Færsluflokkur: Íþróttir

Auðvitað á maðurinn skilið að fara í leikbann á HM.

   En auðvitað tekur alþjóðaknattspyrnusambandið það ekki í mál, enda Frakkar með góð ítök þar!
mbl.is Henry: Ég notaði höndina viljandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesti skandall sem sést hefur í fótbolta!

  Og þetta slær alveg út atvikinu með Maradonna á sínum tíma!  Maður verður hreinlega að hafa samúð með Írum, ótrúleg dómaramistök, og sýnir að það verður að gera breytingar á dómaragæslunni og nota myndavélar til að skera úr um svona uppákomur.  Verst var þó að sjá hvernig Henry brást við, en hann virtist ekkert vita af neinu!!
mbl.is Frakkar komust á HM með ólöglegu marki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt ár hjá Barcelona.

   Já,  það var ljóst eftir að Eto skoraði hvernig leikar myndu enda, Man Utd. var ekki svipur hjá sjón eftir að hafa fengið mark á sig svo snemma leiks.   Þeir virtust ætla að keyra Börsunga niður í byrjun en svo kom skellur sem þeir náðu sér ekki upp úr og ljóst var hvert stefndi, í seinni hálfleik voru Börsungar yfirburðalið á vellinum og unnu verðskuldaðan sigur.  Ekki slæmt, ef þessi lið skiptust bara á að sigra Meistaradeildina næstu árin!  Maður segir bara VIVA BARQA og COME ON UNITED!
mbl.is Yngstur þjálfara til að vinna Meistaradeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIVA BARCELONA!!

   Já, gleðitíðindin streyma inn hjá manni í dag!  Man. United orðinn enskur meistari og Barcelona Spænskur meistari, og svo 2. sætið í Eurovision, ekki slæmur dagur hjá mér!!  Maður átti nú þó ekki von á að Real myndi klúðra leiknum í dag, en svona er boltinn og því verður Barcelona meistari þrátt fyrir að vera ekki að spila í dag.  Nú segir maður bara SKÁL, og tvöfalda SKÁL...
mbl.is Eiður Smári spænskur meistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein snilld!

   Hreint alveg frábært að tvö af mínum uppáhaldsliðum skuli leika til úrslita í Meistaradeildinni í ár.  Þetta verður afar þægilegt fyrir mann að horfa á þann leik, maður getur bara slakað á því hvernig sem fer, þá verður maður í sigurliðinu.  Annars má nú segja að maður hefur verið lengur aðdáandi Man. United eða frá barnsaldri en þetta er hið besta mál.  Hreint alveg frábært að sjá í kvöld hvernig Börsungar kláruðu dæmið í blálokin, það þurfti bara eitt skot og eitt mark og leikurinn búinn!!!
mbl.is United og Barcelona mætast öðru sinni í úrslitaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spænskur titill til Barcelona í augsýn.

   Ljóst er að  fátt mun stöðva barcelona þetta árið.  Það var ljóst frá byrjun hverjir voru betri aðilinn í leiknum, maður sá strax þegar liðið kom inn á völlinn í hvað stefndi, þótt Madrid virtist ætla að láta til sín taka, þá  sá maður strax í hve miklu stuði Börsungar voru, nú bíður maður bara eftir að geta fagnað  með Börsungum.
mbl.is Barcelona gjörsigraði Real Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barcelona með góð tök á Chelsea.

  Þrátt fyrir að ekki hafi verið skorað í leiknum, þá er ljóst að Barcelona hafði mikla yfirburði í þessum leik.  Nú verða þeir að sýna hvað í þeim býr þegar til Englands kemur og að sjálfsögðu verða menn að skora þar, því mark á útivelli gildir jú tvöfalt eins og menn vita.  Við segjum þvi bara "viva barqa!
mbl.is Barcelona og Chelsea skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu.

   Ekki spurning, hann á skilið að fá medalíu drengurinn.  Hann er að skora mörkin á ögurstundum í leikjum liðsins og ekki spurning að Manchester United á titilinn vísan í vor með fulltingi þessarar nýju stjörnu í liðinu. 
mbl.is Fengi Macheda enga medalíu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

góður leikur, þrátt fyrir tap!

Ísland getur verið nokkuð sátt við þetta miðað við gang leiksins, munaði þó litlu að við næðum jafntefli.  Liðið getur örugglega gert enn betur næst, þá sérstaklega á heimavelli, allavega gerum við kröfu um að það sýni sitt besta.
mbl.is Naumur sigur Skota á Hampden, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón á beinu brautinni!

Ekki að spyrja að þessum kraftmikla þjálfara, hann sýnir enn einu sinni leikni sína í þjálfunarmálum og heldur áfram að gera kraftaverk í "útrásinni" á Englandi.
mbl.is Góður sigur hjá Guðjóni og lærisveinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband