Færsluflokkur: Bloggar

Hann hittir naglann þarna á höfuðið !

   Málið er að Ísland er feikilega gott "fram á við", það er vörnin sem er vandamálið hjá okkur og ljóst að Norðmenn munu nýta sér vel veikleikana í vörninni hjá okkur.  Vonandi að menn standi sig þarna úti því ljóst er að Slóvenar munu spila til sigurs í Sviss svo þetta er í okkar höndum Íslendinga að halda haus þarna úti gegn Norðmönnum.  Áfram Ísland...
mbl.is Högli: Eiður er lifandi goðsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðlar, boð og bönn ESB.

   Enn eitt dæmið um eftirlit "stóra bróður" í Evrópu.  Nú skiptir "bragðið" máli eins og fram kemur í frétt.   Frelsið í þessu eins og mörgu öðru verður skert meir og meir, lífi fólks stjórnað meir af stjórnvöldum í Brussel og víðar. Það eina sem breytist í Evrópu framtíðarinnar er að hið opinbera eftirlits og stjórnkerfi mun bara halda áfram að þenjast út á kostnað alþýðu þessara landa, eitthvað sem sumir hér á landi hafa litið "öfundaraugum".
mbl.is Banna mentólsígarettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varfærnir í Seðlabankanum.

   Bankinn hefði nú svo sem alveg getað lækkað aðeins stýrivextina núna, en líklega vilja menn þar ekki sýna af sér of mikla góðmennsku í þeim efnum og vilja sýna þjóðinni að ekki þýði fyrir fólk að fara geist í launakröfurnar í næstu kjarasamningum því Bankinn muni þá hlaupa til og hækka stýrivexti við fyrsta tækifæri á eftir.  Seðlabankinn er nefnilega kominn í þetta "króníska" ástands hugarfar að fólk kunni ekki að hemja sig í fjármálum nema Seðlabankinn beiti vopnum sínum með beinum hætti.

 


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð ásættanleg fjárlög.

   Segja verður að þessi fjárlög líti ekki svo illa út við fyrstu sýn.  Það er greinilega ekki farið of geist fram í niðurskurðarmálum.  Má sjá á þessu öllu að velferðarkerfið er nokkuð vel varið og nokkrum af þeim loforðum síðustu Ríkisstjórnar frestað, enda var það forkastanlegt að þeirri stjórn að gefa út loforð um fjárveitingar sem hefðu kostað ótalda fjármuni af núverandi stjórn.  Við sjáum nú hvernig framhaldið verður.

 


mbl.is Þessir fá ekki neitt á fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttist í að slagurinn verði tekinn í kjarabaráttunni.

   Verkalýðsfélögin koma nú fram með sín mál og ljóst að málin verða á svipuðum nótum og áður, áherslumunur milli samtaka virðist þó nokkur  en félögin eru farin meira að styðjast við kannanir virðist vera sem teknar eru á meðal félagsmanna í gegnum netið.  Ljóst að menn munu gera samninga til styttri tíma enda ekki komið í ljós hvernig efnahagsmálin þróast hér á landi til lengri tíma ennþá.  Sumir leggja áherslur á sem mestar kauphækkanir meðan aðrir leggja treysta á að styrkja kaupmáttinn með minni kröfum á prósentuhækkanir, en þar er sú áhætta tekin að ýmsir litlir hópar og margir þegar á fram líður muni ekki taka til sín hærri beinar hækkanir.  Í grunninn er þetta nefnilega allt "leikur" að tölum.
mbl.is Leggja áherslu á hækkun launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullfóturinn í stuði þarna.

  Glæsilegt mark sem krafðist mikillar athygli Gylfa í eftirfylgninni.  Maður er bara tilneyddur að fara að halda með þessu Tottenham liði ef fram heldur sem horfir í þessum efnum, gaman þegar vel gengur hjá þessum löndum okkar þarna úti.
mbl.is Gylfi skoraði og Tottenham á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir þá sá næsti á listanum ?

   Gísli hættur í bili og Jórunn ætlar ekki að taka þátt í starfi Sjálfstæðisfl. í bili.  Athyglisvert að sjá hvað sá næsti gerir.  Nú standa fyrir dyrum prófkjör hjá flokknum og athyglisvert að sjá hvernig sú barátta verður, athyglisverðir tímar framundan þar á bæ.
mbl.is Jórunn dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki að flytja úr Reykjavík ! ?

   En skrifstofur verða þarna og öll kennslustarfsemi of fleira, hvað verður þá eftir í Reykjavík ?  Gott að sjá að fyrirtæki sjái sér hag í að stækka við sig, forráðamenn félagsins eru að horfa til langs tíma greinilega, og gott mál útaf fyrir sig, en áhættan verður alltaf til staðar því enginn veit hvernig þessi "bransi" þróast á næstu árum, fyrirtæki koma og fara og á það sérstaklega við um fyrirtæki tengd flugstarfseminni.
mbl.is Icelandair vill 16.000 fermetra lóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að endurskipuleggja þessi mál frá grunni.

   Heilbrigðiskerfið þarf endurskoðunnar frá grunni, kerfið er greinilega hrunið og það fyrir nokkru síðan.  Þjóðin gerir kröfur um öflugt heilbrigðiskerfi og það kostar sitt eins og komið hefur á daginn og því þarf þjóðin að gera upp við sig hvað hún nákvæmlega vill í þessum efnum.  Þetta er jú allt spurning um fjármagn og þar þurfum við að gera betur hvað varðar öflun þess, nokkur ár eru þegar farin í "súginn" hvað það varðar frá hruninu fræga.   


mbl.is Björn Zoëga lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að stinga þessum ofan í "skúffu".

   Hinn mikli fjöldi undirskrifta, hlýtur að vekja menn til umhugsunar um framtíð flugsins hér í landinu.  Menn hljóta að taka þetta alvarlega og hugsa málin upp á nýtt.  
mbl.is Rúmlega 69 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband