Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Allt stopp!

  Það er allt stopp á meðan þessi Ríkisstjórn er við völd, ljóst er að menn vilja ekki ræðast við því að vitað er að ekki er möguleiki að ræða innkomu Ríkisstjórnarinnar að kjaramálum þessa dagana.  Þess vegna verður lítið aðhafst í kjaramálum á næstunni.  SA og ASÍ er ljóst að bíða verður eftir því að stjórnarkreppunni ljúki,  greinilegt að menn sjá að lítið verður úr verki hjá þeirri Ríkisstjórn sem nú stýrir landinu.
mbl.is Sjá ekki ástæðu til að svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símaleikurinn.

   Þetta er sérstök uppákoma sem á sér stað í þessu máli.  Þarna koma inn fulltrúar Samkeppniseftirlits sem síðan sjá sér ekki fært að uppfylla skyldur sínar sem fulltrúar í stjórn vegna sóðaskapar í viðskiptum stjórnarinnar (meirihlutans).  Teymis samsteypan er náttúrulega sérstakt fyrirbrigði sem langt mál mætti hafa um, en þeirra hagsmunir eru bara að vernda eigur sínar og allt eðlilegt í því sambandi, hitt er sérstakt að fyrst  Samkeppnisstofnun er búin að blanda sér í málið, þá hlýtur það að vera skylda þeirra að fylgja málinu eftir en ekki "gefast" upp, en það virðist vera raunin í þessu máli.  Teymis liðið hlýtur að fagna því að eftirlitið sé horfið á braut og Talsmenn geta áfram unnið sína vinnu undir vökulum augum Vodafones og Teymis, svona er bara "bissnisin" á Íslandi.  Augljóslega finnst manni sem Tal sé haldið gangandi til að koma í veg fyrir að önnur "lággjalda" símafyrirtæki nái fótfestu.  Þetta er auðvitað pólitík útaf fyrir sig!
mbl.is „Aldrei kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá mótmælum til kærleika!

   Vetrarhátíð verður haldin í kjölfar mótmæla Harðar Torfa og félaga á Austurvelli, þ.e. ef þeir halda uppteknum hætti sem fyrr.  Þeim veitir ekki af á þessum síðustu og verstu...  að fá smá kærleika, hlýju og samkennd og fl. eftir allt sem á undan er gengið.  Þetta er vel til fundið hjá Höfuðborgarstofu að efna til kærleikshátíðar, og efast ég ekki um að fólk úr öllum flokkum og samtökum af ýmsu tagi munu safnast saman við Austurvöll  til að samgleðjast og faðmast og reyna finna fyrir samkennd hvert hjá öðru og aldrei að vita nema öll þessi hlýja og samkennd muni bera einhvern ávöxt að lokum?!  Nú er tíminn, kærleiksbörn, til að sameinast!
mbl.is Senda jákvæða strauma frá Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi skeri á hnútinn með Þingsályktun.

   Það hik sem komið hefur á Vinstri græna í hvalamáli setur ákvörðun Einars K. í uppnám.  Því er það eðlilegt að fá úr þessu skorið með atkvæðagreiðslu á Alþingi og ekki vanþörf á!  Steingrímur og hans lið í Vinstri grænum stjórna þessa dagana eins og þeir séu í meirihlutastjórn en ekki minnihluta. Það er öllum ljóst sem hlustað hafa á Steingrím varðandi þetta mál, þá vill hann með öllum mætti,  tefja það í lengstu lög að hafnar verði veiðar í sumar á hval.  Með þessari tillögu á Alþingi skulum við vona að það verði tekin af öll tvímæli í þessum efnum og vinstri grænir hlýti vilja þess.
mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðamenn teknir á teppið.

   Loksins er Davíð kominn heim, og ekki fyrr búinn að taka upp úr töskunum þegar hann sendir opið bréf til Ráðamanna.  Þetta minnir mann bara á góðan farsa.  "pabbinn" kemur heim og sér að það er búið að "rústa" heimilinu, börnin hafa algjörlega "sleppt" sér og allar reglur þverbrotnar eins og hægt er!   Nei, annars þá er þetta ekkert grín hvernig á málum er haldið hér á landi þessa dagana.  Það ríkir algjört ábyrgðarleysi í aðgerðum þeirrar minnihlutastjórnar sem nú stýrir landinu.  Þá er það Forsætisráðherra til minnkunar að hrekja einn bankastjórann úr embætti með þeim hætti sem hún gerði.  Bankastjórinn telur Forsætisráðherra hafa ómaklega að starfsheiðri sínum og æru!  En Ráðherra lætur að  því liggja að Bankastjórinn hafi farið sáttur úr starfi sínu sem er alls ekki raunin.  Eftirtektarvert verður að fylgjast með vinnuaðferðum Ráðherra næstu daga, því nú eru greinilega "tiltektardagar" í gangi hjá þeim og ýmsar óhefðbundnar aðferðir og meðul notuð í tiltektinni, aðferðir sem ekki hafa verið notaðar í áratugi í hinum vestræna heimi.  En kannski telja Ráðamenn sig vera svara kalli alþýðunnar í landinu, allra þeirra tugi þúsunda manna sem EKKI hafa verið á útifundum og hafa EKKI stundað skemmdarverk opinberum byggingum og hafa EKKI haft ótakmarkaðann aðgang að fjölmiðlum eins og vinstri menn hafa haft undanfarið o.s.frv. 
mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáleysi hverra?

   Fundur á Akureyri þar sem spjallað verður um hverjir hafa framið landráð af gáleysi.  Þetta er umræðuefni sem menn munu seint geta hætt að ræða um, ætli þetta umræðuefni verði ekki eins og með kvótaumræðuna, menn munu seint koma sér saman um niðurstöðu með hvernig hátta eigi með fjármál fólks í þessu landi, hverjum er um að kenna o.s.frv.   Þeir sem tóku þátt í þeirri fjármálabólu sem gekk yfir heiminn verða nú að horfa í þær afleiðingar og taka þeim.  Við Íslendingar tókum þátt í þessu af fullum krafti.  Hér á landi var gósentíðin svo mikil að fólk "blindaðist" af öllu saman og gáleysið hjá okkur keyrði fólk fram af brúninni, margir hverjir héldu að "bólan" myndi aldrei springa!  Meira að segja helstu sérfræðingar í fjármálum Íslendinga trúðu á endalausa uppsveiflu og fylgdu "útrásarvikingum" í blindni sinni út í ystu æsar! 
mbl.is Borgarafundur á Akureyri í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið veitir starfslaun til mótmælenda.

   Enn eitt árið er veittur styrkur til listamanna og rithöfunda.  Það fer lítið fyrir þeirri umræðu sem snýr að þessum styrkjum Ríkisins.  Það er eins og Ríkisstjórn Íslands sé að kaupa sér frið fyrir þessum listamönnum, (allavega sumum hverjum) með því að senda þeim reglulega peninga frá skattborgurum landsins.  Það er með ólíkindum hvernig þessum málum er háttað!  Skattborgar eru að greiða þessu fólki laun, og svo greiðum við þeim aftur þegar við borgum fyrir verk þeirra!!  Einn af hæstu styrkjunum fær Hallgrímur Helgason, sá hinn sami og mótmælt hefur hæst Ríkisstjórn Íslands.  Ríkið verðlaunar í rauninni Hallgrím fyrir vel unnin störf í þágu mótmælenda.  Án efa mun Hallgrímur þakka pent fyrir sig og reyna gera enn betur í þeim mótmælum sem skipulögð verða í framtíðinni.  Ég legg nú til að Ríkið komi og styrki mig þannig að ég geti tekið mér frí frá vinnu og hlaupið niður á Austurvöll með mína potta og pönnur og krafist afsagnar þessarar máttlausu Ríkisstjórnar sem nú situr.  Og svona í lokin, menn tala um "siðferði".  Hvar er það hjá þessu fólki?
mbl.is Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarp með hraði!

   Nú er keyrt í gegnum þingið frumvarpi með hraði.  Slík vinnubrögð eru talin eðlileg af núverandi stjórn.  Menn eru greinilega fljótir að gleyma því þegar stjórnarandstaðan kvartaði í sífellu hér áður að verið væri að henda málum í gegn, vanhugsuðum og illa ræddum málum!  Nú gera vinstri flokkarnir einmitt það sem þeir hafa helst gagnrýnt í gegnum tíðina og það með enn meiri hraða, nánast keyrt í gegn með "hraðlest".  Athyglistvert þetta með Jóhönnu og það að hún skuli vinna að málum gegn eigin samvisku eins og það að virða sjálfstæði Seðlabankans.  Greinilega verið að gera hosur sínar grænar (eða rauðar)  fyrir kjósendum sínu.
mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomnlega hárrétt ákvörðun hjá Einari kr. Guðfinnssyni.

   Og Einar Kr. hefur rökin sín megin í þessum málum.  Hvalveiðar og Hvalaskoðun geta að sjálfsögðu farið vel saman enda þessir hlutir gengið vonum framar síðustu sumur!  Merkilegt er þó þegar Formenn starfsgreinasambanda taka sig saman og álykta gegn þessum aðgerðum sem eiga að vera í þágu þjóðarinnar allrar.  Þarna taka formennirnir þrönga hagsmuni fram yfir hagsmuni heildarinnar.
mbl.is Gagnrýna ákvörðun Einars Kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannanir eru tímaeyðsla þessa dagana.

   Ekkert er að marka skoðanakannanir þessa dagana.  Fólk er mjög óákveðið og það lítur út fyrir að svo verði næstu vikurnar!  Ómögulegt að segja til um fylgi flokka, enda ný stjórn komin og fólk veltir mikið fyrir sér hvað sé framundan, óvissan er mikil.  Það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þeim mörgu skyndiákvörðunum sem nú er verið að taka, muni hafa á efnahag þjóðarinnar og afleiðingar til lengri tíma.  Hinar fjölmörgu "björgunaraðgerðir" sem nú eru í gangi gætu þýtt bættan hag til skemmri tíma en verri til lengri, ómögulegt að spá nokkru um framtíðina í þessum efnum, eitt er víst: fólk er varkárt þessa dagana!
mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband