Færsluflokkur: Sjónvarp

Góður sigur United

   Rooney var fanta góður í þessum leik!  Réttlátur sigur hjá United og nokkuð öruggur, þótt Portsmouth hafi sýnt góðan leik á köflum.  Greinilegt að Hermann Hreiðarsson er í góðum gír og ljóst að Portsmouth á eftir að koma sér upp af botninum þegar á líður!!
mbl.is Þrenna Rooney í öruggum sigri United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nova heiðrar konung poppsins.

   Það er gaman að sjá hvað menn brugðust hratt við hjá sjónvarpstöðinni NOVA með að heiðra Michael Jackson með fjölmörgum af myndböndum hans í sjónvarpinu í kvöld.  Margar sjónvarpsstöðvar um allan heim hafa verið uppfullar með uppryfjun frá ævi þessa mikla poppara síðustu áratuga.  Ríkissjónvarpið reyndi að heiðra þennan poppara með smá upprifjun í umfjöllun í Kastljósi í kvöld, en eins og Ríkissjónvarpinu er von og vísa í þeim efnum þá klúðraðist sú upprifjun með eftirminnilegum hætti þannig að pistill sá fór veg allrar veraldar og missti marks þar sem inn í pistilinn um goðið skutust inn myndbrot úr auglýsingum við og við.  Það verður að segjast að þessi pistill og afkynningin á eftir voru heldur stutt og snubbótt ef þannig má að orði komast!  Ekki var reynt að bæta fyrir þetta með nokkrum hætti nema með smá afsökun á eftir,  betur hefði verið að þulur kynnti að pistillinn yrði endurtekinn síðar til að mynda!  Jackson var merkilegur "karakter" og hafði mikil áhrif fólk af minni kynslóð hér áður fyrr, og  sannarlega umdeildur karakter í seinni tíð þó. Ekki býst maður þó við að Ríkisútvarpið eigi mikið eftir að rifja upp hans ævi sérstaklega, enda eru hlustendur þeirrar stöðva flestir komnir yfir fimmtugt eða sextugt  þ.e. rás 1 og rás 2.  Jackson var hvað vinsælastur á áttunda áratugnum og því má búast við lítilli umfjöllun frá "hippunum" á Ríkisútvarpinu nema einhver stórbreyting verði á? Greinilegt er þó að Jackson er genginn í endurnýjun "lífdaga" ef marka má viðtökur á vinsældarsölulistum úti í heimi!  Og kannski megum við búast við einhverju meiru frá þessum eðal poppara á næstunni, því eitthvað virðist vera til að óútkomnu efni frá honum!!  Maður getur þó haldið í vonina.

 


Glæsilegt ár hjá Barcelona.

   Já,  það var ljóst eftir að Eto skoraði hvernig leikar myndu enda, Man Utd. var ekki svipur hjá sjón eftir að hafa fengið mark á sig svo snemma leiks.   Þeir virtust ætla að keyra Börsunga niður í byrjun en svo kom skellur sem þeir náðu sér ekki upp úr og ljóst var hvert stefndi, í seinni hálfleik voru Börsungar yfirburðalið á vellinum og unnu verðskuldaðan sigur.  Ekki slæmt, ef þessi lið skiptust bara á að sigra Meistaradeildina næstu árin!  Maður segir bara VIVA BARQA og COME ON UNITED!
mbl.is Yngstur þjálfara til að vinna Meistaradeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna bjargar helginni!

   Ljóst er að búið er að bjarga helginni fyrir landann!  Partí um allann bæ o.s.frv.  Þetta eigum við Jóhönnu og hennar liði að þakka, maður sér fyrir sér örtraðir í verslunum fyrir helgina og þeir í "Ríkinu" þurfa að gera ráðstafanir vegna aukinnar sölu þar sem annarstaðar.  Nú verður helgin tekin með "TRUKKI".
mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein snilld!

   Hreint alveg frábært að tvö af mínum uppáhaldsliðum skuli leika til úrslita í Meistaradeildinni í ár.  Þetta verður afar þægilegt fyrir mann að horfa á þann leik, maður getur bara slakað á því hvernig sem fer, þá verður maður í sigurliðinu.  Annars má nú segja að maður hefur verið lengur aðdáandi Man. United eða frá barnsaldri en þetta er hið besta mál.  Hreint alveg frábært að sjá í kvöld hvernig Börsungar kláruðu dæmið í blálokin, það þurfti bara eitt skot og eitt mark og leikurinn búinn!!!
mbl.is United og Barcelona mætast öðru sinni í úrslitaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV sleppir af sér beislinu!

  Það eru breyttir tímar í Íslensku þjóðfélagi.  Loksins er tími rótleysingja og stjórnleysingja runninn upp.  Aldrei áður hafa hópar einstaklinga sem ekki virðast eiga sér fulltrúa á þingi haft eins mikil völd og nú er orðin raunin.  Einstaklingar og hópar ungs fólks hafa fengið "frelsi"  til að hella úr skálum reiði sinnar og fengið óáreittir að beina þeirri reiði gegn lögreglu og löggjafastofnunum landsins.  Með dyggum stuðningi Ríkisfjölmiðla, sérstaklega Ríkisútvarpinu hafa ákveðnir hópar fengið fríar umfjallanir og lýst hefur verið beint reglulega af fundum þessara hópa.  Nú vitum við að máttur fjölmiðla er mikill, en svo virðist sem Ríkismiðlarnir hafi sérstaklega tekið upp málstað þessa fólks.  Ekki bólar mikið á umfjöllun um lausnir á vandanum, heldur er hamrað endalaust á því að allt sé komið í þrot í þjóðfélaginu, þar er eingöngu leitað að sökudólgum og nóg er um sérfræðinga hjá RÚV til að leita til í þeim efnum.  Ansi lítið er um uppbyggilega umræðu í þessum miðli landsmanna.  Lausnarorðið hjá þessum opinbera miðli er "kreppa".  Á þessum miðli landsmanna eru menn greinilega komnir í stríðsham gegn ríkjandi stjórn.  Allt hlutleysi er fokið út í veður og vind á þessum miðli!  Eiginlega á maður erfitt með að sjá muninn á RÚV og Útvarpi SÖGU, efnistökin eru allavega svipuð.

Spaugstofan.

  Endanlega hefur Spaugstofan misst trúverðugleika sinn.  Í þættinum er reynt að gera grín að Ríkisstjórninni  en allt sem þar kemur fram missir marks.  Ekkert samhengi í gríninu hjá höfundum þessa þátta.  Hraðsuðan er algjör, og þessi þáttur sem fyrr á árum átti að ná til fólks á öllum aldri er orðinn að einhverskonar "hatursþætti" þar sem á vissan hátt er lýst stuðningi við skemmdarverk og yfirgang í mótmælum lítils hóps fólks, s.b. þetta með "álsíldina".  Þar er lítið gert úr skemmdum og truflunum er urðu í þættinum Kryddsíld. Það er nú allt í lagi að gera grín að slíku, en það var þó alveg ljóst að þónokkrar skemmdir voru framdar þann dag við gerð þess þáttar! Þótt menn séu nú almennt ekkert hrifnir af þessum eigendum 365. miðla, þá er nú engin ástæða fyrir Spaugstofuna að taka afstöðu með "skemmdarverkum" eins og hún gerði "óbeint" í þættinum með því að "kasta" því fram að litlir og ómerkilegir hlutir hefðu eingöngu skemmst eins og kaplar og sérvéttur t.a.m.  Spaugstofan virðist meir og meir vera færast inn á það að vera lýsa skoðunum ákveðna manna er framleiða þessa "sketcha" svokallaða.  Áramótaskaupið  var t.a.m. alveg frábærlega vel heppnað.  Spaugstofan heldur í sínar vinsældir samkv. könnunum, kannski vegna þess að þeir eru á Laugardagskvöldum, þegar flestir horfa á!  Prófum að færa þáttinn yfir á Mánundagskvöld og skoðum hverjar vinsældirnar verða þá!

Rök sett fram fyrir fresti á afnámi augl. á RÚV.

Ein af ástæðum frestunar sé sú að keppinautar Baugsmiðla á smásölumarkaði þurfi að leggja fram áætlanir um auglýsingar til fyrirtækisins, af því að ekki sé í nein önnur hús að venda þegar kemur að auglýsingum í sjónvarpi.  Nokkuð er til í þessu, en reyndar ber þó á það að líta að Skjár einn er nú t.d. ekki hluti af Baugsmiðlum svo vitað sé!  En greinilega þarf að vanda til þessa máls samt sem áður eins og Björn segir.  Baugsmiðlar hafa það forskot að geta fylgst með hvað samkeppnisaðilar þeirra séu að setja fram hverju sinni í auglýsingum og brugðist þannig við með tilboðum á sínum "vörum" eða "þjónustu" á undan hinum aðilanum. Það er þvi kannski rétt að gefa menntamálanefnd Alþingis þennan frest fram til miðjan febrúar til að skoða málið betur, það er jú eins gott að hafa öll spilin uppi á borðinu við framsetningu nýrra reglna.  Hitt er þó vert að minna á að slæmt er almennt að þurfa að setja reglur sem þessar fyrir þennan markað.  Reglur eru oft þannig gerðar, að menn reyna oft að finna leiðir til að fara í kringum þær þegar fram líða stundir.  Við verðum þó að vona að "frjálsir" ljósvakamiðlar eins og Skjár Einn fái að njóta sín áfram en verði ekki kæfðir af hinum stóru Regnhlíðarsamtökum 365.miðlum. Almenningur á kröfu á að boðið sé upp á ókeypis og opinn fjölmiðil eins og t.d. Skjá Einn, ÍNN og vonandi fl. í framtíðinni.
mbl.is Björn: Baugsmiðlar og auglýsingamarkaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið svæft í nefnd!

Svo virðist sem menn ætli að svæfa málið og tefja í nefndum þingsins.  Talað um að gefa nefndinni frest fram eftir vetri.  Margir hagsmunahópar þurfa að tjá sig um málið, ekki er von á góðu í þeim efnum, slæmt ef ekki er hægt að taka af skarið í þessum efnum og laga samkeppnisstöðuna á þessum markaði sem fyrst.  RÚV fær ríflegar tekjur af nefskatti og ætti hann ásamt hefðbundnum framúrkeyrslum á fjárhag þess að vera nægt tilefni til að takmarka auglýsingar á þessum Ríkismiðli!
mbl.is Áfram auglýsingar á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sverrir, Jón, og Jónína á fm Sögu.

Það var æsilegur þáttur á Sögu fm í dag, þar sem Jón Gerald og Jónína Ben mættu í þáttinn hjá Sverri Stormsker.  Jónína og Jón mættu á réttum tíma en Sverrir stjórnandinn svaf yfir sig og mætti of seint eins og honum einum er lagið!  En þau nýttu tímann vel á meðan Sverrir barðist í gegnum umferðina.  Jónína og Jón rifjuðu upp fyrir hlustendum Baugsmálið og Ríkisvæðinguna í bönkunum, þar sem gömlum Baugsmönnum hefur verið komið fyrir í stjórnunarstöðum í skjóli bankastjóra (s.b. Landsbankanum).  Langt mál er að tala um það sem fram kom í þætti þessum, en erfitt var að slíta sig frá þessum skemtilegu persónum sem köstuðu samsæriskennningum á milli sín.  Hvet bara fólk til að hlusta á endurflutning á þessu viðtali á Sögu fm í kvöld eða á netinu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband