Kemur ekki á óvart.

   Þessi könnun Daily Telegraph kemur ekki á óvart, Bretar hræðast það greinilega að missa öll völd á pundinu sínu, og það þrátt fyrir fall á pundinu undanfarið.  Þeir vilja fara hægt í þessum málum og vilja sjá hvernig Evrópusambandið þróast á næstu árum, þeir trúa greinilega ekki nóg á samstöðuna í sambandinu til lengri tíma litið, enda eðlilegt í ljósi sögunnar.
mbl.is Bretar vilja snúa baki við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Solheim

Nefndu dæmi úr sögunni þar sem skortur á samstöðu innan ESB hefur gefið bretum ástæðu til að óttast. Þú segir "í ljósi sögunnar" - hvar er sú saga? Hins vegar eru bretar vissulega í þeirri stöðu að þeir væntanlega sakna gömlu tímanna þar sem Bretland var stórveldi og réð löndum og auðlindum um allan heim. Nú þurfa þeir hins vegar að lúta sameiginlegum hagsmunum allra helstu evrópuþjóða.

Einar Solheim, 11.1.2009 kl. 14:20

2 identicon

Takk fyrir athugasemd.  Ekki þarf dæmi um Breta sérstaklega heldur almennt um Evrópusambandsríkin, enn eru mörg Sambandsríkin ekki búin að taka upp Evruna sem gjaldmiðil, og ekki hafa Evrópusambandsríkin komið sér saman um lausnir út úr Efnahagskreppunni sem nú steðjar að þessum löndum, heldur hafa einstakar þjóðir gripið til sinna eigin ráða, og í ljósi sögunnar, á ég þá við að Bretar hræðist það að Sambandið geti flosnað upp og þegar það gerist, þá vilji þeir geta verið í sterkri stöðu eins og þeir voru fyrir miðja síðustu öld, eins og þú  réttilega minnist á.  Eins og staðan er í dag eru sterkustu löndin Þýskaland og Frakkland t.a.m. Enda flestöllu stjórnað þaðan!

Ívar Andersen (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband