Færsluflokkur: Enski boltinn
28.4.2009 | 21:00
Barcelona með góð tök á Chelsea.
Þrátt fyrir að ekki hafi verið skorað í leiknum, þá er ljóst að Barcelona hafði mikla yfirburði í þessum leik. Nú verða þeir að sýna hvað í þeim býr þegar til Englands kemur og að sjálfsögðu verða menn að skora þar, því mark á útivelli gildir jú tvöfalt eins og menn vita. Við segjum þvi bara "viva barqa!
Barcelona og Chelsea skildu jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2009 | 14:07
Að sjálfsögðu.
Ekki spurning, hann á skilið að fá medalíu drengurinn. Hann er að skora mörkin á ögurstundum í leikjum liðsins og ekki spurning að Manchester United á titilinn vísan í vor með fulltingi þessarar nýju stjörnu í liðinu.
Fengi Macheda enga medalíu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 18:27
Guðjón á beinu brautinni!
Ekki að spyrja að þessum kraftmikla þjálfara, hann sýnir enn einu sinni leikni sína í þjálfunarmálum og heldur áfram að gera kraftaverk í "útrásinni" á Englandi.
Góður sigur hjá Guðjóni og lærisveinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 17:05
Öruggur útisigur.
Gott að vita að eitthvað jákvætt er að gerast hjá okkur, útisigur í fótboltanum er alltaf kærkominn, sérstaklega við það ástand sem við búum við í dag þ.e. neikvæðar fréttir á flestum sviðum þjóðlífsins. Vonandi að Landsliðið haldi sig á réttri braut áfram því nú veitir ekki af að sýna umheiminum að við getum a.m.k. staðið í lappirnar á sviði fótboltans.
Öruggur sigur Íslands á Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2008 | 01:32
Guðjón kominn af stað aftur.
Það eru spennandi tímar hjá Guðjóni framundan með þetta Crewe lið, maður mun fylgjast með gangi mála hjá honum, eins og svo oft áður. Hann kann að koma á óvart í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur á fótboltavellinum. Hann er án efa mjög umdeildur í sínu fagi, en hefur sýnt það að hann getur lyft grettistaki þegar þannig liggur á honum. Gamla liðið hans Stoke er nú í efstu deild, og þangað hefði það örugglega ekki náð án hans á sínum tíma. Alltaf gaman að sjá þegar menn taka að sér erfið verkefni og stundum nánast vonlaus, og sjá svo þessi verkefni komast í réttan farveg, við bíðum og sjáum hvað verður!
Guðjón Þórðarson: Hlakka til að takast á við þessa áskorun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 00:08
BARCELONA SIGUR!
Já, loks góðar fréttir í miðri kreppunni, Barcelona vann kærkominn sigur á REAL MADRID! Þetta eru náttúrulega góðar fréttir fyrir mig og aðra stuðningsmenn "BARCA". Greinilegt að liðið er á góðri siglingu í Spænsku deildinni og sigurinn styrkir þeirra stöðu á toppnum. Íslenski "gulldrengurinn" var í byrjunarliðinu og kom nokkuð vel frá leiknum, Þjálfarinn virtist allavega vera sáttur með hann eins og sjá mátti í beinni útsendingu frá leiknum. Mörkin komu þó þegar langt var liðið á leikinn, og hreint frábært að sjá hvað MESSI virðist alltaf skila sínu vel í öllum leikjum, hann vex alltaf meir og meir í áliti hjá manni, svo sendir maður náttúrulega öllum MADRIDINGUM samúðarkveðjur, annað er nú ekki hægt!!
Barcelona vann risaslaginn, 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar