17.8.2008 | 02:01
Hver var kostnaður R-listans við þessa tilraun?
Þetta var bara eitt dæmi um tilraunaverkefni R-listans á þessum tíma! Ekki kemur fram í fréttinni hver kostnaður borgarbúa var af þessu verkefni! Og ekki lærðum við mikið af þessari tilraun! Það á ekki að vera í verkahring borgarinnar að sinna verkefnum sem þessum og það fyrir svo fáa sem nýta sér þjónustu sem þessa eins og við þekkjum öll hvað varðar strætó. Þetta varð hvorki "smart" né "snjallt" hjá vinstrimönnum í borginni frekar en annað sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina! Einungis baggi á borgarbúum. Vonum að vitleysu sem þessari sé nú lokið!
Smartkortakerfið klúðraðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 698
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blaðamaður er hógvær í skrifum sínum um greiðslukerfið. Við höfum heyrt að það sé nærri 500 milljónum sem fóru í þetta kerfi. Og afhverju? Eins og gengur hjá strætó er oftar en ekki verið að "spara". Í staðin fyrir að kaupa kerfi erlendis frá sem var tilbúið til notkunar var keypt "ódýrara" kerfi sem þurfti að spinna endalaust í kringum með endalausum kostnaði. Það varð allt vitlaust út af 500 milljóna kostnaði við Grímseyjarferju sem er þó til í dag. Greiðslukerfi strætó er ekki til lengur! Út úr því hefur reyndar verið búið til dýrasta skiptimiðakerfi í heimi!
Afhverju fer ekki fram opinber rannsókn á þessu máli?
Mbl.is: "Anna Skúladóttur, fyrrum fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir hugmyndina að baki verkefninu standa fyrir sínu þótt því hafi ekki lyktað eins og vonir stóðu til". Það er eitthvað að þegar hægt er að réttlæta 500 milljón króna fjáraustur í eitthvað sem er svo ekki til þegar yfir lýkur. Það er þó hægt að segja um Tetra talstöðvakerfið (þrátt fyrir sína galla) sem hefur kostað hundruðir milljóna króna, að það er þó til í dag.
busblog.is, 17.8.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.