Færsluflokkur: Bloggar

Löngu fyrirséð.

   Þetta kemur ekki á óvart, því fyrir löngu er séð að þetta yrði þungt í vöfum þetta stjórnarsamstarf.  Mjög ólíkar áherslur milli þessara tveggja flokka.  Eina sem hefur haldið þeim saman eru áhyggjurnar af því að Sjálfstæðismenn kæmust til valda aftur.  Allt hefur verið gert og öllu kostað til þess að halda þeim frá völdum.  Nú er augljóst orðið að VG. vill ekki neinar aðgerðir að nokkru tagi til að efla atvinnulífið að einhverju tagi, þeir hugsa eingöngu um að verja Ríkisbáknið með öllum mætti og helst efla það.  Samfylking spilar með og þenur út kerfið í samstarfi við VG. en eiga litla möguleika á að finna arðbærar framkvæmdir til að fjármagna alla þennsluna í kerfinu sem þeir og VG. standa fyrir!
mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rætt um fyrningarleið!

   Ræða á fyrningaleiðir þarna fyrir austan í ljósi óska Samfylkingarinnar í þeim málum, kannski væri góð hugmynd fyrir þetta fólk að ræða í leiðinni á hvernig tengja megi Samfylkinguna við þessa fyrningaleið, er ekki ráð að sjá til þess að hún (Samfylkingin) fyrnist á svipuðum tíma eða jafnvel fyrr!!
mbl.is Fundað um afleiðingar fyrningarleiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur riðill.

   Þetta lítur bara vel út, þarna verður Norðulandaslagur á ferðinni og fínt að fá Portúgal með, við eigum  að geta strítt þessum liðum og jafnvel gert enn betur, og viss um að menn leggja hart að sér núna að gera vel, í ljósi velgengni Handboltalandsliðsins.
mbl.is Mæta Norðurlöndum og Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man.Utd. komið á beinu brautina!

   Auðveldur sigur hjá Utd. í dag.  Erfitt verður að koma þeim úr jafnvægi héðan í frá!  Eins og Ferguson sagði þá kemur þetta með seiglunni.
mbl.is Ferguson: Mikilvægt að sýna þolinmæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Ríkið hækkar enn skattana!

   Ekki veitir alþýðunni af meiri skattahækkunum á þessum síðustu og verstu!  Nú er hækkað vegna kolefnisgjalds.  Næst má ætla að Ríkið hækki eldsneytið og má búast við álögum eins og t.d. svifryksskatti og fl. Alþýðan setur sig hvort sem er ekkert á móti þessu, þar sem hún er alltof upptekin við að rannsaka efnahagshrunið og leita nýrra samninga vegna Icesave ánauðarinnar.  Á meðan hefur Ríkisstjórnin frí spil á hendi og nýtir tækifærið til skattahækkana á meðan Alþýðan sefur!   
mbl.is Orkan hefur ekki hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmar fréttir betri en engar fréttir.

   Í þessum "bransa" virðist sem að hverskyns fréttir héðan af skerinu séu betri en engar.  Þetta er svo sem ekkert nýtt, en auðvitað eigum við að nýta okkur allt umtal varðandi Ísland og nýta okkur það á jákvæðan hátt.  Þetta er eins og með allt "gossip" hvar sem er, alltaf er hægt að gera mat því sem öllu öðru. 
mbl.is Efnahagshrun eykur áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland

   ísland í undanúslit, en tæpt var það!  Frábær leikur og spennandi að sjá hverjir verða mótherjar okkar, ekki ólíklegt að við þurfum að glíma við Frakka enn eina ferðina...


mbl.is Ísland í undanúrslit á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnt í leik Íslendinga og "Dómaranna".

   Segja má að Dómararnir hafi átt stóran þátt í jafntefli Íslands og Króata.  Þeir "stálu" sigrinum af Íslendingum í leiknum!  Hver brottvísunin í seinni hálfleik á eftir annari og vítakastsdómar þeirra með ólíkindum sem þeir gáfu Króötum óverðskuldað oft á tíðum.  Frábær árangur samt enn og aftur hjá "strákunum okkar", og allt ennþá á réttri leið.  Áfram Ísland!!
mbl.is Verkfall vegna handboltans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkur framboðslisti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík.

   Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík liggja fyrir, og ljóst að listinn er feiknasterkur, hjá því verður ekki litið framhjá.  Inn koma nýir fulltrúar og fyrrum borgarstjóri hverfur af listanum.  Hanna Birna Borgarstjóri hefur haft feiknargóð tök á málum í borginni það sem af er á kjörtímabili hennar.  Með henni starfa reyndir fulltrúar sem áfram munu starfa með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.  Júlíu Vífill, Kjartan Magnússon og Þorbjörg Helga koma þar á eftir henni, fólk sem hefur getið sér gott orð í borginni og haft í einu og öllu hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.  Miklu máli skiptir að borgarbúar tryggi Sjálfstæðisflokknum meirihlutann í borginni í vor, þar sem nauðsyn krefur á þessum tímum að stjórnmálamenn tali ekki hver í sína áttina, heldur nái að koma sér saman heilsteyptir í aðgerðum um  hvaða efnur og áherslur eigi að vinna eftir á næstu misserum.  Öllu máli skiptir að gætt verði aðhalds í fjármálum borgar og tilraunaverkefni af ýmsu tagi látin bíða betri tíma og gætt verði að því að Ríkisvaldið nái ekki tökum á Borgarkerfinu með ýmsum af sínum kröfum sem krefjast gætu þurft auknar álögur á Borgarbúa, nefni t.a.m. ævintýrið í kringum Tónlistarhöllina ofan í höfninni og fl.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband