Færsluflokkur: Spaugilegt
9.2.2009 | 00:49
Ráðamenn teknir á teppið.
Loksins er Davíð kominn heim, og ekki fyrr búinn að taka upp úr töskunum þegar hann sendir opið bréf til Ráðamanna. Þetta minnir mann bara á góðan farsa. "pabbinn" kemur heim og sér að það er búið að "rústa" heimilinu, börnin hafa algjörlega "sleppt" sér og allar reglur þverbrotnar eins og hægt er! Nei, annars þá er þetta ekkert grín hvernig á málum er haldið hér á landi þessa dagana. Það ríkir algjört ábyrgðarleysi í aðgerðum þeirrar minnihlutastjórnar sem nú stýrir landinu. Þá er það Forsætisráðherra til minnkunar að hrekja einn bankastjórann úr embætti með þeim hætti sem hún gerði. Bankastjórinn telur Forsætisráðherra hafa ómaklega að starfsheiðri sínum og æru! En Ráðherra lætur að því liggja að Bankastjórinn hafi farið sáttur úr starfi sínu sem er alls ekki raunin. Eftirtektarvert verður að fylgjast með vinnuaðferðum Ráðherra næstu daga, því nú eru greinilega "tiltektardagar" í gangi hjá þeim og ýmsar óhefðbundnar aðferðir og meðul notuð í tiltektinni, aðferðir sem ekki hafa verið notaðar í áratugi í hinum vestræna heimi. En kannski telja Ráðamenn sig vera svara kalli alþýðunnar í landinu, allra þeirra tugi þúsunda manna sem EKKI hafa verið á útifundum og hafa EKKI stundað skemmdarverk opinberum byggingum og hafa EKKI haft ótakmarkaðann aðgang að fjölmiðlum eins og vinstri menn hafa haft undanfarið o.s.frv.
Lýsir miklum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2009 | 12:12
Ríkið veitir starfslaun til mótmælenda.
Enn eitt árið er veittur styrkur til listamanna og rithöfunda. Það fer lítið fyrir þeirri umræðu sem snýr að þessum styrkjum Ríkisins. Það er eins og Ríkisstjórn Íslands sé að kaupa sér frið fyrir þessum listamönnum, (allavega sumum hverjum) með því að senda þeim reglulega peninga frá skattborgurum landsins. Það er með ólíkindum hvernig þessum málum er háttað! Skattborgar eru að greiða þessu fólki laun, og svo greiðum við þeim aftur þegar við borgum fyrir verk þeirra!! Einn af hæstu styrkjunum fær Hallgrímur Helgason, sá hinn sami og mótmælt hefur hæst Ríkisstjórn Íslands. Ríkið verðlaunar í rauninni Hallgrím fyrir vel unnin störf í þágu mótmælenda. Án efa mun Hallgrímur þakka pent fyrir sig og reyna gera enn betur í þeim mótmælum sem skipulögð verða í framtíðinni. Ég legg nú til að Ríkið komi og styrki mig þannig að ég geti tekið mér frí frá vinnu og hlaupið niður á Austurvöll með mína potta og pönnur og krafist afsagnar þessarar máttlausu Ríkisstjórnar sem nú situr. Og svona í lokin, menn tala um "siðferði". Hvar er það hjá þessu fólki?
Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 15:13
Nú skal tekið til hendinni...
Nú rignir inn ábendingum, kærum og fyrirspurnum til þessa nýja saksóknara sem á að rannsaka hvað varð af öllum aurum landsmanna. Eins gott að hinn nýja rannsóknarstofnum standi nú undir nafni og verði eitthvað ágengt í þessum efnum, því allt hefur "klikkað" hingað til. Við vonum að "inspector clouso" og hans menn nái skjótum og góðum árangri í að fletta ofan af öllu útrásargenginu og endurheimta eitthvað af því "góssi " sem horfið hefur úr innviðum banka og fyrirtækja á undanförnum misserum. Og í kjölfarið munu síðan sökudólgarnir fá sín maklegu málagjöld í hinu illræmda íslenska dómskerfi í kjölfarið...
Bankahrunsmál til sérstaks saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 09:32
Byltingarstjórnin vekur athygli!
Það er eðlilegt að þessi nýja stjórn veki athygli um allan heim og ekki síst í Kína, enda sjá menn þar nýja bandamenn í pólitíkinni, og kannski veitir ekki bara af fyrir okkur, þar sem við erum búin að missa þá flesta hér á Vesturlöndum!!!
Stjórnarskiptin vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2009 | 23:51
Hver er maðurinn?
Nú spyrja margir sem lesa þessa frétt: Hver er maðurinn? Þessi maður fór bara alveg framhjá manni í hinni pólitísku umræðu síðustu misserin! Nú birtist hann allt í einu eins og "týndi sonurinn" hjá Samfylkingunni og er dúkkaður upp sem Forseti Alþingis!! Greinilegt að það á að ýta honum fram í sviðsljósið, annað dugar ekki þar sem hann sjálfur lítið viljað láta á sér bera síðan hann komst á þing. Nú verður hann í "mynd" alla daga meðan þingið situr og ekki efast maður um að hann mun láta til sín taka í málum af ýmsu tagi! Það er nú reyndar svo að embætti Þingforseta hefur yfirleitt verið falið mönnum sem er á leiðinni að hætta á þingi og yfirleitt þeim elstu sem þar starfa og því veltir maður fyrir sér afhverju Samfylking valdi ekki Ellert B. schram í embættið?
1.2.2009 | 23:51
Hver er maðurinn?
Nú spyrja margir sem lesa þessa frétt: Hver er maðurinn? Þessi maður fór bara alveg framhjá manni í hinni pólitísku umræðu síðustu misserin! Nú birtist hann allt í einu eins og "týndi sonurinn" hjá Samfylkingunni og er dúkkaður upp sem Forseti Alþingis!! Greinilegt að það á að ýta honum fram í sviðsljósið, annað dugar ekki þar sem hann sjálfur lítið viljað láta á sér bera síðan hann komst á þing. Nú verður hann í "mynd" alla daga meðan þingið situr og ekki efast maður um að hann mun láta til sín taka í málum af ýmsu tagi! Það er nú reyndar svo að embætti Þingforseta hefur yfirleitt verið falið mönnum sem er á leiðinni að hætta á þingi og yfirleitt þeim elstu sem þar starfa og því veltir maður fyrir sér afhverju Samfylking valdi ekki Ellert B. schram í embættið?
Guðbjartur verður forseti Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 23:28
Forsetinn.
Hvernig er það, nú þegar mótmælendur á Austurvelli eru loksins búnir að hræða líftóruna úr Samfylkingunni, er þá ekki tími kominn á Forsetann og krefjast afsagnar hans? Hann var jú einn þeirra sem hrósaði útrásinni í hástert á sínum tíma og ber ekki minni ábyrgð en aðrir á öllu saman, hann hvatti útrásarvíkingana í hvívetna og var fyrsti maður að mæta á samkomur þeim til heiðurs. Ætla hinir vösku félagar úr Harðarvinafélaginu ekki að mæta á Bessastaði og berja bumbur... maður spyr nú bara?
Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 00:41
Alltaf fjör í miðbænum.
Það ríkir carnival stemming í miðbænum þessa stundina. Kveikt er á báli og Oslóartréið brennt, sem er svo sem hið besta mál, þá þarf ekki að flytja það til förgunar. Greinilegt að brennan er í boði lögreglu og slökkviliðs borgarinnar, enda gerir hún lítið til að blanda sér í stuðið sem þarna er.
Jólatréð brennt á bálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 00:13
Minnisvarði draumóramannana.
Tónlistarhúsið er nú orðið nýtt Þjóðarbókhlöðudæmi, sem á eftir að verða landanum til trafala næstu árin. Líklega endar þetta með sérstökum skatti sem settur verður á landann til að hægt verði að klára "dæmið" með reisn fyrr, frekar en seinna. Þessi draumur nokkurra manna um að fá höll sambærilega við tónlistarhallir úti í hinum stóra heimi, verður landanum dýr að lokum. Ódýrast væri að rífa þetta niður og ná fólki aftur niður á jörðina, sá kostur verður þó líklega undir í umræðunni býst ég við. Skuldaklafinn á eingöngu eftir að aukast vegna þessa hrúgalds við höfnina. En ein hugmynd er þó kannski umræðuhæf en það er að nýta þessa byggingu sem "Fangelsi" enda í umræðunni að byggja nýtt, og útlitið á henni núna (tónlistarhúsinu) bara nokkuð í stíl við þessi fangelsi sem maður sér í Bíómyndunum.
Reynt að leysa mál Tónlistarhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 12:03
Stjörnurnar flykkjast í Framsókn.
Já, mikið rót virðist vera á fólki í pólitíkinni nú um stundir, fyrir nokkru skellti Jónína Ben sér yfir til framsóknar og núna fer Guðmundur Steingríms þangað líka! Ég býst nú við að fleiri "stjörnur" eigi eftir að hoppa á milli flokka á næstunni, enda kjörið tækifæri fyrir minni spámenn að ná frægð og frama með aukinni athygli við flokkaskipti.
Guðmundur í Framsóknarflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 742
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar