Færsluflokkur: Sjónvarp

Velkomin í hóp hins þögla meirihluta sem óánægðir eru með fréttast. RÚV.

Seint er betra en aldrei! Ólína er loks að átta sig á hvernig fréttafl. RÚV. er til hagað. Hlutleysi er eitthvað sem er fáheyrt frá fréttast. RÚV. Í mörgum málum hefur fréttast. RÚV flutt fréttir með áherslum á aðra hlið mála, en ekki virt viðlits oft á tíðum að leita skoðanna hjá fólki hvað varðar HINA hlið þeirra sömu mála. Má þar nefna t.a.m. ICESAVE málið, Evrópusambandsumræðan, stjórnlagaþingsumræðan, stóriðju umræðan, og svo mætti nefna eitt klassíkt hjá þeim á RÚV, og það eru pólitískar umfjallanir af erlendum vettfangi í kringum kosningar í hinum og þessum löndunum, þar sem oft á tíðum hefur verið haldið á lofti lofsyrðum um fólk á vinstri væng stjórnmála í viðkomandi löndum en lítill gaumur gefinn á því að fara ofan í stefnur og skoðanir manna á hægri væng stjórnmála. En kannski er þetta bara "normal" fyrir okkur hér uppi á skerinu að vera með stofnun eins og RÚV sem getur matað ofan í okkur fréttirnar og staðið fyrir "forræðishyggju" sem við öll erum svo hrifin af, nema kannski ÉG!
mbl.is Gagnrýnir fréttaflutning RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The lost boys: frábær mynd á sínum tíma!

   Athyglisverð mynd þar sem þessi leikari fór á kostum! Mæli með þessari mynd og vona að Sjónvarpstöðvar endursýni þessa mynd fljótlega.  Tónlistin í myndinni var sérstaklega eftirminnileg.  En svona er lífið og sumir höndla einfaldlega ekki frægðina rétt.
mbl.is Corey Haim látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man.Utd. komið á beinu brautina!

   Auðveldur sigur hjá Utd. í dag.  Erfitt verður að koma þeim úr jafnvægi héðan í frá!  Eins og Ferguson sagði þá kemur þetta með seiglunni.
mbl.is Ferguson: Mikilvægt að sýna þolinmæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland

   ísland í undanúslit, en tæpt var það!  Frábær leikur og spennandi að sjá hverjir verða mótherjar okkar, ekki ólíklegt að við þurfum að glíma við Frakka enn eina ferðina...


mbl.is Ísland í undanúrslit á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnt í leik Íslendinga og "Dómaranna".

   Segja má að Dómararnir hafi átt stóran þátt í jafntefli Íslands og Króata.  Þeir "stálu" sigrinum af Íslendingum í leiknum!  Hver brottvísunin í seinni hálfleik á eftir annari og vítakastsdómar þeirra með ólíkindum sem þeir gáfu Króötum óverðskuldað oft á tíðum.  Frábær árangur samt enn og aftur hjá "strákunum okkar", og allt ennþá á réttri leið.  Áfram Ísland!!
mbl.is Verkfall vegna handboltans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom frábærlega á óvart hve stór sigurinn var!

   Frábær leikur í kvöld og sýnir hvað landsliðið stendur vel á heimsvísu.  Eins og ég hef áður sagt er nú nauðsynlegt  fyrir alla að sýna sínar bestu hliðar í öllum keppnisgreinum eins og hægt er.  Okkur veitir ekki af góðum fréttum á þessum síðustu og varhugaverðustu tímum sem við lifum á!  Og segi ég ekki meir um það, nema þá að þetta verður hvatning fyrir liðið að reyna að komast alla leið.  Annars hefur mér fundist að öllum öðrum ólöstuðum Landsliðsmaðurinn Róbert bestur í þeim leikjum sem leiknir hafa verið, ótrúlegur baráttuvilji hjá þessum leikmanni, annars allt liðið í heild frábært líka!!


mbl.is Guðmundur: Danirnir hlupu á vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Býr ekki yfir fagmannlegri kurteisi!

   Arsene Wenger tók ekki í hönd Mark Hughes þjálfara City eftir einn af hinum tilgangslausu leikjum gærkvöldsins, eins og Wenger vill kalla Deildarbikarinn á Englandi.  Þetta eru athyglisverð ummæli hjá þessum virta Hollenska Þjálfara.  Hann gefur lítið fyrir svona "sýndarleiki" eins og hann virðist telja þessa leiki vera!  Skyldi hin raunverulega skýring kannski vera sú að hann hafi einfaldlega ekki mikið úrval af leikmönnum til að spila úr? Og hvers vegna lét hann þá ekki aðstoðarþjálfarann bara mæta og hélt sig sjálfur heima? 
mbl.is Hughes: Wenger kann ekki mannasiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju skjár einn!

   Alveg hreint frábært að heyra hvað þessari stöð er vel tekið, ekki spurning að fólk er að velja milli þess að fá gott sjónvarp á hófsömu verði í stað rándýrs sjónvarpsefnis annarstaðar.   En hafa verður þó í huga að almenningur verður þó auk þess að borga "nefskrattann" til Ríkisins áfram til að halda uppi veislumötuneyti Ríkisútvarpins ásamt ýmsum öðru þar, sem er ákv. "baggi" í þessu kerfi okkar hér á landi.
mbl.is 18 þúsund áskrifendur hjá Skjá Einum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIVA Barcelona!

   Allt á réttri leið hjá þessu frábæra liði, gott að geta haldið jólin með gleði í hjarta!
mbl.is Börsungar í efsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband