Færsluflokkur: Bloggar

Og hvað svo?

   Nú er skýrslan komin sem allir hafa beðið eftir.  En hvað svo?  Aðalhluti skýrslunnar lendir í geymslu til næstu áratuga og restin er það sem allir hafa vitað fyrir.  Við fyrstu sýn virðist þetta líta út sem úttekt fyrir Ríkið til að vinna úr.  Hugsanlega verður skýrslan til þess að menn þurfi að breyta einhverjum lögum í framhaldinu til að koma í veg fyrir álíka kreppu og þjóðin lenti í ásamt öðrum þjóðum þessa heims.  Búast má við að Saksóknaraembætti muni fá eitthvað til að moða úr út úr þessari skýrslu og framundan er hugsanlega mikil "vertíð" hjá lögfræðiskrifstofum  og fleirum í þeim geira, vonandi að allt þetta muni koma vel út að lokum fyrir borgara þessa lands, en við fylgjumst áfram með...
mbl.is Skýrslan kom þjóðinni á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villti tryllti Villi !!

  Hann hlýtur að verða að ferðast þá með "fraktara" til að komast erlendis ef hann þarf. 
mbl.is Afþakkaði gjafabréf í Útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttur leikur hjá Barcelona í kvöld.

   Það var ekkert sem kom á óvart í þessum leik í kvöld, Barcelona yfirspilaði Stuttgart í þessum leik og eru á beinu brautinni í úrslitin þegar þar að kemur!
mbl.is Barcelona og Bordeaux áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man Utd. í átta liða úrslitin!

   Glæsilegur árangur hjá United.  Ekki nokkur vafi um annað en að þeir klári dæmið og hampi titlinum í vor. 
mbl.is United burstaði AC Milan en Real Madrid úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skæruhernaður hálaunahópa hins opinbera!

   Taka verður undir þessi tilmæli til Ríkisstjórnarinnar þó ekki sé það góð lausn á málinu.  Betra hefði verið að menn kæmu sér saman um lausn mála.  Spyrja má: Hvað má verkalýðurinn á hinum almenna vinnumarkaði þola þessi misserin??  Ekki getur það fólk lokað landinu til að berja í gegn betri kjör!!
mbl.is Vill lög á flugumferðarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The lost boys: frábær mynd á sínum tíma!

   Athyglisverð mynd þar sem þessi leikari fór á kostum! Mæli með þessari mynd og vona að Sjónvarpstöðvar endursýni þessa mynd fljótlega.  Tónlistin í myndinni var sérstaklega eftirminnileg.  En svona er lífið og sumir höndla einfaldlega ekki frægðina rétt.
mbl.is Corey Haim látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ummæli Leiðtoga Ríkisstjórnar hreinn brandari!

   Ljóst er að Ríkisstjórn á erfitt að sætta sig við þessi málalok.  Ríkisstjórn dró aldrei lögin til baka, en það gerði þjóðin í kvöld.  Þetta var ein besta kjörsókn sem mælst hefur í Evrópu á undanförnum árum í einstökum málum og sýnir að þjóðin er vel vakandi yfir málum sem þessum!  Sorglegt að sjá hvernig Steingrímur snýr út úr um þetta mál.   Ríkisstjórnin sem hélt sig heima í kosningunum hefur verið borin ofurliði af almenningi í þessu máli, sem sýndi mátt sinn og meginn og mætti til að kjósa gegn ríkjandi lögum um ICESAVE.  Með "lýðræðislegum" hætti sýndi þjóðin að hægt er að koma í veg fyrir skemmdarverk á við þau sem þessi Ríkisstjórn hefur ástundað í þessu máli.  Forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu í þessu máli.  Athyglisverð ummæli Steingríms varðandi starf sitt.  Hann spurði erlenda fréttamenn að því hvort þeir vissu um einhverja sem til væru í að taka við starfi sínu?  það er vitað mál að þeir hefðu getað svarað því svo til að fjöldi Hollendinga og Breta væru tilbúnir að taka við "djobbinu" af Steingrími sem greinilega er orðinn þreyttur á því, það eitt er víst!
mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtum lýðræðislegan rétt okkar og kjósum!

  það er skylda allra að mæta og kjósa, sama hvað menn ætla að gera í kjörklefa, um þrennt er að ræða já, NEI eða auður seðill.  Það virðist þó ljóst að sumir innan stjórnarinnar ætla að hunsa lýðræðið og mæta ekki!  Þetta sama fólk hefur barist fyrir auknu beinu lýðræði en vill svo ekki mæta þegar mál sem þeim þóknast ekki eru borin fyrir þjóðina, og telur svo atburð sem þennan "marklausan".  Við hin mætum þó og látum skoðun okkar í ljósi með réttum hætti í þessu mikilvæga máli.
mbl.is Atkvæði greidd um Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brunaútsala?

   Nei, annars verða þetta án efa skemmtilegar viðræður sem munu eiga sér stað á næstu misserum, og spennandi fyrir marga að komast að því hvers virði þetta land er í augum annarra þjóða.  Hvert er raunvirði þessarar eyjar sem við búum á, það mun líklega koma þá í ljós þegar viðræðum líkur sem verður örugglega fyrr en seinna ef maður þekkir embættiskerfið rétt.
mbl.is Munu mæla með aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg lítil frétt!

   Athyglisvert að lítið sé fjallað um þetta nema með svona lítilli frétt, en líklega er fólk upptekið af öðrum spennandi stærri hamfara fréttum á borð við ICESAVE og önnur skuldamál sem almenningur berst við og því ekki mikill áhugi á svona litlum fréttum!!
mbl.is Skuldatryggingarálag lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband