Reglugerðarbáknið innleitt án mikillar andstöðu.

Atli hefur mikið til síns máls í þessum efnum. Samfylkingin hefur lekið í gegnum þingið fjölmörgum reglugerðarbreytingum án mikilla umræðna eða andstöðu frá öðrum flokkum því miður. Innleiðingin inn í ESB heldur áfram og hljótt fer um hana þessa dagana, og Vinstri Grænir taka glaðir þátt í þeirri innleiðingu.
mbl.is ESB-tilskipanir á færibandi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

ESB - umsóknin er í boði vg - Steingrímur sagði að sinn flokkur hefði fylgt vilja alþings en var það ekki hann sem myndaði þann meirihluta.
EN hafa skal í huga að þjóðaratkvæðagreiðalan er bara ráðgefandi en alþingi tekur endanlega ákvörðun

Óðinn Þórisson, 30.5.2011 kl. 07:38

2 identicon

Þessi mál eru nú einfaldlega ekki í valdi ríkisstjórnarinnar því að hún stjórnar ekki "færibandinu". Samkvæmt EES-samningum er Íslendingum skylt að taka ákveðnar reglur inn i sinn rétt. Ísland hefur engin áhrif á gerð þessara reglugerða, því að þær eru samdar af bandalagi sem Ísland á ekki aðild að. ESB-umsókn ein og sér breytir engu um samþykkt þessara reglna, þótt vissulega myndi aðild Ísland að ESB draga úr þeim augljósa lýðræðishalla sem felst í því að þurfa að taka upp reglur sem þjóðin hefur ekki átt neina aðkomu að. Þeir sem vilja stoppa "færibandið" ættu að berjast fyrir úrsögn úr EES í stað þess að rövla um ESB-umsókn.

Pétur (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 08:12

3 Smámynd: The Critic

Þetta hefur ekkert með ESB umsóknina að gera heldur ástæðu þess að við erum í EES. Ef við viljum hafa eitthvað um þessar tilskipanir að segja þá verðum við að ganga í ESB.
Einnig væri fróðlegt að vita hvort þið Ívar og Óðinn hefðuð kynnt ykkur hvaða tilskipanir þetta eru, lang flestar tilskipanir varða hagsmuni almennings og hafa komið verulega til góða.

The Critic, 30.5.2011 kl. 10:57

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þessi mál eru nú einfaldlega ekki í valdi ríkisstjórnarinnar því að hún stjórnar ekki "færibandinu". Samkvæmt EES-samningum er Íslendingum skylt að taka ákveðnar reglur inn i sinn rétt.

Ríkisstjórnin ræður því alveg hvað hún tekur af þessu færibandi á meðan við erum fyrir utan ESB, okkur er kannski skylt að taka þetta upp samkvæmt EES samningnum en það er ekki hægt að neyða okkur til þess, við getum neitað hverju sem við viljum sem kemur á þessu færibandi frá ESB, það gæti kostað okkur samninginn en það er mikill misskilningur að halda því fram að við höfum engann kost annan en að taka upp það sem kemur frá ESB í gegnum EES.

Ísland hefur engin áhrif á gerð þessara reglugerða,

Ísland hefur jafn mikil áhrif á gerð þessara reglna fyrir utan ESB eins og við hefðum innan ESB, sem er gott sem ekki neitt, miðað við vægi sem við hefðum innan ESB þá erum við með nákvæmlega sama vægi innan og utan ESB, þ.e. ESB væri tilbúið að taka inn eitthvað sem þeim líkar í gegnum almennar ábendingar og á það við hvort við erum innan ESB eða ekki.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.5.2011 kl. 11:04

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Einnig væri fróðlegt að vita hvort þið Ívar og Óðinn hefðuð kynnt ykkur hvaða tilskipanir þetta eru, lang flestar tilskipanir varða hagsmuni almennings og hafa komið verulega til góða.

Lykilorðið þarna er "Lang flestar", innan ESB þá þurfum við að taka því slæma með því góða, utan ESB þá getum við ráðið því hvað við viljum taka upp og hvað ekki.

Það þarf ekki að vera í EES eða innan ESB til að taka upp reglugerðir frá þeim, ef reglugerðin er góð og hentar Íslandi þá er ekkert mál að "taka hana upp" hér á landi.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.5.2011 kl. 11:06

6 identicon

Þetta er Morgunblaðið að reyna að ljúa að fólki. Þetta er 100% út af EES samningnum og hefur ekkert að gera með ESB umsóknina.

Egill A. (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 12:59

7 Smámynd: The Critic

Halldór: Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Við hefðum VÍST eitthvað að segja um þessar reglugerðir ef við værum í ESB. Það fá allir að tala jafnmikið óháð fólksfjölda og það fá allir að koma með athugasemdir og breytingatillögur óháð fólksfjölda. Einnig er eins og NEI sinnar átti sig ekki á hvernig atkvæðagreiðslunni þarna er háttað. Menn greiða með eða móti frumvörpum og breytingum. Ekkert eitt land getur fellt frumvörp eða samþykt, það þarf meirihluta!
Við verðum víst að taka upp þessar reglugerðir í gegnum EES samninginn, það er ekki hægt að neiða okkur til þess en ef við neitum þá er það samningsbrot.

Þessar reglugerðir hafa einungis komið landinu til góða og hagsbóta fyrir almenning.

The Critic, 30.5.2011 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband