Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
7.10.2008 | 09:36
Rússagullið.
Já, þá er komið að því, við fáum Rússneska peninga inn í landið af fullum krafti. Virðist sem við getum ekki lengur treyst á nágrannaþjóðir okkar í þessum efnum eða hvað þá "vestrið". Greinilega nóg um fjármagn í austrinu. Verður spennandi að fylgjast með þróun mála á þessu sviði. Seint hefði maður trúað því að Seðlabankinn myndi róa á þessi mið! en einvhern tíma er allt fyrst eins og máltakið segir...
Gengi krónu fest tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 07:21
Að sjálfsögðu!
Þó það nú væri, að bankarnir væru ekki opnir, það er nú búið að tryggja það að eigur almennings skerðist ekki í bönkum og því ættu allir nú að vera pallrólegir yfir ástandinu! Af fréttum erlendis virðist sem ástandið sé eitthvað að róast enda olían aftur að "hækka í verði" samkv. fréttum. Allavega í Asíu virðist sem menn byrji daginn á jákvæðum nótum!
Bankar verða opnaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 10:55
Allt í góðum gír!
Jæja, dagurinn byrjar ekki með hamförum, eins og menn vildu vera láta. Og engin inngrip, nema þá að stöðva viðskipti með bankastofnanirnar hér. Nú kemst vonandi ró á í þjóðfélaginu, enda veitir mönnum ekki af hvíldinni eftir allt stressið um helgina! Og fólk fær kannski vinnufrið í vikunni sem nú er hafin.
Lokað fyrir viðskipti með bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 23:46
Og þá segja menn "GÓÐA" nótt!
Góðar fréttir berast, ekki þörf á neinum aðgerðarpakka á þessu stigi! Og því verðum við að treysta og trúa að sinni. Það verður spennandi að fylgjast með morgundeginum, kannski kemur líka í ljós á næstunni að við Íslendingar séum betur settir að takast á við þessa "peningakreppu" en aðrar þjóðir eftir allt það sem á undan er gengið, við höldum bara áfram að anda með "nefinu".
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 17:28
Hvað er vandamálið?
Mikil atgangur er nú í fjölmiðlum vegna ástandsins í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Allir hafa skoðun á málinu, allt frá því að gera "ekki neitt" og upp í það að ganga í ESB sem fyrst. Við höfum nú einu sinni ríkisstjórn hér sem á að geta tekið á þessu máli, á meðan verðum við hin að vera þolinmóð og "anda með nefinu" eins og einhver sagði. Án efa mun ríkisstjórn koma með lausn fyrir morgundaginn og við verðum einfaldlega að treysta því að sú lausn verði sú rétta og að sem flestir geti sætt sig við, það eina sem almenningur fer fram á að sú lausn verði ekki til að rýra eigur almennra skattborgara í landinu með neinum hætti. þ.e. í lífeyrissjóðum eða bönkum þessa lands! Takist ríkisstjórn þetta, þá mun hún standa sterkari eftir.
Biðlað til helstu vinaþjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 16:19
Til hamingju Ísland!
Þá er KR. orðinn bikarmeistari, þetta ætti að gleðja hjörtu allra landsmanna nema þá kannski þeirra örfáu sem ekki eru KRingar inn við beinið. Svo ætti þetta líka að verða til þess að gengið styrkist eftir helgina, alveg viss um það!! Og lánshæfismat bankanna batnar (sérstaklega Landsbankans). Já, öll getum við litið með björtum augum á framtíðina, nú liggur leiðin bara upp á við. Til hamingju Ísland!!
KR bikarmeistari í ellefta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 09:31
Aftur til fortíðar!
Nú á almenningur að fjárfesta í ríkinu, ríkistryggð skuldabréf! Hvaða tryggingar eru í þeim, þau verða þá að vera "VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF". Það er nú þannig að til lengri tíma er ekki hægt að treysta ríkinu að standa vörð um fjármuni almennings, reynslan sannar það. En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Jú hún er nú búin að fresta Sundagöngum sem betur fer (og hugar vonandi í framhaldi að ódýrari kostum í þeim efnum t.d. leið 1.) og einnig frestað byggingu nýja spítalans. En hvað ætla hinir bankarnir að gera til að aðstoða? Ætla þeir líka að fjárfesta í ríkistryggðum bréfum? Þeir hljóta að koma að málinu líka!
Aðeins í örugga höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2008 | 01:33
Sorglegt ferli!
Allt er þetta hið leiðinlegasta mál, og verst er þegar maður heyrir eina sögu í gær og aðra í dag. Ótrúlegt hvernig mál hafa þróast. Allt í einu er deila Jóns Ásgeirs og Davíð, og hin "litlu samskipti" þeirra frá fyrri tíð orðin aðalmálið hjá stjórnarmönnum í Glitni. Enn og aftur gengur Jón Ásgeir fram og ræðst á Davíð! Og stjórnarmenn Glitnis taka undir. Af hverju reyndi Jón Ásgeir ekki að vera betur upplýstur um gang mála í Glitni, af hverju greip hann ekki inn í þar? Af hverju leyfði hann stjórnarmönnum að ganga svo langt að ganga á fund Davíðs ef hann hafði eins mikla fyrirlitningu á honum eins og raun ber vitni? Ekki er við Seðlabankann og Davíð að sakast, enda hafði hann farið að ráðum þeirra ráðgjafa sem þar vinna og eru nú taldir með þeim hæfustu í þjóðfélaginu. Gleymum því ekki að Davíð er ekki einn í þessari höll við höfnina! Og gerum ekki lítið úr þeim ráðgjöfum sem þar vinna.
Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 16:02
Við Danina segjum við: Don´t worry be happy!
Danirnir eru ekkert í betri málum, þar hefur gefið á í efnahagslífinu eins og annarsstaðar! Þessi niðursveifla er ekkert okkur einum að "kenna" að sjálfsögðu. Hún er alþjóðleg. En hvað með Evrópusambandið! Skyldi það hafa lausnina, ekki held ég það. Allir bíða eftir því hvað Bandaríkjamenn gera, boltinn er hjá þeim eins og fyrri daginn. Evrópusambandið getur lítið annað en horft á þvi allar mótvægisaðgerðir sem skipta máli koma úr öðrum áttum en frá því sjálfu!!
Danir hafa áhyggjur af Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2008 | 10:31
Hringnum lokað.
Já, lífið snýst í hringi, og nú erum við komin með ríkið aftur í spilið! Eitthvað varð svosem að gera, verðum bara að vona að hinir bankarnir og fjármálastofnanirnar fari ekki sömu leið! Spurning hvernig hluthafar Glitnis fari út úr þessu, ábyrgðin er þeirra, en ekki ríkisins (almennings). Hluthafar völdu stjórnina sem síðan rak bankann, og kom honum í þá stöðu sem hann er núna!
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar