23.6.2009 | 21:44
Þessi kann að græða á kreppunni!
Já, hún er snjöll hún Eva, eða hvað hún heitir nú með réttu? Hún er komin í sannkallaða útrás í miðri kreppunni og tekur að sér verkefni um allan heim! þessi Norðmaður hefur lagst í sannkallaðan Víking. Hún sankar að sér verkefnum sem aldrei fyrr, og ætlar sér að ráða við öll herlegheitin með einföldum hætti: Með aðstoð fjölmiðla! Hún virðist ætla að hafa nóg með að gera að halda fyrirlestra og koma fram í viðtölum við blaðamenn vítt og breitt um veröldina og ætlar sér að stunda kennslu í leiðinni og allt gerir hún þetta eins og að drekka vatn!! Á meðan verðum við hér uppi á skerinu að bíða og bíða eftir að sjá eitthvað af verkum hennar verða að raunveruleika í þeim eltingarleik sem hún ætlar að eiga við hina útrásarvikingana sem liggja nú á "baðströndum" með Romm og Tequilla. Ég get séð fyrir mér myndina "CATCH ME IF YOU CAN", í þessu sambandi! Athyglisvert verður að fylgjast með hvar Evu ber næst niður í Aldingarðinum. Nægar eru freistingarnar þessa dagana, og hún á erfitt með að hafna verkefnum og viðtölum, en það hefur nú ekkert með athyglissýki þó að gera!?
Eva Joly: Botninum ekki náð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eins og þú sért einn af útrásarvíkingunum og sért svolítið smeikur.
Eva Joly er ekki í neinni rannsóknarvinnu hér. Hún er saksóknara og dómsmálaráðherra til ráðgjafar.
Það er alger óþarfi að hnýta í hana eins og lögfræðingur með samviskubit.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:03
Mikið vorkenni ég þér Ívar að geta ekki skilið að sumir eru meira uppteknir af réttlæti en græðgi. þú skilur ekki að til sé réttlátt og græðgislaust fólk. Svona lýsir græðgissjúkdómurinn sér hjá þér. Vona að þú leitir þér hjálpar.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2009 kl. 22:13
Mikið rosalega þarf að borga mikið fyrir réttlætiskendina
Eva komin á laun hjá Heilagri Jóhönnu á Íslandi, á þingi ESB í Belgíu , hjá háskólanum í Trömsö Noregi
Það er því miður kominn svolítil útrásar og græðgislykt af þessu því svo er hún með fjölskyldu í Frakklandi
ja hvur assskotinn
sæmundur (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:18
Sæmundur.
Hún er í það minnsta afkastameiri en íslenskir saksóknarar.
Þeir ættu að leiða hugann að því hvernig farið er að því.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:20
Afkastamikil Jón? Hverju hefur hún afrekað síðan að hún kom fyrst til Íslands fyrir utan múgæsing. Ekki rassgat !! En þetta rassgat hefur líklega kostað tugi milljóna, fyrir hvað?? Hvað hefur hún gert?? Hún kemur hingað í nokkra daga í mánuði og fær 1,3 milljónir fyrir. Hún er á þreföldum launum!!
Kjartan (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:37
Sammála þér Ívar
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 22:53
Þið eruð eins og lögfræðingar með samviskubit.
Það hefur aldrei staðið til að hún rannsakaði eitt né neitt.
Hún á að veita saksóknara ráð og ef ekki er farið eftir þeim þá hefur hún ekkert hér að gera. Það hefur hún sagt frá upphafi.
Þið skiljið ekki hennar hlutverk. Það er einmitt fyrir málflutning eins og ykkar sem sumir menn vilja alls ekki að hún veiti nein ráð sem gætu upplýst svikamálini sem hafa sviðið landið undanfarna mánuði.
Þið stuðningsmenn útrásarvíkinga!!!
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.