Færsluflokkur: Sjónvarp

HNÖKRALAUST!

Já, þetta var alveg frábært, varla séð nokkurn  tíma eins vel flutt lag  fyrir Íslands hönd í Eurovision.  Frábært hvernig Friðrik náði sérstaklega að nýta sér myndavélarnar vel og samæfingin frábær hjá þeim.  Gerist ekki betra á sviði.  Áfram Ísland!

 


mbl.is „Kom skemmtilega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt gert til að ná góðri frétt!!

Það kemur svo sem ekki á óvart með að fólk sogist inn í atburðarás sem þessa, allir æsast upp, enda málið komið í tóma hringavitleysu!  Fréttamenn, ljósmyndarar og fl. sjá þetta að sjálfsögðu sem veislu fyrir sig, jafnvel þótt hinn almenni borgari sé búinn fyrir löngu að sjá skilaboðin frá mótmælendum þ.e. "trukkabílstjórum" og þeir hinir sömu séu komnir með upp í háls af þessu öllu, meira að segja trukkastjórar sjálfir farnir að sverja af sér ólætin í stuðningsmönnum þeirra sjálfra!!

 

 


mbl.is Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótaheit forsetans!

Góðan daginn og gleðilegt ár!  Ræða Forseta Íslands var að venju heðfbundin og fátt sem kom á óvart, eins og það að hann myndi bjóða sig áfram til embættis næsta kjörtímabil, sem er líklega best úr því sem komið er, því það sparar okkur laun nýs forseta auk þess þurfa að greiða honum eftirlaun o.s.frv.  Þá talaði hann um að það þyrfti að hægja á eyðslunni og gæta hófs. Þetta eru orð í tíma töluð og hárrétt ábending sem við þurfum öll að huga að á næsta ári og gera að okkar áramótaheiti!.  Að sjálfsögðu geri ég ráð fyrir að forsetinn muni fara fram og sýna fordæmi í þessum efnum og lækka kostnað skattborgaranna á þessu embætti og er ég ekki í nokkrum vafa um annað en að hann muni standa sig vel í þeim efnum, enda kona hans sögð mjög séð í peningamálum og ætti því ekki að vera mikið mál fyrir Ólaf og frú að efna þessi áramótaheit.   
mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagshugvekjan!

Þá er enn einn Sunnudagurinn runnin af stað !  Og að sjálfsögðu lagði maður augu og  eyru við Sunnudagsmessu "SILFUR EGILS", enda má ekki missa af hinum sívinsæla boðskap sem þar er fram borinn á hverjum Sunnudegi yfir vetrartímann.  Í þættinum var m.a. rætt um umhverfismál, og benti Pétur Blöndal á þá hluti hvað varðar mengunina frá álverunum að betra væri nú að hafa álverin hér á landi en að láta t.d. Kínverjana framleiða ál með allri þeirri mengun sem því fylgdi þar í landi (þ.e. kol og olía).  Því þar væri rutt niður heilum fjöllunum til að framleiða þennan "mjöð" sem álið er.  Ef menn vilja hugsa hnattvætt hvað varðar að minnka mengun, þá er Ísland að sjálfsögðu besti staðurinn til framleiðslu þessara vara (hreinasta orkan).   Steingrímur J. var samur við sig eins og svo oft áður, á móti öllum virkjunarmálum en minnti þó á að auðvitað væri betra að nota hreina orku við vinnslu heldur en kol eða olíu (en ekki á Íslandi samt sem áður).  Hann vill bara sjá framl. orku þannig að hún nægi okkur Íslendingum og "BÚIÐ".  Sem sagt við leggjum ekkert til umheimsins nema það að halda orkunni bara fyrir okkur, og sýna umheiminum að við getum verið sjálfum okkur nóg.  Hann er stuðningsmaður "VINDMILLA" og annarra lífrænna orkugjafa.  Gaman væri nú reyndar að sjá Vindmillur á hverju landshorni hér, líklega setti hann sig ekkert upp á móti því, enda mjög umhverfisvænar, útlitsvænar osfrv.  Talað var um útrásina og þar minnti Steingrímur J. á að hagkerfið væri að sprínga af allri útrásinni og þennslunni ásamt öllum stóriðjuframkvæmdunum.  Hann veltir þó ekki fyrir sér hvernig ástandið væri ef ekkert af þessu hefði komist í framkvæmd, eins og örugglega hefði verið ósk hans.  Það er rétt að þennslan hefur verið mikil, en þá á þjóðin líklega að geta þolað einhvern afturkipp þegar að STOPPINU kemur í hagkerfinu, við eigum þó eitthvað inni sem við annars ættum ekki, ef ekkert hefði verið að gert hér í útrásinni og uppbyggingunni síðustu misserin! Pétur B. benti á að miklu minna þyrftu menn að hafa áhyggjur af útrásinni núna, heldur en  fyrir nokkrum árum síðan, því nú væru útrásarfyrirtækin búin að DREIFA áhættunni vítt og breitt um veröldina!  ÁHÆTTAN er því ekki eins mikil fyrir okkur eins og áður fyrr.  Að lokum þetta um hina "pólitísku léttlyndu valdaskessuna " eins og Guðni Ágústsson komst að orði, þá sagði hún að fullt traust væri innan ríkisstjórnarinnar í öllum málum.  Hún hefði engar áhyggjur að hlaupast undan merkjum í samstarfinu, svona rétt til að ná betur saman í samstarfinu við borgarstjórnarmeirihlutann.  Þá talaði hún um jafnréttislögin sem Jóhanna  Sig. fer fram með á þingi.  Hún telur að þetta mál nái framgangi á þingi, þó víst sé að þetta regluverk sem í vinnslu er sé margt skrítið á margan hátt, til að mynda það, að hægt sé fyrir hið opinbera að blanda sér í launadeilur innan fyrirtækja stórra sem smárra, þannig að ef einhver einstaklingur telur brotið á sér þá geti hann snúið sér til ríkisins og beðið um hjálp, í staðinn fyrir að sá einstaklingur sem brotið sé á (að hans eigin mati) geti farið og sótt sitt mál fyrir dómstólum.  Það hlýtur að vera áhyggjuefni ef Samfylkingin hefur það á stefnu sinni að efla Lögregluríkið með þeim hætti að koma á einhverskonar (BIG BROTHER) eftirlitskerfi.  Hvað kæmi þá næst...

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband