14.11.2007 | 18:07
Um ljósleiðara og heimreið!
Það er lofsvert að sjá frétt um það þegar menn taka sig til og framkvæma hluti sem aðrir eiga að gera, en gera ekki fyrr en eftir "dúk og disk". Þannig var það með bóndann á Dæli í Fnjóskadal, hann beið ekki boðanna heldur rauk í hlutina og framkvæmdi sjálfur, þ.e. lagði ljósleiðara yfir Víkurskarðið, allt til að komast í háhraðasamband við umheiminn og losna við snjókomuna á sjónvarpskjánum, eins og hann orðaði það!. Hann borgar a.m.k tvær milljónir fyrir þetta eitt að geta notið nútímaþæginda. Þetta er nú kannski ekki mikill peningur, þegar það er haft í huga að flestir bændur eru með tugmilljónir króna dráttartæki og vinnuvélar á bæjum sínum og a.m.k einn til tvo jeppa til taks. En þetta mættu aðrir taka sér til fyrirmyndar, en ekki vera alltaf að treysta á að einstök fyrirtæki með stuðningi hins opinbera eða þá hið opinbera sjálft komi og bjargi hlutunum strax. Þetta sýnir þó það að fólk í hinum dreifðu byggðum landsins er nú ekki alveg bjargarlaust með öllu. Þetta sýnir líka að ef menn taka sig saman og ákv. að gera eitthvað líkt þessu eða þá eitthvað annað, þá er það hægt ef vilji er fyrir hendi!. Einkaframtakið er alltaf snöggara til athafna en hið opinbera. Það sama verður ekki sagt um framtak hins fyrrverandi pólitíkusar og núverandi athafnamanns og auðjöfurs, sem vildi slitlag á heimreið sína austur í sveitum!. Hann taldi það sjálfsagt að sækja um að sveitarfélagið leggði slitlag nokkur hundruð metra fyrir sig að bæ sínum þar í sveit. Þar sem sveitarfélagið var hvort sem er að vinna í þessum málum í næsta nágrenni. En það er eins og með marga framsóknarmennina, að þeir reyna alltaf til hins ýtrasta að kreista sem mest úr opinberum sjóðum, allt sem hönd á festir, jafnvel löngu eftir að þeir eru búnir að yfirgefa hinn pólitíska vettvang og eru með fullar hendur fjár. Það er hafsjór á milli þess framtaks sem bóndinn sýnir með framferði sínu og hins fyrrverandi pólitíkusar.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.