Færsluflokkur: Lífstíll

Kemur ekki á óvart!

Það kemur ekki á óvart að bílaumboðin hækki verðin á þessum tíma!  Það er löngu orðinn vani hjá mörgum fyrirtækjum  hér á landi að nota áramótin til að hækka verðið á sínum vörum.  Það er í rauninni regla frekar en vani að hafa þennan háttinn á, því íslendingar eru löngu farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að sjá hækkanir á vöru og þjónustu á þessum tíma, hvort sem það er einkageirinn eða hinn opinberi sem hækkar.  Munurinn er þó sá að "landinn" getur haft áhrif á verðlagið í einkageiranum með því að hunsa þær vörur sem hækka "óeðlilega" en ekki þá þjónustu sem hækkar hjá hinu opinbera!.  En hvað verðhækkanirnar hjá bílaumboðunum varðar, þá vekur athygli að þeir nota sömu afsökunina allstaðar, þ.e. hækkun frá birgjum eða gengið,  Það væri nú gaman að fá að sjá þessar hækkunartölur á borðinu frá birgjum, en að sjálfsögðu er ekki nefnt nákvæmlega hverjar þær eru, enda spyrja fjölmiðlamenn ekki að því að sjálfsögðu, en við vitum það þó nú að birgjar um allan heim hafa hækkað sínar vörur um einhverjar prósentur nú síðustu mánuði samkv. fréttum umboðanna!.  Mér hefur alltaf fundist skondið hve umboðin hafa verið samstíga með verð á bílum í gegnum tíðina, en það hefur kannski meira með það að gera hvernig bílaverðlagningu er háttað almennt í Evrópu, en það er allt önnur umræða!  En auðvitað er það okkar neytenda að ákv. hvernig brugðist er víð í þessum aðstæðum.  Við lifum þó í frjálsum heimi sem betur fer... það er enginn að þröngva þessu upp á okkur!

 


mbl.is Verð á nýjum bílum hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GOLF!

Það var gaman að heyra að Íslendingurinn Birgir Leifur skyldi ná inn á Evrópsku golfmótaröðina í dag.  Það er ekki oft sem maður heyrir um góðan árangur íslendinga í íþróttum á erlendri grundu.  Þetta þýðir nátturulega að við fáum meira að heyra af golfi næsta árið, ekki það að ég sé áhugamaður um golf eða eitthvað slíkt (nánast aldrei slegið högg með kylfu, þ.e. golfkylfu).  En það er svolítið sérstakt með þetta ákv. afrek, það að maður gat séð að þarna væri atvinnumaður á ferð, það sást vel þegar tekið var viðtal við hann í sjónvarpi, maður gat séð að þar á ferð væri mjög yfirvegaður einstaklingur sem léti ekkert trufla sig í að ná markmiði sínu.  Það er ekki oft sem maður sér slíkar persónur í íþróttum frá þessu landi okkar.  Þessi einstaklingur hélt haus við að ná sínum árangri, sem er ekki sést nóg af hér á landi í íþróttum almennt.  Allt of oft höfum átt einstaklinga í íþróttum (einstaklings sem og hópíþróttum) sem hafa gugnað á lokasprettinum og "sprungið" með einum eða öðrum hætti.  Meiðsl, þrek, vanmat, ofmat o.s.frv. hafa verið okkar "mottó" í gegnum tíðina, þekkjum það með t.d. frjálsar íþróttir, landsliðið í fótbolta, sundið, skíðin og fl.  En þetta hlýtur að verða til þess að lyfta okkur aftur eitthvað upp og ætti að stytta  i skammdegisþunglyndinu hjá sumum.  Með von um betri tíð í íþróttum, þá óska ég þessum golfara til hamingju með að halda uppi heiðri þjóðarinnar í íþróttinni. 

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband