það...
mbl.is Forsetinn meðal tíu best klæddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn heitir þessa dagana.

  En þurfa nú að fara út í baráttu og útskýra öll loforðin fyrir kjósendum á næstu vikum.  Sannkölluð draumaloforð sem þeir vona svo kannski að kjósendur gleymi fljótlega á næsta kjörtímabili.  Spennandi barátta þó framundan.
mbl.is Framsókn með 28,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dávaldurinn Sigmundur Davíð.

   Já, það má segja að "frömmurum" hafi tekist hið ómögulega þ.e. að dáleiða almenning á sitt band og tekist bara vel upp miðað við kannanir.  Loforðin hjá þeim eru stór og virka sem himnasending fyrir marga auðtrúa og því virðist óþarfi fyrir þá að sýna fram á hvernig á að kosta ýmsar niðurgreiðslur sem þeir bjóða fólki upp á, það eina sem þeir segja er að það verði samið um hlutina eða "bætt" aðeins við skattana hjá fólki eða reikningurinn bara hverfi með tímanum  o.s.frv.   "Einföld lausn".
mbl.is Framsóknarflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hekla er flökurt !

   Fara þá ekki allir forvitnir af stað í snatri fyrst búið er að lýsa yfir óvissustigi, ferðamenn og aðrir ævintýramenn setja á sig skóna og hoppa upp í bila til að verða fyrstir að líta ógnina augum !?!
mbl.is Óvissustig vegna Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosninga "flýtimeðferð".

   Greinilegt að reyna á að bæta upp á ýmindina hjá Samfylkingunni svona "korteri" fyrir kosningar.  Þau eru mörg málin ófrágengin hjá þeim eftir þetta kjörtímabil.  En nú á að keyra sem mest í gegn síðustu dagana á Alþingi.  En flest mála þar bíða endanlegra lausna og lagfæringa til handa næstu Ríkisstjórn sem tekur við.  
mbl.is Samningar um Helguvík í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinberar gjaldahækkanir segir framkvæmdarstjórinn.

   Og þessum hækkunum hefur verið skellt á ítrekað síðustu misserin hjá þeim sem öðrum og allt fer þetta út í verðlagið og síðan í hækkun á lánum almennings sem síðan eykur verðbólgu og svo framvegis.  Við spyrjum: er ekki komið nóg ?  En þvi svarar fólk í lok april n.k. með atkvæði sínu í kosningum !
mbl.is Flugmiðar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir allt um það hvað þarf að gera fyrst strax eftir kosningar.

   Þetta er kannski besta mælingin á efnahagsástandinu hjá okkur.  Lækkun á tilgangslausum  sköttum og opinberum gjöldum kemur almenningi og fyrirtækjum alltaf til góða.
mbl.is Þjóðarréttur Íslendinga hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskrárfárið: Framsókn með eða á móti.

   Þetta er spurningin um að halda eða sleppa, virðast leika tveimur skjöldum í þessu máli, erfitt verður að átta sig á stöðunni hjá þeim með þetta í framhaldinu.  Athyglisvert að fylgjast með vinsældarkönnunum á næstunni.  
mbl.is Gerir ráð fyrir umræðum fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband