Dagurinn tekinn snemma hjá VG.

   Já, þeir funda snemma á Sunnudagsmorgni hjá VG, annað en hjá Samfylkingu sem bíður fram til hádegis, spurning hvort flokksráð VG þurfi meiri tíma í umræður hjá sér um málið en hjá Samfylkingarfólki.  Á þeim bæ er málið afgreitt hratt af formanni þess flokks.  Athyglisvert verður að fylgjast með aðgerðum þessarar nýju stjórnar í atvinnumálum.  Hvernig til mun takast að koma atvinnulífinu í gang svo eftir verði tekið.  Það er helst í þeim málaflokki sem maður óttast að þessi nýja stjórn muni "feilpústa" hvað mest í ! 
mbl.is Flokksráð VG þingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert að því Ívar að taka sér góðan tíma til að átta sig á drullubakstrinum eftir Sjálfstæðisflokkin og hans Leppa.Sú ríkisstjórn sem tekur við núna er ekki öfundsverð ,hún verður í því að hreinsa upp eftir Stóþjófagengið úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarmafíuflokknum.Láttu þér ekki detta í hug að Sjálfstæðisflokkurin komist í stjórn á næstu árum,þá verður  BYLTING  það eitt er víst.Hamrið bara á því hvað ríkisstjórnin væntanlega á eftir að standa sig illa,það er víst að það munu þið gera.Ég gef mér það út að þú sért Sjálfstæðisflokks-maður,ekki er annað hægt að lesa í pistli þínum,þið eruð orðnir svo gegnsæir.Hversvegna er atvinnulífið svona einsog það er,skyldi Sjálfstæðisflokksmenn vita það ,nei þeir koma fram núna einsog blásaklaus lítil börn,og vita ekki neitt og muna það ekki að þeir og leppar þeirra komu þjóðarskútunni á ískaldan og illa þiðnandi klaka.

Númi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Númi ef sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda á næstu árum ég spái því nú reyndar að það verði á þessu ári þá verður það í lýðræðislegum kosningum. Þu ert þó ekki að halda því fram að það sé ekki hægt að halda vinstri mönnum við stjórn nema með því að gera byltingu ef hægri menn komast að. Vil bara minna þig á að þær byltingar sem hafa verið gerðar undanfarið hafa verið til að bylta vinstri stjórnum svo að það virðist ekki endalaus hamingja þar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.5.2009 kl. 10:25

3 identicon

Þú ágæti pistlaskrifari Jón Aðalsteinn Jónsson,þú virðist gleyma því að það má alveg líta á það að bylting hafi verið gerð við það að koma Sjálfstæðisflokksveldinu frá í búsárhaldabyltingunni,og að tala um vinstri og hægri í dag er bara rugl,þetta snýst um það að halda hér við stjórn, lýðræði en ekki flokksræði.SjálfstæðisFLokkurinn er flokkseigendafélag og það risastórt í raun og veru.Þar irðist Baugur hafa verið aðal styrktaraðilinn og FL-group og fleiri sem á eftir að koma í ljós.Þá á sjálfstæðisFLokkurinn eftir að hreinsa útúr flórnum,en það hafa þeir ekki gert,flokkur með, Illuga Gunnarsson,Tryggva Þór Herbertsson,Árna Johnsen,Birgi Ármansson,og Guðlaug Þór Þórðarsson svona helst innanborðs fer ekki langt.Að sjálfsögðu verður  BYLTING  ef þessi arðránsFLokkur kemst aftur til valda,FLokkurin sem sveik og laug og stal af þjóðinni.Kæri Jón Vaknaðu áður en þú ferð að blogga,vakna fyrst. Segðu mér Ívar styrkir Baugur nokkuð þessa síðu.?

Númi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 10:56

4 identicon

Gleymdi að nefna við þig Jón að margir pistlar sem þú hefir ritað,eru hinir ágætustu,hafðu það fínt og einnig þú Ívar.Elskum Ísland.

Númi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband