Kannski kíkt á veðurspána líka !?!

   Skiptir í raun engu með hverjum hann muni vinna, allt stendur og fellur með stóra kosningaloforði hans um skuldaleiðréttingarnar svokölluðu !  Nú eru 6. dagar liðnir frá kosningum og 94. eftir þangað til menn meta stöðuna í málum framsóknar, já tíminn líður hratt á "gervihnattaöld" eins og sagði einhverstaðar.  "May the force be with him" !
mbl.is Sigmundur lá yfir tölfræði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, dýrt er að búa í henni Reykjavíkinni !!

   Já, nú er það mengunin frá Hellisheiði enn og aftur.  Ég vil líka kvarta yfir endingartíma bílsins hjá mér sem er minni en í mörgum öðrum löndum í kring vegna seltunnar hér í Reykjavík í rokinu og söltunarinnar hjá Borginni á veturna.  Einnig hef ég margt að segja um  vegna öskumengunnarinnar að austan.  Það að búa í henni Reykjavík er ekkert grín greinilega og eitthvað sem  auðvitað að gera í þessu.  Þetta batnar nú kannski ef við göngum í ESB t.d, þá fengjum við einhverjar bætur vegna þessara aðstæðna m.a.  Annars hefur maður miklar áhyggjur af tónlistarhúsinu í þessu sambandi, þvi nógur er nú kostnaðurinn við að halda henni uppi þó ekki bætist við tæringarkostnaður á tækjum þar o.s.frv.

 

 


mbl.is Mengun í Reykjavík er dýrt spaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins um lýðræðislega réttinn !

   Þótt flokkarnir tveir hefðu fengið tæpann minnihluta atkvæða hefðu þeir samt haft allan Lýðræðislegan rétt til alls í Stjórnarsamstarfi.  Við skulum ekki gleyma öllum kröfunum og látunum sem uppi voru höfð við stjórnlagakosningarnar þar sem menn og konur höfðu uppi mikil læti um það að traðkað væri á lýðræðislegum rétti þeirra eftir kosningar þar, en eins og allir muna voru tiltölulega fáir sem kusu þar og minnihluti þjóðar á bakvið allt þar, þannig að Árni Páll ætti aðeins frekar að beina ummælum sínum til þeirra sem hátt hafa haft í öllum lýðræðisumræðum tengdum stjórnarskrá og fleiru eins og t.d. um hinn háværa minnihluta í Evrópu umræðunni  og ýmsu fleiru,  frekar en að tjá sig með þessum hætti um úrslit kosninganna.
mbl.is Kannast ekki við viðtal við BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur heldur áfram að töfra landsmenn upp úr skónum.

   Honum tekst heldur betur vel upp og einföld þægileg loforð þeirra grípa landsmenn eins og um himnasendingu sé að ræða og maður skilur svo sem landsmenn vel, en skildu frambjóðendur Framsóknar vítt og breitt um landið hafa átt von á þessu, líklega klóra sumir þeirra sér í hausinn, nú þegar von er á að margir þeirra sem voru í neðri sætum á listum eigi von á að komast á þing og það í boði Sjálfstæðisflokksins að miklum hluta !!
mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilega ekki mikið með framboðsmálin í forgangi hjá sér !

     Áhuginn er greinilega ekki meiri en þetta, og lýsir kannski því meira hvað sumir leggja mikið á sig til að reyna að "klekkja" á stóru flokkunum í orði en ekki á borði !!
mbl.is „Þetta er auðvitað bölvað klúður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkum skatta og vindum ofan af álögum síðustu stjórnar !

   Það á að vera markmið næsta tímabils og kæmi ÖLLUM til góða, besta kjarabótin, annars heldur flóttinn mikli áfram.  Gleymum ekki hvernig fólk hefur flúið umvörpum úr landi síðustu árin, t.d. menntað fólk í heilbrigðisgeira, tæknigeira, menntageiranum og meira að segja prestageiranum svo dæmi séu tekin o.s.frv. Höfum þetta í huga.
mbl.is Kosningabaráttan framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við upphaf kosningamánaðar.

   Nú er apríl genginn í garð og við lok hans verður gengið til kosninga og reikningsskil gerð á því sem efnt hefur verið af loforðum þeim sem fráfarandi Ríkisstjórn skilur við.  Mörg ný framboð líta dagsins ljós þessa dagana, svo mörg að hreinlega sætir undrun af.  En nú við upphaf kosningabaráttunar er nauðsyn að fólk kynni sér málin og skoði hvað henti því best með "heildarhagsmuni" sína eða fjölskyldunnar sinnar í huga.  Nokkuð ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið kemur nú fram með heildarstefnu sem ætti að henta öllum en ekki bara "sérhagsmunahópum " heldur aðgerðir sem gagnast öllum.  Þar eru greindar leiðir út frá því m.a. hvort fólk búi í eigin húsnæði eða hvort það leigi húsnæði eða fólk búi hjá öðrum.  Allar þessar leiðir eru kynntar með skilmerkilegum hætti inni á XD.is Vert er að skoða öll þessi mál vel, því mikilvægt er að fólk tali í takt en missi ekki sjónar á því hvert ferðinni er heitið þvi dýrkeypt getur orðið að fólk tali hvert í sína áttina og óreiðustjórnmálin fái að ráða ferðinni áfram næstu 4.árin. 

Og við bjóðum þennan alkunna rólindismann velkominn !

   Nú getum við bætt honum á lista yfir hina fjölmörgu "Íslandsvini" sem við vitnum svo oft í þegar við ræðum um þekkta einstaklinga utan úr heimi.  Og hann er svo sannarlega verðugur þess að sitja ofarlega á þeim ágæta lista.  Algjör "Top Entertainer" á ferðinni þarna.
mbl.is Charlie Sheen í Bláa lóninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framlag en gleymist fljótt því miður.

   Miðað við kannanir þá stefnir í að skattar og verndartollar verði við líði áfram, kjósendur eru hallir undir Ríkisvernd af ýmsu tagi og öll þekkjum við stefnur og markmið Framsóknarmanna í þessum málum og miðað við stöðu mála í dag þá er ekki ólíklegt að einhverskonar vinstri "velferðar/haftastjórn verði við líði áfram ef svo fer fram sem horfir.  Höfum það í huga á næstunni !
mbl.is „Það varð allt vitlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband