Færsluflokkur: Bloggar

Reykjavík opnar sig og er til í allt !

   Framtiðin björt hjá henni Reykjavík með öll sín fjölmenningarsamfélög í framtíðinni, kirkjur, moskur, allskonar Réttrúnaður og Rangtrúnaður ásamt allskonar líkneskjum verða fyrir augum fólks þegar fram líða stundir um alla Reykjavík, ef fram heldur sem horfir og án efa mikil gleði og hamingja mun svífa yfir hverfum borgarinnar.  "The spiritual city of Reykjavik!"
mbl.is Bygging mosku samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör hlýtur að verða ofan á !

   Flokknum hefur alltaf vegnað ágætlega með prófkjörsleiðina og það fær fólk til að þétta sér saman um flokkinn og fær fólk til að "hjálpa" flokknum til að leggja línurnar varðandi stefnuna hjá honum í mikilvægum málum í borginni okkar.  Veit aldrei á gott að halda í "æviráðningakerfi" í pólitíkinni. 
mbl.is Ræða val á framboðslista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í banastuði eftir landsleikina.

   Allt á réttri leið hjá þessum leiðtoga okkar landsliðs.  Á eftir að kveða mikið að sér í vetur með líði sínu og landsliðinu, greinilega "gósentíð" framundan hjá okkur  Íslendingum og landsliðinu, nóg af snillingum að koma upp og vonandi að Lagerback nái að halda mönnum á tánum á næstunni.  Áfram ÍSLAND!
mbl.is Gylfi skoraði tvö og skaut Tottenham á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur nokkuð til síns máls !

   Lækkun skatta er þó stór áfangi í að koma hagkerfinu í gang aftur, bæði óbeina og beina skatta.  Klárt mál þó að skattar eiga að vera jafnir hjá öllum, leikreglur þær sömu allstaðar, en áfram þarf að halda í ýmsar "velferðarbætur" sem fólk þarf á að halda með lægri laun og kjör.  Heilbrigðiskerfið þarf að styrkja svo um munar, en það gerist ekki nema hagkerfið komist á gott skrið, allt spilar saman hér.  Vinda þarf ofan af loforðaflaumi fyrri Ríkisstjórnar og forgangsraða á næstu misserum, þannig að færi gefist til að styrkja undirstöður velferðarkerfisins sem Heilbrigðiskerfið er hluti af .  Og smá skilaboð til Ríkisstjórnar:  Fyllið vinsamlegast sem fyrst uppí holuna stóru við Suðurgötuna.
mbl.is Lækka frekar skatta en bæta heilbrigðiskerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki mikið álitið á Íslenska liðinu hjá þessum !

   Því er mikilvægt að okkar menn komi sterkir inn í kvöld í leiknum á móti Albaníu, og sýni að úrslitin úti í Sviss voru engin "tilviljun".  ÁFRAM ÍSLAND.
mbl.is Hitzfeld: Norðmenn líklegastir ásamt okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill hún afnema þessa "þjóðaríþrótt" okkar Íslendinga ?

   Þeir hafa verið æði margir þessir flakkarar okkar, sjálfur hefur maður þó ekki notið þess "heiður" að komast í þennan flokk manna sem stundað hafa þetta með sín fyrirtæki og félög.  Gaman verður að fylgjast með framgangi þessa máls, þ.e. ef það endar ekki svo bara ofan í skúffu Ráðuneytisins þegar fram líða stundir eins og mörg önnur þjóðþrifamál í gegnum tíðina.  En athyglisvert ef árangur næst.  Líklega myndu námskrár "viðskipta og lögfræðinemanna" í Háskólunum þurfa eitthvað að taka breytingum ef hætta á að kenna mönnum hvernig á að skipta um kennitölur eftir að í þrot er komið með hin og þessi fyrirtækin sem allt líf hefur verið "murkað" úr.   
mbl.is Ráðast gegn kennitöluflakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar áhugalitlir um þetta "kúgaðasta" land heims !

   Öll orka fjölmiðla hefur alltaf farið í að fylgjast með beinum átökum hér og þar um heiminn, enda áhugi fólks ótrúlega mikill í slíkum málum.  Á meðan fá sumir einræðisherrar frelsi til að murka allt líf eða frjálsa hugsun úr höfði fólks í fjölmörgum ríkjum þar sem gætt er vel að því að miðlar allskonar fá ekki að ná fótfestu.  
mbl.is Lét taka fyrrverandi unnustu sína af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyðileggingin á "Breiðstræti" Vesturbæjar.

    Ekki að ástæðulausu sem mikill hiti var í íbúum Vesturbæjar vegna þessara breytinga sem gerðar voru á Hofsvallagötunni.  Illa hugsað og ígrunduð hugmynd frá upphafi og embættismönnum borgarinnar til lítils að hrósa fyrir.  Um Hofsvallagötu fara um 10.000. þúsund bílar á dag og beint liggur við að tálmar myndast reglulega í vetur vegna þessa, þó munu margir finna sér aðrar leiðir í gegnum hverfin til að forðast skipulagsslysið á Hofsvallagötu öðrum íbúum til mikilla ama þar sem við á!  Forvitnilegt var að heyra samgöngustjóra segja að Hjólreiðamenn væru að koma sterkt inn á þessari götu m.a. En ekki hefur maður sjálfur rekist mikið á það hingað til, því þeir halda sig á stéttum sér til meira öryggis.  Athyglisvert er hve Samgöngustj. gerir lítið úr áhyggjum af bílum sem beygja til vinstri á Hringbraut af Hofsvallagötu í Norður, en þeir munu örugglega tefja umferð Norður Hofsvallagötu.  Á síðustu tveimur áratugum hafa orðið um 100 óhöpp og þó aðeins 1. banaslys. Auðvitað er 1 of mikið en á þessum tíma hlýtur þetta teljast vel sloppið á þessari góðu breiðgötu okkar Vesturbæinga, því það er nefnilega svo að fólk hefur MJÖG góða yfirsýn yfir fólk og farartæki þegar ekið er um þessa Breiðgötu.  En þetta allt vilja menn eyðileggja til þess eins að skapa einhverskonar "umhverfislistaverk" fyrir minnihluta sem á að geta ferðast þar um í friði fyrir ógnandi ökutækjum.  Öll þessi breyting á gatnakerfi Vesturbæjar hvort sem um er að ræða Hofsvallagatan eða hinar mjög svo undarlegu ferhyndru vegatálmar (þar sem margir skjóta sér á milli á minni bílum) og breytingin á ljósunum við Þjóðminjasafnið sem skapað hefur ómældar tafir á morgnana og síðdegis virka daga ( eftir að gönguljósin voru færð nær hringtorginu við Suðurgötu ) sýnir að Borgin er ekki að sinna sýnum skyldum gagnvart útsvarsgreiðendum sínum almennt , heldur eyða þeir góðum tíma skattborgara sinna í "dekurverkefni" sem eingöngu skila litlu til Borgaranna nema þá auknum kostnaði, álagi, streitu, og dýrmætum tíma almennnings í að koma sér og sínum frá einum stað til þess næsta í Borginni.  Því miður verða hinir "listrænu" stjórnendur Borgarinnar að átta sig á þvi að fólk segir að lokum STOPP !!  Hingað og ekki lengra.  Hafið samráð og kynnið betur áður en framkvæmt er.  Fólk verður að vera starfi sínu vaxið við stjórn á þessum svokölluðu "Stofum" Borgarinnar.  En við erum þó farin að telja niður fyrir næstu Borgarstjórnarkosningar á næsta ári.  Kannski er það besta EKKI best !!!
mbl.is Hitafundur um Hofsvallagötuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðarsamt "skipulagsklúður".

   Þessi breyting kemur auðvitað eftir einhvern hugarflugs fund eins og menn kalla ýmsa fundi í dag, þar sem eitthvað er ákveðið og látið svo slag standa án nokkurra umræðna og kynninga fyrir fólki, þar sem auðséð hefur verið að það yrði mikið fár um slíkt hvort eð er. Þetta sýnir að vanhæfnin til ákvarðanna innan borgarinnar er algjör orðin. Aðhald borgarfulltúanna er máttlaust virðist vera í þessum efnum sem öðru. 
mbl.is Næstum hver einasti skrifar undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband