30.1.2008 | 11:38
Aðeins um fyrirvarana í samningum!
Verkalýðshreyfingin stendur nú í kjaraviðræðum og hægt gengur. Það er nú orðin skoðun margra í dag að hún sé orðin veik og máttlaus í baráttumálum sínum. En ef hún ætlar á annað borð að semja, (sem er sp. hvort vit sé í að gera yfir höfuð þessa dagana eins og málum er háttað í þjóðfélaginu í dag), þá getur varla verið nokkurt vit í að semja til langs tíma, vegna þess ástands sem uppi er hjá hinu opinbera. Þá á ég við að ekkert er á að treysta á þeim bænum hvað varðar kjarasamninga í haust sem þá hefjast hjá þeim, því það er ljóst að opinberi geirinn ætlar sér að bjarga málum, með ríflegum kjarabótum í haust þegar almennir kjarasamningar eru frágengnir. Besti kosturinn á almenna markaðnum er að semja til styttri tíma, meðan ástandið er ótryggt hjá hinu opinbera!. Hið opinbera ber líka mikla ábyrgð, og ekki nóg að hinn almenni markaður sé varkár, ef hið opinbera opnar svo allar flóðgáttir strax á eftir. En ég vona þó að verkalýðshreyfingin sé þó enn með lífsmarki og fylgist með þessum málum fyrir umbjóðendur sína og hafi nóg af fyrirvörum í samningum sínum gagnvart ríki og sveitarfélögum.
Átelja ríkisstjórnina vegna kjaraviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að átelja ríkisstjórnina fyrir að fallast ekki á tillögur Así er að sjá ekki mál í víðu samhengi.
Af hverju ætti ríkisstjórn Íslands að fallast á tillögur Así sem er aðeins ein af heildarstamtökum launamanna. Samningar sem þessir skipta alla máli og undarlegt ef ekki væri haft samráð við BSRB, BHMR, Kennarasamböndin og starfsmannasamtök sveitarfélaga. Ef gera á samninga og grípa til ráðastafana eins og ASÍ lagði til þarf um það víðtækt samráð og samvinnu. ASÍ semur ekki fyrir alla.
Jón Ingi Cæsarsson, 30.1.2008 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.