Færsluflokkur: Bloggar

Og það sama verður uppi á teningnum fyrir Október.

Nokkuð ljóst er að vöruskiptin verða almennt hagstæð fyrir landið í haust, enda bókstaflega búið að skrúfa fyrir mikinn hluta af innflutningi á ýmsum vörum.  T.d. bílar,  vinnuvélar, og fl. Mikið er um útflutning á bílum meira að segja og ýmsum öðrum vörum. Útlendingar flykkjast til landsins til að versla, svo þetta ætti allt saman að hjálpa til  við að bæta stöðu okkar, auk þess sem útflutningsverðmæti fisks og áls stóreykst.
mbl.is Vöruskipti hagstæð í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim varð ekki hált á svellinu!

Já, þær stóðu sig vel í leiknum í kvöld.  Alveg með ólíkindum hvað miklar framfarir hafa orðið í kvennaknattspyrnu, tæknin og leiknin hjá þeim alveg með ólíkindum, enda munu þær án efa ná langt í lokakeppninni á næsta ári ef fram fer sem horfir.  Þetta ætti að vera körlunum einhver hvatning vonandi.  Á þeim bæ hefur meira borið á varkárni í leikjum hingað til, menn ekki viljað spila á fullu vegna ótta við að slasast í leikjum enda allir atvinnumenn þar á ferð, en kannski þetta sé eitthvað að breytast með nýjum þjálfara á þeim bænum!
mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjár einn leitar eftir stuðningi almennings.

Skjár einn hefur sett í gang undirskriftarsöfnum til að ýta á eftir því að Þorgerður Katrín og Ríkisstjórn Íslands leiðrétti skakka samkeppnisstöðu á auglýsingamarkaði og tryggi veru frjálsra fjölmiðla á ÍSLANDI.  Þetta er jú sjálfsögð krafa frá þessari framsæknu sjónvarpsstöð sem hefur náð að gleðja alla landsmenn með einum eða öðrum hætti, nema kannski dyggustu stuðningsmenn Ríkisútvarpsins, sem flestir eru í eldri kantinum skiljanlega.  Ríkisútvarpið er ágætt út af fyrir sig, gallinn á því er þó að það nær ekki að fylgja þessum tíðaranda eftir, sem er svosem allt í lagi líka.  En við verðum þó að halda þessum hlutum aðgreindum og leyfa nýjum hugmyndum að dafna og vaxa í samkeppnisumhverfi, þessum markmiðum verður ekki náð með því að "fórna" nýgræðingunum í því efnahagsástandi sem við förum nú í gegnum.  Við eigum að sameinast í að verja þá frumkvöðlastarsemi sem byggð hefur verið upp og hjálpa til við að verja þá.  Nú stendur það upp á Ríkið að grípa inn í og veita fjölmiðlum það frelsi að fá að keppa innbyrðis á jafnréttisgrundvelli eins og t.d. auglýsingamarkaði.  Annars hverfum við hratt áratugi aftur í tímann í fjölmiðlaþróuninni og verðum með aðeins: EINA RÍKISRÁS, EINA AUGLÝSINGASTOFU, EINA FRÉTTASTOFU, o.s.frv.
mbl.is Verið að segja 45 starfsmönnum upp á Skjá einum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

snúið mál!

Þetta sýnir að málið getur orðið ansi snúið, því það að finna óháða aðila getur orðið erfitt í okkar litla samfélagi!  Kannski verður að koma óháður aðili sem hafi yfirumsjón með þessu erlendis frá, ef ekki er hægt að ganga í þetta hér á landi. Það er ýmislegt sem getur orðið snúið í þessum bankamálum á næstunni.
mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vanþörf á að komast til botns í málinu.

Það hlýtur að vera forgangsmál að vita þetta með séreignarsparnað fólks, tugir þúsunda landsmanna eiga í þessum sjóðum og fólk vill fá það á hreint sem fyrst, hvernig mál standa með þessa sjóði, almennt hefur fólk ekki fylgst með þessum sjóðum frá degi til dags, þannig að án efa vill fólk fá það á hreint hvort þessir sjóðir séu öruggir eins og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar töluðu um vin hrun bankanna!  Ekki vill fólk vera að greiða í þessa sjóði ef greiðslunum er svo bara "beint sturtað niður".


mbl.is Sjóðir fá fjölda fyrirspurna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynt að sauma að Seðlabankastjóra.

Stýrivextir hækkuðu í 18% í dag.  Fjölmiðlamenn mættu í Seðlabankann til að hlýða á útskýringar Davíðs fyrir hönd Bankastjórnar á ástæðum fyrir þessari hækkun.  Í lok fundar reyndu fjölmiðlamenn að sauma að Davíð, hvað varðaði stöðu hans í bankanum!  Ekki er fjallað um þær rökræður  á netmiðlunum, en mér skilst að þar hafi verið spurt eitthvað á þá leið hvort hann hefði fengið uppsagnarbréf, en hann svaraði á móti að því er mér skilst (haft eftir öðrum sem hlustaði á blaðamannafundinn) hvort blaðamaður sjálfur, væri búinn að fá uppsagnarbréf!  En að öllu gamni slepptu, þá er náttúrulega ekki rétti tíminn núna fyrir menn að vera að kasta "steinum" í allar áttir, menn verða að fá frið til að vinna úr þeim vanda sem nú steðjar að, hitt kemur síðar!!


mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð Árna P.

"Við hefðum hingað til viljað trúa því að sá tími að stór ríki í Evrópu misbeittu stærð sinni og aðstöðu til að kúga minni nágrannaríki, við hefðum viljað trúa því að sá tími væri liðinn!" segir Árni Páll.  Ágreininginn hefði átt að fela Evrópudómstólnum til að leysa úr.  Því var HAFNAÐ af Evrópusambandinu.  Þetta segir maðurinn sem trúir því statt og stöðugt að við hefðum verið betur stödd í  Sambandi Evrópuþjóða?  En þarna lýsir hann sjálfur eðli Sambandsins í hnotskurn!  Stærri ríki Sambandisins traðka einmitt á smærri ríkjunum og þannig verður það einmitt þegar óskum kratanna og fleirri verða uppfylltar hvað varðar inngöngu okkar inn í Sambandið.  Við verðum áfram "peðin" í Sambandinu sem menn verða tilbúnir að fórna fyrst og traðka á þegar á reynir.


mbl.is Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð Árna P.

"Við hefðum hingað til viljað trúa því að sá tími að stór ríki í Evrópu misbeittu stærð sinni og aðstöðu til að kúga minni nágrannaríki, við hefðum viljað trúa því að sá tími væri liðinn!" segir Árni Páll.  Ágreininginn hefði átt að fela Evrópudómstólnum til að leysa úr.  Því var HAFNAÐ af Evrópusambandinu.  Þetta segir maðurinn sem trúir því statt og stöðugt að við hefðum verið betur stödd í  Sambandi Evrópuþjóða?  En þarna lýsir hann sjálfur eðli Sambandsins í hnotskurn!  Stærri ríki Sambandisins traðka einmitt á smærri ríkjunum og þannig verður það einmitt þegar óskum kratanna og fleirri verða uppfylltar hvað varðar inngöngu okkar inn í Sambandið.  Við verðum áfram "peðin" í Sambandinu sem menn verða tilbúnir að fórna fyrst og traðka á þegar á reynir.


mbl.is Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum þá velkomna!

Sýnum þeim að við séum friðelskandi þjóð! Tökum á móti þeim með blómum og fáum Lúðrasveit verkalýðsins til að spila við móttökuna og sendum liðið í Bláa Lónið og fl.   Fáum svo spaugstofumenn í gervi ráðherranna okkar til heilsa upp á þá, enda eru okkar ráðherrar nógu uppteknir í að leysa úr öðrum flækjum!  Reynum að gera vistina þeirra hér sem minnistæðasta, svo þeir geti nú snúið heim að loknum æfingum með réttláta sýn af landi og þjóð!  Bara muna að láta þá borga áður en þeir snúa til baka. Hvert PUND skiptir máli á þessum síðustu og verstu!!


mbl.is Móðgun ef Bretarnir koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband