Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.1.2008 | 14:38
Áramótaheit forsetans!
![]() |
Býður sig fram til endurkjörs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2007 | 02:19
Horft um öxl!
Það er vani um hver áramót að horfa til baka og gera upp árið með einhverjum hætti. Fjölmiðlar keppast um að velja þennan eða hinn "atburð ársins", hvað var best og verst o.s.frv.! Fortíðin er okkur einstaklega hugleikin. Ég verð þvi endilega að fá að taka þátt í þessum viðburði á þessum tímamótum sem áramótin eru og fá að segja frá þvi sem ég tel hafa verið viðburði ársins og fl. frá mínum bæjardyrum séð:
Menn ársins: Björn I. Hrafnsson og Alfreð Þorsteinsson fyrir að hafa unnið vel og hratt að því að slíta borgarstj.samstarfinu í sumar sem leið. Og tekist að vekja upp umræðuna um spillingu í borgarkerfinu hjá fjölmiðlum. En allt snerist þetta í höndum Björns sjálfs að sjálfsögðu og hefur hann nú minni völd fyrir vikið! En þetta mætti líka teljast til "klúður ársins".
Kona ársins: Svandís Svavarsdóttir: Sem tókst að nýta sér glæsilega ástandið við stjórnarskiptin í borginni og er orðin áhrifamesta konan í meirihlutanum í borginni og tókst að ýta Degi B. Eggertsyni út í horn og úr sviðsljósi fjölmiðlana að mestu leyti!. Hún kom upp nefnd þar sem átti að svipta hulunni af spillingunni í Rei málinu, en ekkert markvert hefur reyndar frést úr þeirri nefnd enn sem komið er, og má því segja að það séu "vonbrigði ársins".
Hundur ársins: Lúkas, sem bjargaði "gúrkutíðinni" hjá fjölmiðlunum tímabundið á árinu.
Bloggari ársins: Össur Skarphéðinsson, sem er duglegur að blogga á sömu tímum sólarhringsins og ég, (þótt ég bloggi ekki eins oft og hann, því mér er ekki eins mikið niðri fyrir með ýmiss mál og hann hefur á næturna).
Pólitíkus ársins: Björgvin G. Sigurðsson sem lofaði að taka kröftuglega á ýmsum málum, neytendum til hagsbóta sem fyrst, en nú er árið nánast liðið......við bíðum....og bíðum.....
Endurkoma ársins: Ólafur F. Magnússon sem kom eins og kallaður þegar nýr meirihluti tók við í borginni og setti stefnumál sín og frjálslyndra til hliðar (eða bara kastaði þeim fyrir borð!), svo hægt væri að mynda meirihluta í sátt að sinni.
Veikasti hlekkur ársins: Stjórnarandstaðan á þingi sem hafði ekkert betra fram að færa en málþóf um það hversu lengi málþóf mættu standa á alþingi okkar íslendinga og svo umræður um mál eins og hvers vegna bleikt mætti ekki vera blátt og blátt bleikt o.s.frv.
Viðskiptamaður ársins: Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir að vera kosinn viðskiptamaður ársins hjá Fréttablaðinu sem hann á!
Nú, svona mætti áfram lengi telja.
GLEÐILEGT ÁR.
5.12.2007 | 00:24
Borgarstjórnarfundur.
Nú stendur yfir borgarstjórnarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar þetta er skrifað. Athyglisvert er hve lítið er fjallað um þennan fund á netsíðum blaðanna þ.e. mbl eða vísi t.d. Hinn nýi meirihluti sem nú er tekinn við er ekkert enn á því að setja fram stefnuskrá sína eða málefnasamning fyrir næstu misseri. Lítið er fjallað um fjárhagsáætlunina á þessum fundi, þótt seinni umræða eigi að vera til umræðu samkv. dagskrá fundar. Þó reyna sjálfstæðismenn með veikum hætti að koma umræðu um þessi mál á dagskrá!. Það eina sem rætt er um er hvernig megi ráðstafa peningum borgarinnar í ný verkefni á næstu misserum eins og t.d. nýtt embætti umboðsmanns borgarinnar (einhverskonar leiðsögumann fyrir hinn almenna borgara). Nú dugar því ekki lengur hið hjálpsama símaver borgarinnar, heldur er nýju embætti bætt í báknið!. Svo er það stóra málið, SKATTURINN, hann verður ekki lækkaður á fasteignaeigendur næstu misserin, sjálfstæðismenn höfðu stefnt á lækkun hans. Hinn nýji ósamstæði meirihluti ætlar að halda áfram að þenja út BÁKNIÐ í kerfinu, með tilheyrandi kostnaði og svo ætla menn að grenja út úr ríkinu meiri hlutdeild í skattinum vegna þess að hinni "velstæðu borg" hefur tekist að spila út sínum bestu spilum í tóma óráðsíu síðasta áratug. Og það á mesta uppgangstíma landsmanna fyrr og siðar. Ríkinu hefur tekist að hagræða síðasta áratuginn en ekki BORGINNI!! Það er skiljanlegt að sum lítil sveitarfélög þurfi á hjálp að halda, en það að BORGIN þurfi að skríða til Ríkisins og biðja um ölmusu er "skandall". Þetta lýsir einfaldlega hvernig hinn nýji R-listi ætlar að starfa: jú, með sama hætti og áður. Borgarbúar fá að blæða út áfram, hægt og rólega. Enn og aftur verður maður að undrast hve lítinn áhuga fjölmiðlar hafa á málefnum borgarinnar og hafa lítinn áhuga á þeim "litlu" umræðum sem eiga sér stað um þá milljarða sem flæða út úr sjóðum borgarinnar. Þetta eru peningar okkar allra borgarbúa en ekki bara borgarfulltrúa Reykjavíkur. Það þarf á vökulum augum fjölmiðlamanna að halda til að ekki fari illa í borginni á næstu misserum og ný hneyksli á við "rækjueldi, línu-net" eða sitthvað annað eigi sér stað enn og aftur. Nú reynir á borgina, þegar harðnar á dalnum í peningamálum landsmanna. Nú þýðir ekki að "fela sig" á bak við uppsveiflur í gengi krónunnar eða hækkun verðbréfa og fl. Sá tími er líðin að sinni!!
11.11.2007 | 18:49
Sunnudagshugvekjan!
1.11.2007 | 14:21
samþykkt borgarráðs!
Nú hefur verið samþykkt í borgarráði að hafna samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest. Þetta er alveg samkvæmt því sem fólk hefur verið að krefjast almennt. Enda hafa allflestir fengið nóg af útrásarvæðingu Orkuveitunnar með þeim hætti sem hún hefur átt sér stað með. Það er eitt að einkavæða opinber fyrirtæki og annað að leyfa opinberum fyrirtækjum að taka þátt í samkeppnisrekstri sem þessum, með sjálfskipaða embættismenn við stjórnvölinn sem mata krókinn á kostnað hins almenna borgara (útsvarsgreiðanda). Og taka þátt í áhættusömum tilraunaverkefnum, á okkar kostnað! Nóg hefur verið gert af því í borginni undanfarin ár, mest með þátttöku Orkuveitunnar. En í framhaldi af þessu hlýtur maður að spyrja hvort maður eins og Björn Ingi þurfi ekki að axla ábyrgð á þessum hlutum eins og Vilhjálmur fyrrum borgarstj. hefur gert með sínum hætti. Annars er það athlyglisvert að sjá hvað menn eins og Bjarni Ármanns og fl. eins og t.d. FL.group hafa haft gaman af að taka þátt í þessum pólitísku fjárfestingum. Þeir hljóta að leggjast undir feld nú, þegar borgarráð hefur samþ. að hafna þessum gjörning. Þeir fara kannski fram á bætur vegna alls þessa fjaðrafoks!. En hver verður svo næsti leikur Orkuveitunnar. Svo er gott að vita að Bjarni Ármanns og FL group liðið getur hreinsað út allan "pirringinn" út af þessu máli í Mararþoninu í New York næstu helgi!! En svona er þetta þegar menn geysast út á hinn pólitíska völl... menn geta aldrei treyst á neitt öruggt þar.
21.10.2007 | 13:48
Sunnudagshugvekja um borgarmál.
Nú þegar nýr meirihluti er kominn til starfa í Reykjavíkurborg er gaman að skoða hvaða mál þau setja á oddinn næstu misserin. Ekki eru það samgöngumálin sem þar verða hátt skrifuð, búið að leggja á hilluna hinum stóru breytingum sem áttu að verða við gatnamót kringlumýrarbr. og Hringbrautar. Ekki munum við sjá lækkanir á útsvari okkar borgarbúa á næstu árum með þennan meirihluta við störf. Og aðrar skattalækkanir munu ekki verða á borðinu okkur borgarbúum til handa. Allt á að snúast um félagsmálin sem verða sett í forgang, enda á þetta að vera félagshyggjustjórn, þ.e. íbúarnir settir í forgang. Auðvitað mun þetta þýða að lítið verður um aðrar ákvarðanir en þær að ákveða hvert á að dæla peningum en ekkert verður spáð í hvernig á að afla þeirra, nema hvað að ákv. verður áfram að láta Orkuveituna bæta þetta upp áfram ásamt auknum skatttekjum frá þeim borgarbúum sem ekki hafa séð sér fært um að koma sér í burtu. Þá má nefna flugvallarmálið sem í upp í loft í bókstaflegri merkingu, engin ákvörðun þar í sjónmáli, enda ólíkar skoðanir þar innan meirihlutans. Svo eru kjaramálin framundan og þessi nýi meirihluti strax búinn að gefa loforð um ríflega kaupauka til handa ákv. hópum fólks og sett önnur verr sett sveitarfélög í klemmu í þessum efnum. Svo er að sjálfsögðu þetta stóra útrásarmál Orkuveitunar í rannsókn, þannig að mikið verður áhugavert að fylgjast með hversu framvindur í þessu máli á næstunni. Þó það sé hlýtt í lofti þessa daganna hér á landi, þá er augljóst að miklir kuldar leika um Ráðhúsið og munu áfram leika um það í vetur.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Topplistinn.
Af mbl.is
Innlent
- Þetta er auðvitað algerlega forkastanlegt
- Laxveiðiárnar og hafsbotninn í fínu formi
- Vilja byggja sumarhús á næstu jörð við fossinn
- Hvaða mál eru í þingmálaskránni?
- Beðinn um að fara með pottréttinn úr flugstöðinni
- SS ætlar að stækka sláturhúsið
- Samið að nýju við Samtökin '78
- Bilun í útsendingu truflar áhorf á landsleiknum
- Fá engin svör um stækkun
- Ríkissáttarsemjari boðar til fundar í fyrramálið
Viðskipti
- Minnihlutaeigendur leita til dómstóla
- Krossmiðlun, ráðstefna á vegum Pipar\TBWA
- Kríta hefur þrefaldað útlán sín
- Trump hótar ESB hefndum
- Robinhood inn og Caesars út
- Fjárhagsáhætta ríkissjóðs eykst
- Aftur bætir OPEC við framleiðsluna
- Ishiba kveður með tollasamning í höfn
- Þyrí Dröfn forstöðumaður markaðsmála hjá Olís
- Sætanýting Play 89,6%