13.7.2009 | 17:41
Kemur svo sannarlega ekki á óvart!
Kemur ekki á óvart að formenn stjórnarflokkanna þori ekki að mæta Davíð í Þættinum í kvöld, eins og ég ritaði í morgun þá gerði ég ekki ráð fyrir háttsettum stjórnarliðum í þáttinn í kvöld. Sú Ríkisstjórn sem nú situr gerir allt til að kæfa niður þetta mál sem reynist greinilega samstarfinu þungt í skauti. Á meðan keyrir stjórnin í gegnum þingið ályktuninni um að ganga til viðræðna ESB um inngöngu, en þar þarf stjórnin á liðhlaupum úr öðrum flokkum að halda! Stjórnin þarf líka að reiða sig á liðhlaupa úr öðrum flokknum til að fá ICESAVE málinu framgegnt á þingi! Ekki nema von að formenn flokkanna hlaupi í felur þegar ræða á málin fjölmiðlamenn (aðra en þá sem eru hliðhollir stjórninni eins og t.d. RÚV).
Davíð í Málefninu í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er Davíð sem ekki þorir að mæta nema einn. Á undanförnum árum hefur ekki mætt nema þegar hann kemur fram einn.
Halldór Pálsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 18:11
Nákvæmlega. Davíð þorir ekki að mæta neinum í viðtölum og hefur eflaust samið við þáttargerðarmenn þessa þáttar, sem btw er unninn í samvinnu við Morgunblaðið, um hvaða spurningar má ekki koma inn á.
Allavega kæmi mér það, vissulega skemmtilega, á óvart ef hann verður spurður út í allar staðreyndavillurnar sem Agnes tók á sig fyrir hann í Moggaviðtalinu.
Halldóra (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 18:56
Ég sá líka alveg ljómandi skemmtilegt viðtal um daginn (sem tekið var gegnum miðil haustið 1945) Þar var rætt við mann sem kvaðst hafa verið uppi í Þýskalandi framundir miðbik tuttugustu aldar og heita Adolf (Hitler eða eitthvað svoleiðis í eftirnafn). Hann sagðist alla tíð hafa séð fyrir að heimstyrjöldin seinni myndi enda með ósköpum og í viðræðum sínum við Göring og Himmler hefði hann sagt á þá leið að "þið getið herjað og eyðilagt allt í Póllandi og Rússlandi en þið hafið ekkert leyfi til þess að eyðileggja Þýskaland kálfarnir ykkar"!
Samt hefði verið látið alveg fáránlega illa við sig og vondir menn hefðu sótt að sér með vopnum og reynt að flæma sig útúr einhverju seðlabankalíku vel steyptu byrgi þar sem honum fannst hann eiga svo vel heima og vera þjóð sinni til gagns og sóma þar sem hann sat...
Jón Bragi Sigurðsson, 13.7.2009 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.