Nova heiðrar konung poppsins.

   Það er gaman að sjá hvað menn brugðust hratt við hjá sjónvarpstöðinni NOVA með að heiðra Michael Jackson með fjölmörgum af myndböndum hans í sjónvarpinu í kvöld.  Margar sjónvarpsstöðvar um allan heim hafa verið uppfullar með uppryfjun frá ævi þessa mikla poppara síðustu áratuga.  Ríkissjónvarpið reyndi að heiðra þennan poppara með smá upprifjun í umfjöllun í Kastljósi í kvöld, en eins og Ríkissjónvarpinu er von og vísa í þeim efnum þá klúðraðist sú upprifjun með eftirminnilegum hætti þannig að pistill sá fór veg allrar veraldar og missti marks þar sem inn í pistilinn um goðið skutust inn myndbrot úr auglýsingum við og við.  Það verður að segjast að þessi pistill og afkynningin á eftir voru heldur stutt og snubbótt ef þannig má að orði komast!  Ekki var reynt að bæta fyrir þetta með nokkrum hætti nema með smá afsökun á eftir,  betur hefði verið að þulur kynnti að pistillinn yrði endurtekinn síðar til að mynda!  Jackson var merkilegur "karakter" og hafði mikil áhrif fólk af minni kynslóð hér áður fyrr, og  sannarlega umdeildur karakter í seinni tíð þó. Ekki býst maður þó við að Ríkisútvarpið eigi mikið eftir að rifja upp hans ævi sérstaklega, enda eru hlustendur þeirrar stöðva flestir komnir yfir fimmtugt eða sextugt  þ.e. rás 1 og rás 2.  Jackson var hvað vinsælastur á áttunda áratugnum og því má búast við lítilli umfjöllun frá "hippunum" á Ríkisútvarpinu nema einhver stórbreyting verði á? Greinilegt er þó að Jackson er genginn í endurnýjun "lífdaga" ef marka má viðtökur á vinsældarsölulistum úti í heimi!  Og kannski megum við búast við einhverju meiru frá þessum eðal poppara á næstunni, því eitthvað virðist vera til að óútkomnu efni frá honum!!  Maður getur þó haldið í vonina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband