Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
26.11.2009 | 22:35
Verðbólgan í raun meiri til lengri tíma litið!
Ekki er hægt að dæma neitt um verðbólguþróun á næstunni, margar hækkanir í pípunum um og eftir áramót. Ljóst er að erfitt mun reynast að halda verðbólgu niðri næsta misserið. Manni sýnist sem að nokkrir möguleikar séu til þess að víxlverkanir hækkana geti fesst sig í sessi á næstunni!
Verðbólgan 8,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 17:20
Icesave og IMF lánið tengt saman!
Manni sýnist nú sem svo að lán Alþjóðagjaldeyrissj. hafi verið veitt í ljósi þess að Icesave yrði loksins samþykkt, og því athyglisvert að sjá hvernig þetta endar. Það er augljóst að titringur er hjá Samfylkingu með þetta mál! Jóhanna og hennar lið hefur lagt mikið undir til að ná að klára málið fyrir hinar leiðandi þjóðir hjá IMF. þ.e. Breta og Hollendinga.
Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 09:42
Fundað um "stríðsskaðabætur".
Þá er það ákveðið, ríkisstjórnin kölluð til fundar hið snarasta til að samþykkja auknar skaðabætur til handa Hollendingum og Bretum. Og greiðendur verða: Allir skattgreiðendur þessa lands. Greinilegt að Evrópuviðræðurnar verða "rándýru" verði keyptar ef Samfylkingin fær ráðið í þessu máli. Augljóst að troða skal á mannréttindum í þessu landi, dómstólar eiga ekki einu sinni að hafa nokkra þýðingu í þessum máli að mati Ríkisstjórnar.
Ríkisstjórnarfundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2009 | 09:55
Verðbólga áfram í tveggja stafa tölu!
Nokkuð ljóst er að verðbólga verður áfram há. Miklar sveiflur eru á verðlagi hér á landi þessa mánuðina og ekkert að sjá að verðbólga muni lækka eitthvað meira að ráði. Framundan eru ýmsar hækkanir frá hinu opinbera og skattahækkanir af einhverju tagi sem munu toga vísitöluna upp ásamt því að í framhaldi koma hækkanir á öðrum vörum og þjónustu. Það mun þurfa meiri kreppu og samdrátt til að slá á verðbólguna hér á landi eins og svo oft áður.
Verðbólgan nú 10,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 15:32
Hverjar voru skattaálögurnar!?!
Það vantar að upplýsa almenning um þá skatta sem þessi fyrirtæki áttu að greiða fyrir leitina, hve há var þessi prósenta og hvers vegna voru skattar svona háir. Það vantar að blaðamenn reyni að komast til botns í þessu máli. Það hlýtur að vera krafa frá almenningi að fá að vita hve háa opinbera skatta svona fyrirtæki áttu að þurfa að greiða. Skrýtið ef áhugi blaðamanna er ekki meiri en þetta að reyna ekki að fjalla nánar um þau mál, við bíðum kannski og fáum að vita eitthvað meira...
Skattarnir afar íþyngjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 12:14
Þetta vissum menn!
Kemur ekki á óvart, eins og ég hef áður sagt, þá lá það beint við fyrir löngu að verðbólga yrði nær því að vera tveggja stafa tala. Há verðbólga verður viðloðandi allann þann tíma sem þessi Ríkisstjórn mun ríkja, það er alveg ljóst. Ríkisstjórn Íslands mun sjá til þess að kverkatakinu verði ekki sleppt af skattborgurum landsins.
Verðbólguspá hækkuð umtalsvert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 13:42
Já takk.
Jú, það er þakkarvert að bjóðast til að losa mig við eitthvað af mínum skuldum, ég bíð spenntur eftir að sjá hvað ég losna við mikið?
Aukið svigrúm til afskrifta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 13:27
Í hverju felst sú barátta?
Að draga saman í Ríkisrekstri, til að mynda í heilbrigðisgeiranum og öðrum Ráðuneytum eins og Utanríkisráðuneyti t.d. Ekki er svo að sjá að mikill gangur sé í þeim málum á þeim bæjum. Ekki miklar hagræðingar sem eru í pípunum þar t.d. sameiningar og fleira slíkt! Svo virðist sem menn sópi öllu undir teppið og ætli að reyna enn meir að ná til baka einhverju með auknum sköttum á þá sem lítið eiga eftir hvort eð er. Við munum þurfa að bíða enn meir eftir aðgerðum sem eiga að taka á vandanum sem Steingrímur J. talar svo mikið um. Ekki verður það allavega í formi einvherra tillagagna hvað varðar atvinnuuppbyggingu að einvherju tagi, það er ljóst, allavega ekki með erlendu fjármagni til að mynda í stóriðnaði, enda Vinstri grænir á móti öllu slíku eins og við vitum öll.
Hörkubarátta framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 21:17
Hvað breyttist hjá Ríkinu?
Ekki er neitt í þessari frétt að heyra um hvað breytti afstöðu hjá opinberum starfsmönnum, var sæst á meiri skattahækkanir eða meiri niðurskurð hjá hinu opinbera? Athyglisvert að fylgjast með þegar þetta verður opinberað.
Sáttmáli undirritaður á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2009 | 14:05
Gott framtak!
Ágæt hugmynd en ekki í fyrsta sinn sem svona er gert. Sjálfstæðismenn hafa gert þetta áður en í öðrum tilgangi. Gott að fólk sjái hvernig þessi mál geti þróast á næstunni og geti séð það myndrænt.
Icesave-skuldaklukka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 742
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar