Allri ábyrgð fleygt á næstu Ríkisstjórn.

   Frumvarp sem á að samþykkja fyrir kosningar og "tékkinn" fellur á næstu stjórn landsins.  Framkvæmdin í þessu máli er eins og í öllum öðrum málum þessarar stjórnar þ.e. hvert útgjaldafrumvarpið samþykkt af öðru en ábyrgðinni og öllum útgjöldum varpað á næsta kjörtímabil.  Allt óábyrgt og siðlaust.  Menn ekkert lært af hruninu og hægt og bítandi sogast efnahagslífið sömu leið og það Gríska, vandamálunum frestað þangað til annað hrun verður með einum eða öðrum hætti.  Erum einmitt að sjá þessa dagana "kreppuverðbólguna" aukast hægt og bítandi.
mbl.is LÌN-frumvarp mun kosta 2 milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv. meðf. frétt er LÍN greinilega ekki sjálfbært apparat í dag. Fékk 8 ma.kr á fjárlögum fyrir 2013. Af hverju á að taka þessa viðbótar 2 ma. í styrki? Á LÍN að taka þá að láni til viðbótar þessum 10 ma sem það þurfti að láni  í ár? En það þarf víst ekki að hafa áhyggur af þessu fyrr en 2016. Þetta reddast, eða hvað? Amk. fram að næstu kosningum...

http://www.ruv.is/frett/faerri-geta-endurgreitt-namslan

NN (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 01:26

2 identicon

Voðalega er fólk biturt yfir þessu. Sé varla annað nefnt en ágyggjur af því hver á að borga þetta. Sér fólk ekki kostaskógin fyrir peningatrjánum?

Í dag er óheyrilega mikið af fólki á atvinnuleysisbótum sem eru hærri en námslán og borgast ekki til baka.

Námslán eru eins lág eins og mögulegt er (Ívið lægri en atvinnuleysisbætur) sem að endingu skila á vinnumarkaðinn menntuðum og vonandi hæfum einstakling sem skapar svo hærri verðmæti en áður með hverri unnini vinnustund.

Með þessu frumvarpi mun vonandi vera meira freistandi fyrir ungt fólk á atvinnuleysisbótum að fara í skóla og skapa sér betri grundvöll til framtíðar en er til staðar í dag. Ég hugsa að þessir tveir milljarðar verði fljótari að borga sig til baka á hverju ári en ef þeir væru sendir í atvinnuleysisbótagreiðslur.

Námslán í dag eru alltof lág og kostirnir við að fara í nám, fyrir utan bjartari framtíð, alltof fáir. Námsmenn búa við sultarmörk og horfa öfundaraugum á atvinnuleysisbæturnar.

Mér þykir að námslán eigi ekki að greiðast til baka yfir höfuð frekar en atvinnuleysisbætur.

Kristinn Kristmundsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 09:22

3 identicon

Þú mátt læra að breyta vatni í vín. En láttu vera að breyta LÍN í StyrkVeitingar Íslenskra Námsmanna!

NoNo (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 09:37

4 identicon

Já, voru það ekki verkamennirnir á Eyrinni sem ollu hruninu og atvinnuleysinu? Ekki voru það hámenntaðir hvítflibbar! Flestir þeir sem eru á avinnuleysisbótum, hafa greitt skatta til kerfisins í 10-20 ár og þaðan af lengur og áunnið sér réttinn með beinhörðum greiðslum. Auk þess er meira að segja tekinn skattur af  bótunum líka, ef betlarar og brjóstmylkingar skyldu ekki vita það!

Gvendur á Eyrinni (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband