Aðeins um litlu stúdentamótmælin!

Athyglisvert að sjá þessar ólæti í Ráðhúsinu.  Margt fólk var þar á pöllum að sjá og athyglisvert að sjá þá óvirðingu sem borgarbúum var sýnd þar með öskrum og látum.  Þessi skipulögðu mótmæli áttu að hafa þau áhrif að lítillæka þann meirihluta sem er að taka við!  Að öllum líkindum mun nú þetta líklega hafa þveröfug áhrif þegar til lengri tíma er litið.  En aðeins um þau ummæli sem sumir borgarfulltrúar  og (vara) höfðu um ástandið þarna í dag.  T.d. sagði Margrét Sverris, að á pallana væri mætt fólk á öllum aldri til að mótmæla!!?!!  En ekki sást betur en að þeir sem mótmæltu væri eingöngu "unga fólkið" ásamt einstökum fullorðnum eins og t.d. Hallgrími Helga. rithöfundi og borgarfulltrúamaka. sem sagði sjálfur í viðtali við fjölmiðla að þetta væri "skemmtileg" uppákoma!  Nú er sp. hvernig fólk vill haga lýðræðinu í þessu landi.  Sumir vilja nota þær aðferðir sem notaðar voru fyrir áratugum síðan, þegar þeir aðilar verða sárir og súrir!  Svo virðist sem einhver Lísa sem kom fram í fjölmiðlum í dag hafi staðið fyrir því að draga fólk til mótmæla í Ráðhúsinu.  Spurnig hvort hún Lísa hafi ekki frekar átt að halda með liðið í Undraland frekar en í Ráðhúsið, því þetta lið virðist orðið svo ráðvillt á ástandinu í borginni í dag og vantar leiðsögn í gegnum lífið á næstunni!!!
mbl.is Ólafur kjörinn borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hver sýnir hverjum óvirðingu.  Skrílslætin náðu úr fundarsal upp á palla.

kristján (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég er hlyntur þessum mótmælum og skrifaði ég t.d. undir listan hennar Lísu. Hinsvegar má alltaf deila um öskrin og læti mótmælenda.

Hugsanleg rök fyrir því hvers vegna unga fólkið sé þarna í meirihluta (sjálfur þekki ég nú nokkra sem voru þarna), gæti skýrst þannig að meirihluti af fullorðnum séu einmitt núna í vinnu. Unga fólkið er í skóla og það er ekki leyndarmál að þau skrópi fyrir rétt málefni ;)

Eins og einn viðmælandi RÚV sagði að nú í fyrsta sinn sér hann lýðræði í íslenskri pólitík. Því er ég mjög sammála. Það er búið að leyfa sér mjög mikið að undanförnu í pólitíkinni og þetta er bara eitthvað sem fyllti mælinn. Þinn tími mun koma Dagur, þinn tími mun koma ;)

Sjálfur var ég nú ekki sáttur með Dag í upphafi, en ég var orðinn pirraður á ruglinu í Villa.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 24.1.2008 kl. 14:38

3 identicon

Unga fólkið grípur hvaða afsökun sem er til að skrópa í tíma, það hefur ekki hugmynd um hvað það var að gera þarna.

Gunni Berg (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:44

4 identicon

Mér finnst að hið besta mál að fólk láti óánægju sína í ljós, og ekki verra ef fýkur í fólk. Þeir sem fussa og sveia yfir 'unga fólkinu' og 'rótæklingunum' sem hafa hvort eð er ekkert betra að gera ættu að doka við augnablik og íhuga það að opinber mótmæli eru afar mikilvægur þáttur í heilbrigðu lýðræði.

 Það er nú bara þannig að stundum er eðlilegt að vera reiður.

Hins vegar er það einnig besta mál að henda liðinu út þegar kliðurinn er farinn að trufla fundarhald - og þá með skýri vísun í gildandi reglur, eins og gert var í dag.

Gissur Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 858

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband