Eyðileggingin á "Breiðstræti" Vesturbæjar.

    Ekki að ástæðulausu sem mikill hiti var í íbúum Vesturbæjar vegna þessara breytinga sem gerðar voru á Hofsvallagötunni.  Illa hugsað og ígrunduð hugmynd frá upphafi og embættismönnum borgarinnar til lítils að hrósa fyrir.  Um Hofsvallagötu fara um 10.000. þúsund bílar á dag og beint liggur við að tálmar myndast reglulega í vetur vegna þessa, þó munu margir finna sér aðrar leiðir í gegnum hverfin til að forðast skipulagsslysið á Hofsvallagötu öðrum íbúum til mikilla ama þar sem við á!  Forvitnilegt var að heyra samgöngustjóra segja að Hjólreiðamenn væru að koma sterkt inn á þessari götu m.a. En ekki hefur maður sjálfur rekist mikið á það hingað til, því þeir halda sig á stéttum sér til meira öryggis.  Athyglisvert er hve Samgöngustj. gerir lítið úr áhyggjum af bílum sem beygja til vinstri á Hringbraut af Hofsvallagötu í Norður, en þeir munu örugglega tefja umferð Norður Hofsvallagötu.  Á síðustu tveimur áratugum hafa orðið um 100 óhöpp og þó aðeins 1. banaslys. Auðvitað er 1 of mikið en á þessum tíma hlýtur þetta teljast vel sloppið á þessari góðu breiðgötu okkar Vesturbæinga, því það er nefnilega svo að fólk hefur MJÖG góða yfirsýn yfir fólk og farartæki þegar ekið er um þessa Breiðgötu.  En þetta allt vilja menn eyðileggja til þess eins að skapa einhverskonar "umhverfislistaverk" fyrir minnihluta sem á að geta ferðast þar um í friði fyrir ógnandi ökutækjum.  Öll þessi breyting á gatnakerfi Vesturbæjar hvort sem um er að ræða Hofsvallagatan eða hinar mjög svo undarlegu ferhyndru vegatálmar (þar sem margir skjóta sér á milli á minni bílum) og breytingin á ljósunum við Þjóðminjasafnið sem skapað hefur ómældar tafir á morgnana og síðdegis virka daga ( eftir að gönguljósin voru færð nær hringtorginu við Suðurgötu ) sýnir að Borgin er ekki að sinna sýnum skyldum gagnvart útsvarsgreiðendum sínum almennt , heldur eyða þeir góðum tíma skattborgara sinna í "dekurverkefni" sem eingöngu skila litlu til Borgaranna nema þá auknum kostnaði, álagi, streitu, og dýrmætum tíma almennnings í að koma sér og sínum frá einum stað til þess næsta í Borginni.  Því miður verða hinir "listrænu" stjórnendur Borgarinnar að átta sig á þvi að fólk segir að lokum STOPP !!  Hingað og ekki lengra.  Hafið samráð og kynnið betur áður en framkvæmt er.  Fólk verður að vera starfi sínu vaxið við stjórn á þessum svokölluðu "Stofum" Borgarinnar.  En við erum þó farin að telja niður fyrir næstu Borgarstjórnarkosningar á næsta ári.  Kannski er það besta EKKI best !!!
mbl.is Hitafundur um Hofsvallagötuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að þeir ætluðu að einblína á Breiðholtið þessir listamenn, geta þeir ekki bara staðið við gefin loforð og hypjað sig þangað? Ég þekki fólk sem hefur flutt milli bæjarfélaga til að sleppa frá þessum fáránleika hér í 101/7, það nennir þessu ekki lengur...

Ingvar (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 20:21

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Borgarstjórnin öll fær falleinkunn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.8.2013 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband