Færsluflokkur: Enski boltinn
9.12.2009 | 00:55
Man UTD. á beinu brautinni.
Manchester United er sterkt og breiddin mikil, liðið fer án efa í úrslitaleikinn þegar þar að kemur. Ég missti þó af því að sjá þennan leik en gaman að sjá að Owen kemur sterkur inn í þennan leik, en hógvær samt yfir frammistöðunni.
Owen: Liðið í heild var frábært | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 11:32
Býr ekki yfir fagmannlegri kurteisi!
Arsene Wenger tók ekki í hönd Mark Hughes þjálfara City eftir einn af hinum tilgangslausu leikjum gærkvöldsins, eins og Wenger vill kalla Deildarbikarinn á Englandi. Þetta eru athyglisverð ummæli hjá þessum virta Hollenska Þjálfara. Hann gefur lítið fyrir svona "sýndarleiki" eins og hann virðist telja þessa leiki vera! Skyldi hin raunverulega skýring kannski vera sú að hann hafi einfaldlega ekki mikið úrval af leikmönnum til að spila úr? Og hvers vegna lét hann þá ekki aðstoðarþjálfarann bara mæta og hélt sig sjálfur heima?
Hughes: Wenger kann ekki mannasiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2009 | 22:11
VIVA Barcelona!
Allt á réttri leið hjá þessu frábæra liði, gott að geta haldið jólin með gleði í hjarta!
Börsungar í efsta sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2009 | 23:53
Góður sigur United
Rooney var fanta góður í þessum leik! Réttlátur sigur hjá United og nokkuð öruggur, þótt Portsmouth hafi sýnt góðan leik á köflum. Greinilegt að Hermann Hreiðarsson er í góðum gír og ljóst að Portsmouth á eftir að koma sér upp af botninum þegar á líður!!
Þrenna Rooney í öruggum sigri United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 13:41
Auðvitað á maðurinn skilið að fara í leikbann á HM.
En auðvitað tekur alþjóðaknattspyrnusambandið það ekki í mál, enda Frakkar með góð ítök þar!
Henry: Ég notaði höndina viljandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 00:00
Mesti skandall sem sést hefur í fótbolta!
Og þetta slær alveg út atvikinu með Maradonna á sínum tíma! Maður verður hreinlega að hafa samúð með Írum, ótrúleg dómaramistök, og sýnir að það verður að gera breytingar á dómaragæslunni og nota myndavélar til að skera úr um svona uppákomur. Verst var þó að sjá hvernig Henry brást við, en hann virtist ekkert vita af neinu!!
Frakkar komust á HM með ólöglegu marki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 22:38
Glæsilegt ár hjá Barcelona.
Já, það var ljóst eftir að Eto skoraði hvernig leikar myndu enda, Man Utd. var ekki svipur hjá sjón eftir að hafa fengið mark á sig svo snemma leiks. Þeir virtust ætla að keyra Börsunga niður í byrjun en svo kom skellur sem þeir náðu sér ekki upp úr og ljóst var hvert stefndi, í seinni hálfleik voru Börsungar yfirburðalið á vellinum og unnu verðskuldaðan sigur. Ekki slæmt, ef þessi lið skiptust bara á að sigra Meistaradeildina næstu árin! Maður segir bara VIVA BARQA og COME ON UNITED!
Yngstur þjálfara til að vinna Meistaradeildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2009 | 23:00
VIVA BARCELONA!!
Já, gleðitíðindin streyma inn hjá manni í dag! Man. United orðinn enskur meistari og Barcelona Spænskur meistari, og svo 2. sætið í Eurovision, ekki slæmur dagur hjá mér!! Maður átti nú þó ekki von á að Real myndi klúðra leiknum í dag, en svona er boltinn og því verður Barcelona meistari þrátt fyrir að vera ekki að spila í dag. Nú segir maður bara SKÁL, og tvöfalda SKÁL...
Eiður Smári spænskur meistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 00:30
Hrein snilld!
Hreint alveg frábært að tvö af mínum uppáhaldsliðum skuli leika til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Þetta verður afar þægilegt fyrir mann að horfa á þann leik, maður getur bara slakað á því hvernig sem fer, þá verður maður í sigurliðinu. Annars má nú segja að maður hefur verið lengur aðdáandi Man. United eða frá barnsaldri en þetta er hið besta mál. Hreint alveg frábært að sjá í kvöld hvernig Börsungar kláruðu dæmið í blálokin, það þurfti bara eitt skot og eitt mark og leikurinn búinn!!!
United og Barcelona mætast öðru sinni í úrslitaleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2009 | 20:26
Spænskur titill til Barcelona í augsýn.
Ljóst er að fátt mun stöðva barcelona þetta árið. Það var ljóst frá byrjun hverjir voru betri aðilinn í leiknum, maður sá strax þegar liðið kom inn á völlinn í hvað stefndi, þótt Madrid virtist ætla að láta til sín taka, þá sá maður strax í hve miklu stuði Börsungar voru, nú bíður maður bara eftir að geta fagnað með Börsungum.
Barcelona gjörsigraði Real Madríd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 742
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar