Færsluflokkur: Íþróttir
11.2.2009 | 17:05
Öruggur útisigur.
Gott að vita að eitthvað jákvætt er að gerast hjá okkur, útisigur í fótboltanum er alltaf kærkominn, sérstaklega við það ástand sem við búum við í dag þ.e. neikvæðar fréttir á flestum sviðum þjóðlífsins. Vonandi að Landsliðið haldi sig á réttri braut áfram því nú veitir ekki af að sýna umheiminum að við getum a.m.k. staðið í lappirnar á sviði fótboltans.
Öruggur sigur Íslands á Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2008 | 00:08
BARCELONA SIGUR!
Já, loks góðar fréttir í miðri kreppunni, Barcelona vann kærkominn sigur á REAL MADRID! Þetta eru náttúrulega góðar fréttir fyrir mig og aðra stuðningsmenn "BARCA". Greinilegt að liðið er á góðri siglingu í Spænsku deildinni og sigurinn styrkir þeirra stöðu á toppnum. Íslenski "gulldrengurinn" var í byrjunarliðinu og kom nokkuð vel frá leiknum, Þjálfarinn virtist allavega vera sáttur með hann eins og sjá mátti í beinni útsendingu frá leiknum. Mörkin komu þó þegar langt var liðið á leikinn, og hreint frábært að sjá hvað MESSI virðist alltaf skila sínu vel í öllum leikjum, hann vex alltaf meir og meir í áliti hjá manni, svo sendir maður náttúrulega öllum MADRIDINGUM samúðarkveðjur, annað er nú ekki hægt!!
Barcelona vann risaslaginn, 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 00:04
Þeim varð ekki hált á svellinu!
Já, þær stóðu sig vel í leiknum í kvöld. Alveg með ólíkindum hvað miklar framfarir hafa orðið í kvennaknattspyrnu, tæknin og leiknin hjá þeim alveg með ólíkindum, enda munu þær án efa ná langt í lokakeppninni á næsta ári ef fram fer sem horfir. Þetta ætti að vera körlunum einhver hvatning vonandi. Á þeim bæ hefur meira borið á varkárni í leikjum hingað til, menn ekki viljað spila á fullu vegna ótta við að slasast í leikjum enda allir atvinnumenn þar á ferð, en kannski þetta sé eitthvað að breytast með nýjum þjálfara á þeim bænum!
Ísland á EM 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 16:19
Til hamingju Ísland!
Þá er KR. orðinn bikarmeistari, þetta ætti að gleðja hjörtu allra landsmanna nema þá kannski þeirra örfáu sem ekki eru KRingar inn við beinið. Svo ætti þetta líka að verða til þess að gengið styrkist eftir helgina, alveg viss um það!! Og lánshæfismat bankanna batnar (sérstaklega Landsbankans). Já, öll getum við litið með björtum augum á framtíðina, nú liggur leiðin bara upp á við. Til hamingju Ísland!!
KR bikarmeistari í ellefta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2008 | 20:39
Afspyrnuslakir Skotar sigra dauðþreytta Íslendinga!
Það vantaði alla hreyfingu í Íslenska liðið í leiknum, eins og menn væru ekki með á nótunum, stórum stundum í leiknum! Oft rúllaði 'boltinn' framhjá leikmönnum án þess að menn reyndu að ná honum...
Skotar unnu nauman sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 14:26
GOLF!
Það var gaman að heyra að Íslendingurinn Birgir Leifur skyldi ná inn á Evrópsku golfmótaröðina í dag. Það er ekki oft sem maður heyrir um góðan árangur íslendinga í íþróttum á erlendri grundu. Þetta þýðir nátturulega að við fáum meira að heyra af golfi næsta árið, ekki það að ég sé áhugamaður um golf eða eitthvað slíkt (nánast aldrei slegið högg með kylfu, þ.e. golfkylfu). En það er svolítið sérstakt með þetta ákv. afrek, það að maður gat séð að þarna væri atvinnumaður á ferð, það sást vel þegar tekið var viðtal við hann í sjónvarpi, maður gat séð að þar á ferð væri mjög yfirvegaður einstaklingur sem léti ekkert trufla sig í að ná markmiði sínu. Það er ekki oft sem maður sér slíkar persónur í íþróttum frá þessu landi okkar. Þessi einstaklingur hélt haus við að ná sínum árangri, sem er ekki sést nóg af hér á landi í íþróttum almennt. Allt of oft höfum átt einstaklinga í íþróttum (einstaklings sem og hópíþróttum) sem hafa gugnað á lokasprettinum og "sprungið" með einum eða öðrum hætti. Meiðsl, þrek, vanmat, ofmat o.s.frv. hafa verið okkar "mottó" í gegnum tíðina, þekkjum það með t.d. frjálsar íþróttir, landsliðið í fótbolta, sundið, skíðin og fl. En þetta hlýtur að verða til þess að lyfta okkur aftur eitthvað upp og ætti að stytta i skammdegisþunglyndinu hjá sumum. Með von um betri tíð í íþróttum, þá óska ég þessum golfara til hamingju með að halda uppi heiðri þjóðarinnar í íþróttinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 21:19
Háðuleg útreið í fótboltanum!
Jæja, þá er landsliðið í knattspyrnu búið að ná botninum. Það þurfti engum að koma á óvart þau úrslit sem urðu í kvöld í fótboltanum gegn liði liechtensten. Liðið er skipað leikmönnum sem koma frá erlendum liðum og þar sem liðið er löngu búið að tapa öllum möguleikum á að komast lengra, þá taka leikmenn "að sjálfsögðu" enga áhættu á því að "slasa sig" í leik sem þessum og hætta á að missa sæti sín í sínum félagsliðum. Þjálfarinn hefði frekar átt að undirbúa leikmenn fyrir þennan leik með því að fara í "keilu" eða skella sér með liðið í göngutúr í einhverjum skrúðgarðinum þarna úti, heldur enn að halda æfingu á vellinum fyrir leik eins og venja er oft hjá landsliðum almennt. En burtséð frá öllum vangaveltum í þessum efnum, þá þarf að huga að framtíðinni. Tími Eyjólfs þjálfara er liðinn þ.e. eftir leik gegn Dönum sem ekki nokkur maður mun þora að fylgjast með héðan af "skerinu" okkar! Framtíðin felst í kröftugum þjálfara (herforingja) svona eins og t.d. Guðjón Þórðarsson eða annan álíka "caracter". Annað dugir einfaldlega ekki. Annars munum við áfram "skrapa" botninn á heimslistanum þ.e. þessum fræga FIFA lista og áhorfendum mun fækka á þessum stækkandi heimavelli okkar í Laugardalnum! Atvinnumönnum okkar í knattspyrnu þarf að gera það skýrt ljóst að þeir eru ekki í landsliðinu eingöngu til staðfestingar á því að þeir séu orðnir "frægir" í boltanum, og geti þar með boðist til að spila með því, svona til tilbreytingar milli þess sem þeir berjast fyrir sætum sínum í boltanum erlendis.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 742
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar