Færsluflokkur: Bloggar

Styður minnihluti stjórnina!?!

Það er ljóst að vinsældir ríkisstjórnar hafa minnkað á þessu hausti í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað undanfarið.  En Fylgi flokkanna er enn sterkt og yfirgnæfandi.  Þannig að miðað við könnunina er fólk að refsa Ráðherrum en ekki öllum þingmönnum stjórnarflokkanna í þessari könnun blaðsins.  En svo má spyrja hvað fólk vildi sjá í staðinn! Ekki væri gott að láta kjósa núna t.d. og fara þá úr "öskunni i eldinn".  Ekki gæti maður séð t.d. að Samfylking og Vinstri grænir gætu unnið saman!  Enda þeir vinstri á móti ESB. þótt sumir þar séu nú eitthvað að snúast í þeirri umræðu eins og gengur þegar krónan okkar fer á flakk eins og gerst hefur nú! 


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti kynjanna í hnotskurn!!

Þá er það á hreinu, karlmaður tekinn framyfir kvenmann í kosningu í hinu jafnréttissinnaða sambandi ASÍ!  Tveir jafnhæfir einstaklingar í framboði, en ljóst er að konur þurfa að bíða lengi enn eftir að ná áhrifum fyrir alvöru innan verkalýðshreyfingar.  Merkilegt í ljósi þess að kröfur eru háværar um að þær nái frama á hinum almenna vinnumarkaði, og fólk innan hreyfingarinnar sett fram hugm. um að konur skuli ná til æðstu metorða innan vinnumarkaðarins með góðu eða illu, en það á þó ekki við innan verkalýðshreyfingarinnar.  VR hefur haft hátt í þessum efnum t.d. en hvað segir það félag nú um þessa niðurstöðu!  Það er ekki það sama Jón og Séra Jón í þessum efnum frekar en öðrum. Lífið er jú endalaus pólitík!!
mbl.is Gylfi nýr forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ríkið tapar!

Það kom svo sem ekki á óvart að framkvæmd við þjóðminjasafn færi fram úr áætlun, en það er undarlegt þetta með verktakann hvernig hann gat farið frá verkinu ókláruðu, fór þetta fyrirtæki þá á hausinn?  Það segir að þegar halla tók undan fæti hjá verktakanum, þá segir hann sig frá verkinu með "samningi" við Framkvæmdasýslu ríkisins.  En líklega skiptir þetta mál fólki litlu, á þessum síðustu og verstu tímum í þjóðfélaginu. 
mbl.is Ríkið borgi 130 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hljóta að teljast góðar fréttir!?!

Olían lækkar og lækkar, hún er aðeins 50% af því verði sem hún var fyrir ekki svo löngu síðan! Þ.e. úti í hinum stóra heimi!!

mbl.is Olíuverð undir 65 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir á þessum síðustu og verstu...!

Þetta ættu að vera gleðifréttir fyrir alla fjölmiðlamenn, enda nærumst við á fréttum um allt og alla meira hér á landi en víðast hvar annarstaðar.  Og ekki hefur æsingurinn minnkað nú upp á síðkastið hjá fjölmiðlum enda engin gúrkutíð í bransanum, hvorki hjá blaðamönnum eða "bloggurum".
mbl.is Fjölmiðlafrelsi mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF eða Rússagull?

Nú stendur "baráttan" um það að fá gjaldeyri inn í Seðlabankann á milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða hið svonefnda Rússalán.  Samfylkingin vill bjarga málum með láni frá IMF en sumir aðrir vilja skoða Rússalán t.d. Seðlabankinn að því er virðist.  Hvorug lausnin er góð.  En skyldi ástæðan fyrir því að Samfylking vilji ekki sjá Rússalán núna sé sú pólitíska ástæða að Samfylking vilji ekki styggja Evrópusambandið?  Samfylking rær öllum árum að því að koma okkur inn í ESB sem fyrst og veit það að illa yrði litið á það innan ESB að Ísland væri með Rússalán á herðunum í viðræðum við ESB.  Björn Bjarnason talar um "geopolitiskan" leik hjá Rússum.  En ef kjörin eru okkur hliðholl, þá hljótum við að skoða þá möguleika í ljósi aðstæðna á fjármálum heimsins í dag!
mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar smáupphæðir!!

Þetta eru engar smáupphæðir sem tapast hafa á mörkuðum um heim allan vegna fjármálakreppunnar.  Það skiptir því miklu máli að ráðamenn um heim allan haldi rétt á spilunum með það að markmiði að koma peningamálum heimsins í réttan farveg.  Athyglistvert verður að sjá hver áhrifin verða með aukinni seðlaprentun Seðlabanka um allan heim á efnahagslífið.  Afskriftirnar í fjármálaheiminum eru hreint ótrúlegar og sýna hve langt menn voru búnir að spenna bogana, hverju svo sem um er að kenna í þeim efnum!
mbl.is Heimshrunið nemur milljón milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerðarráðherrann!

Ekki við öðru að búast frá Ráðherra Umhverfismála.  Alls engar undanþágur til að liðka fyrir málum á krepputímum.  Þetta er dæmi um það sem við fáum kannski í framtíðinni þegar við verðum komin inn í ESB ef Samfylkingin fær ráðið þar um, engar ákvarðanir, nema eftir leiðum reglugerðarbáknsins. Ákvarðanir teknar seint eða helst aldrei.  Ráðherra vitnar í EES samninginn sér til varnar!  Hún neitar að líta til aðstæðna hér á ÍSLANDI!  Hún lítur undan þegar kreppir að hjá Íslenskum borgurum en lítur á málin með "gleraugum" Evrópusambandsins. 
mbl.is Allt í fína á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt mál.

Það er jú eðlilegt að menn leiti skýringa á því hversvegna  ráðist var á Kaupþing af breskum stjórnvöldum! Og ekki að spyrja að því, að þegar menn fara af stað með svona, þá  beinist athyglin að íslenskum stjórnvöldum, en ólíklegt væri þó að íslensk stjórnvöld væru svona snögg með sín viðbrögð!  Eins og fólk tekur eftir, þá ganga hlutirnir frekar hægt hér á landi þessa dagana.  Stjórnvöld hér virðast ekki vera að flýta sér í sínum ákvörðum.  En við verðum að bíða enn um sinn og sjá hvert leiðir liggja.
mbl.is Tengdir aðilar - ekki ríkið - leituðu lögfræðiaðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill fer hamförum!

Það var mikið loft í Sjónvarpsmanninum honum Agli í dag!  Hann bókstaflega saup hveljur í þættinum, maður vissi nú eiginlega ekki hvar þetta myndi enda.  Sp. hvað fæst út úr svona viðtölum eins og þessum? Orð standa gegn orðum í þessum efnum.  Tíminn verður að leiða í ljós hvernig málin fara að lokum. 
mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband