Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Held að það sé rétt hjá Jóni, það verður engin stjórnarkreppa, hefur sjaldan orðið hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eins ómissandi og Geir H. Haarde heldur að því virðist. Því þá myndi hann vera búinn að boða til kosninga.

Mér hefur alltaf fundist sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn líti á kosningar sem óþægilegt formsatriði...of öruggir með sig.

Skaz, 28.10.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

er ekki stjórnarkreppa nú þegar?

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:44

3 identicon

Enn og aftur segi ég; þetta er búið. Ísland verður fátækt land næstu kynslóðina eða tvær og úr þessu getur ekkert breytt því. Það er búið að klúðra öllu sem er hægt að klúðra og versti möguleikinn er orðinn raunveruleikinn.

Ég spái miklum landflótta, því það verður ekki hægt að búa hérna án þess að fara á hausinn innan minna en örfárra mánaða.

Jafnvel þó það yrði stjórnarkreppa (sem ég sé ómögulega hvers vegna ætti að verða), myndi það ekki breyta neinu til hins verra. Kosningar eiga að koma strax, ekki vegna þess að það sé skynsamlegur kostur í stöðunni, heldur vegna þess að það er réttur þjóðarinnar að bola núverandi valdhöfum frá.

Það er auðvitað bannað að segja það upphátt eins og flest annað hérlendis sem yfirvöldum gæti þótt "ganga of langt", en ef við fáum ekki kosningar, þá styttist mjög hratt í að fólk fari að leita annarra leiða til að henda út öfugum þessum hræðum sem stjórna þessu landi.

Stjórnarkreppa eða ekki, þá verður með kosningum allavega skipt um stjórn friðsamlega. Það er það sem við viljum, er það ekki?

Er það ekki?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:49

4 identicon

Bíddu, er hér stjórnarkreppa á 4ra ára fresti þá?

Henrý (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:49

5 identicon

Einmitt það sem við þurfum núna. Hér er allt á hvolfi, bankakerfið hrunið og ef ekkert er að gert fer þjóðarbúið sömu leið.

Mitt í þessum vanda okkar er það einmitt lausnin að skikka alla þá sem eru að vinna að úrlauns þessara mála (það verður jú einhver að gera það) og þurfa að taka þær ákvarðanir sem taka þarf og setja þá í kosningarbaráttu sem taka mun 2 - 3 mánuði miðað við þau lög sem við búum við.

Látum þá ekki koma nálægt því að leysa vandann, heldur stuðlum eins og við getum að því að auka vandann og gera þetta að algeru hruni. Við eigum ekki annað skilið. Ég tala nú ekki um hvað slík kosningabarátta myndi gera til að auka samheldni þjóðarinnar og stuðla að einhug og samheldni allra hér á landi.

Síðan skiptir öllu máli í dag og helst ekki síðar en á morgun að við töku ákvörðun um það að ganga í EB, þar sem hver höndin er uppi á móti annari og allt hrunið í stjónarskrármyndun þeirra. Það verður sko mikill munur fyrir okkur að komast í þá hringiðju úr þeirri sem við erum í og tökum svo upp Evruna, því aðild að EB sem kemst í gangið einhverntíma upp úr 2010 og upptaka Evrunar ca 2 árum síðar eða um 2012 leysir allan vanda okkar í dag.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:15

6 identicon

Ég gleymdi auðvitað: anarkistar þessa lands sameinist.

Og til viðbótar í þessu ástandi okkar í dag er um að gera að efna til kosninga. Ég meina sko fjárhagurinn í rúst og því um að gera að efna til kosninga sem kosta þjóðarbúið ef ég man rétt einhvers staðar um 100 milljónir króna, sem eru bara smápeningar.........samanborðið við allt hitt tapið og skuldirnar sem þjóðarbúið er að taka þessa dagana. Ég meina sko hvað skipta skitnar 100 milljónir máli.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:18

7 identicon

Tja,,, ef ég klúðraði hlutunum jafn stórkostlega og þetta ágjæta fólk hefur gert, þá fengi ég ekki séns til að leiðrétta, ég yrið einfaldlega settur til hliðar og það strax.

Hitt er svo annað mál, hverja á að fá til að stjórna þessu? Hverja á að fá til að lágmarka tjónið? Ég hef nú ekki trú á því fólki sem nú situr á alþingi til þess.

Íslendingur (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband