Færsluflokkur: Evrópumál

Hvað hafa Spánverjar fram að færa?

   Spánverjar eru í Evrópusambandinu, samt er þar gríðarlegt atvinnuleysi.  Atvinnuleysið verður ekki leyst með inngöngu í ESB, engin trygging er fyrir því.  Engin trygging er fyrir því að Ísland fái bestu samninga í viðræðum við Sambandið með því að samþykkja ICESAVE samningana!  Undarleg ummæli frá þessum Spánverja, en þetta sýnir þó að við höfum ekki staðið okkur vel í að kynna okkar hliðar á málinu fyrir erlendum aðilum, og jafnvel ekki hér innanlands heldur!  Almenningur virðist ekki átta sig á lagalegum hliðum þessa máls, hvorki hér né erlendis.  Þeir sem virðast mæla fyrir þessum hlutum eru helst hagfræðingar, viðskiptafræðingar og stjórnmálafræðingar, en minnst hefur farið fyrir því að hlustað sé á rök Lögfræðinganna í þessu.  Kannski skiljanlegt því að þeir hafa áttað sig á að í þessum málum eru fá lagaleg rök fyrir því að Íslensk alþýða eigi einhverjar lagalegar skyldur til að greiða upp skuldir útrásarfyrirtækjanna.

Málið afar viðkvæmt fyrir Vinstri Græna!

   Ljóst var í umræðunni að þetta mál kom sér afar illa fyrir Ráðherra Vinstri Grænna. Mjög skiptar skoðanir um þetta mál í þeirra röðum og reyndar flestir örugglega á móti þessari ánauð sem samþykkja átti, en að sjálfsögðu vildu Ráðherrarnir ekki rugga óstöðugum "bátnum" og valda meiri pirring hjá Samfylkingunni en þá þegar orðin var!  Óróadeild Vinstri Grænna hélt sér því til hlés í þessu máli, þeim hefur ekki litist á að fara að fordæmi Ögmundar Jónassonar fyrrum Ráðherra og leggja Ráðherrastóla sína að veði líkt og hann gerði.
mbl.is Fjórir ráðherrar tóku aldrei til máls um Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð ummæli frá Hollendingnum.

   Þarna koma nú fram ummæli frá manni sem starfar innan Hollenska embættiskerfisins.  Spurningin hvort Íslenskir fjölmiðlar hafi áhuga á ummælum sem þessum þ.e. aðrir en mbl.is.  Nú skiptir máli að kynna málin vel fyrir erlendum fjölmiðlum og skýra málstað okkar með sem bestum hætti.
mbl.is Verða að lækka Icesave-kröfuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða ókyrrð?

   Lífið hefur sinn vanagang, ókyrrðin er helst hjá ráðgjöfum Ríkisstjórnarinnar og helstu stuðningsmönnum um hraða inngöngu í ESB!  Nú ber að ráðast í að skýra málin fyrir erlendu pressunni og hætta að vera með stanslausann áróður um að allt sé niðurleið í efnahagslífi okkar.  Eitt helsta vandamálið er Forsætisráðherrann sem virðist ekki hafa nokkur tök á að vinna að hagsmunum þjóðar út á við, virðist vita máttlaus í að ganga hreint til verks og ræða við erlenda leiðtoga um lausn þessarar ICESAVE deilu!  Það þarf nýja stjórn og nýtt samningafólk til að ganga í að leysa þessa deilu sem öll hefur snúist hingað til um að láta blásaklausa Íslenska alþýðu greiða upp skuldir einkabanka sem fékk að vaxa hindranalaust án athugasemda opinberra eftirlitsaðila innlendra sem erlendra, og viðskiptavinir (Enskir og Hollenskir) létu glepjast til að leggja inn í, í von um að hafa af því góðan skyndigróða sem engin innistæða var fyrir! (Og við því voru menn búnir að vara við margsinnis og mörg viðvörunarljós voru búin að kvikna áður en yfir lauk!)
mbl.is Sammála um að lágmarka ókyrrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloomberg fréttaveitan um Ögmund:

   Ögmundur segir samkv. fréttaveitunni að Ríkisstjórnin muni líklega lifa af þótt Ólafur Ragnar neiti undirritun, einnig segir fréttaveitan að Ögmundur hvetji Forsetann til að skrifa undir!! SKRÍTIÐ? Ekki fann ég þetta á heimasíðu Ögmundar?  Ögmundur er þó ekki tilbúinn að fórna þessari misheppnuðu vinstri stjórn samt sem áður, vill allt gera til að þessi fyrsta alvöru vinstri stjórn (eins og vinstri menn vilja meina) geti haldið velli sem lengst!

Ráðherrann ítrekar hótanir sínar undir "rós".

   Maðurinn vill auðvitað að Forsetinn staðfesti þennan grandvaralausa samning sem Jóhanna og Steingrímur hafa boðið Íslensku þjóðinni að taka á sig!
mbl.is Icesave-samkomulag mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Forsetinn búinn að gera upp sinn hug í þessu máli?

   Stendur Forsetinn með Þingi í þessu máli eða þjóðinni?  Það kemur í ljós í dag.  Steingrímur J. virðist líta svo á að Forsetinn sé á sínu bandi í þessu máli, en það fæst staðfest kannski í birtingu í dag.  það er fullt tungl, svo að allt getur gerst!!
mbl.is Óska eftir fundi með forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Muna að skrifa undir á INDEFENCE.IS

   Nú ríður á að fólk skrifi undir kröfu um þjóðaratvkæðagr. nú þegar aðeins einn dagur er eftir þangað til þjóðin missir fullveldi sitt í fjármálum þessa lands.  Eftir áramótin verður þjóðin sett undir hæl ICESAVE ánauðarinnar og auk þess taka við tímar aukinna skatta og hærri álagna af öllu tagi og allt þetta síðan staðfest af Forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni.  Nú getur maður auðveldlega sagt þegar allt er yfirstaðið: GUÐ BLESSI ÍSLAND!
mbl.is Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr niðurstaða.

   Ljóst að almenningur vill sjá þetta mál fellt á þingi, og málið látið standa eins og það er nú!  Ekki á að vera hægt að sniðganga hverja atkvæðagr. á fætur annarri í þessu máli, nú er líka í ganga atkv.gr. á vegum Indefence og niðurstaða mun verða skýr þar líka í þessu máli ef allt fer á versta veg á þingi.  Spurningin er einungis sú hvort alþingismenn ætli að vera samkvæmir sjálfum sér í þessu máli, eða láta ESB "elítuna" ráða ferðinni!!
mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 30.000 manns búnir að skrifa sig um þjóðaratkv.gr. um ICESAVE.

   Ljóst er að þetta mál mun fara naumlega í gegnum þingið þegar upp verður staðið.  Stjórnin verður að reiða sig á m.a. á varaþingmenn VG. þar sem sumir þingmenn þess flokks hafa stokkið af þinginu þegar stórmál sem þetta er tekið fyrir.   Kannski verður það þó almenningur sjálfur sem nær að stöðva þessa vitleysu.  Ef tugir þúsunda landsmanna skrifa undir það að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu verður erfitt að réttlæta löggildinguna á þessu frumvarpi. En Samfylking keyrir málið "blinnt" áfram!  Við sjáum hvað setur. 
mbl.is Meirihluti samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband