Engar fréttir eru góðar fréttir eða hvað?

Nú er sumarfrí hjá mörgum og lítið að gerast í stórpólitíkinni. Nema jú kannski þetta: Forsætisráðherra okkar var í Þýskalandi og hitti Merkel en ljósvakamiðlar höfðu lítinn áhuga á að sýna frá blaðamannafundi Merkel og Jóhönnu! Ekki fengu landsmenn að heyra hvað Jóhanna sagði á fundi þessum þ.e. frá henni sjálfri, við sem þekkjum til í þessum bransa vitum þó skýringuna á því. Athyglisvert hve fjölmiðlamenn veita þessum Ráðherra okkar mikla vernd fyrir þeim sjálfum. Það er þjóðinni dýrkeypt þessi misserin hve lítið aðhald fjölmiðlamenn veita stjórnvöldum. Máttleysið er algjört því miður, Ríkisstjórnin sem situr logar í illdeilum um fjölmörg mál en með þögn sinni nær hún að hanga starfhæf á nafninu einu. Eitt verður maður þó að taka fram, þ.e. framganga Ögmundar í flugvallarmálinu, þar sýnir hann staðfestu og segir það sem aðrir pólitíkusar forðast margir að nefna og það er að flugvöllur allra landsmanna verður kyrr! Eitthvað sem hlýtur að hrista upp í samstarfsflokksfólki hans hryllir sumu við! En þarna er þó Ögmundur samkvæmur sjálfum sér sem er gott mál á sinn hátt.

Fleiri möguleikar en áður.

   Hafa ber í huga þó, að aðrir möguleikar eru þó í boði í dag en áður fyrr!  Fleiri flugfélög eru að bjóða flug til landsins en áður.  Þessi stétt er þó ekki að "loka" landinu eins og stundum var áður fyrr.  Verra var það þó þegar stéttir eins og flugumferðarstjórar og starfsmenn flugvalla, slökkvilið og fl. þá bókstaflega lokast landið!  Slíkt gengur náttúrulega ekki.  Þetta verkfall kemur mest niður á Icelandair sjálfu, fólk getur þá bara farið með Iceland express, SAS, Delta eða öðrum sem farnir eru að fljúga hingað til lands.  Hitt er verra þegar landinu er bókstaflega lokað, þá þarf að grípa inn í !  Nóg er nú samt í dag að hafa Ríkisstjórn yfir sér sem sér til þess að fólk hafi einfaldlega ekki efni á að ferðast, nema þá kannski í opinberum erindagjörðum, en þá fáum við nú samt reikninginn við skattborgarar þessa lands.
mbl.is Stórskaðar ferðaþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er borgarmeirihlutinn búinn að spila út öllum "jókerunum"?

   Greinilegt að borgarbúar eru að verða eitthvað þreyttir á gleðigjöfunum í Besta flokknum og stjórnleysi Samfylkingarinnar!  Það að Hanna Birna njóti meira trausts en hinir til samans, hlýtur að segja eitthvað um hug borgarbúa til hinna fulltrúanna.  Vitleysisgangur í ákvörðunum öllum og kæruleysisgangur er eitthvað sem borgarbúar eru að átta sig á að gengur ekki öllu lengur.  Lítið dæmi um þá vitleysis ákvarðanir eru ákvarðanir varðandi sorphirðumál og skattamál (útsvar og fl.).
mbl.is „Ánægjuleg staðfesting“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framlenging á lífi Ríkisstjórnar staðfest af aðilum vinnumarkaðarins.

     Ljóst er að líf Ríkisstjórnar er framlengt og öllum vandamálum stungið undir "teppið" fram á næsta vetur a.m.k.  Ákveðið hefur verið að "vinna áfram" í að hugsa upp lausnir á vandamálum atvinnulífsins í landinu.  Ekki hefur verið enn skrifað undir neinar stórframkvæmdir t.a.m. Helguvík og fl. ennþá.  Vegaframkvæmdir verða í mýflugumynd og sjávarútvegsmál áfram í lausu lofti.  Kannski er jú best að Ríkið ákveði sem minnst með hluti almennt, því þá hlýst minnstur skaði af. 
mbl.is Staðfesta kjarasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stendur ekki steinn yfir steini í þessum loforðum öllum.

   Ríkisstjórnin hangir saman á nafninu einu og varla því heldur!  Engum loforðum um að koma atvinnulífinu í gang gengur eftir.   Ekki einu sinni verið að liðka til fyrir nýrri atvinnustarfsemi, stöðnun er staðreynd, kannski þarf dýpri kreppu til að fólk vakni af vondum draumi, eða kannski er þetta hluti af prógrammi stjórnarinnar til að "hræða landann" inn í ESB!  Á meðan saxast fylgið af VG  báðum meginn og Samfylkingin hleypur í burtu og lætur ekki ná í sig til að svara fyrir allan ósómann! 
mbl.is Samningar verði staðfestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg afleiðing stefnu ESB í peningamálum.

Gengi Evrunnr er búið að vera lengi of sterkt gagnvart öðrum miðlum. Seðlabankar Evrópu hafa haldið uppi ákveðnu "falsgengi" á evrunni. Björgunarleiðangur ESB er rétt að byrja! Spurning hvernig við Íslendingar bregðumst við þessu á næstunni. Athyglisvert að fylgjast með því hvort við Íslendingar kunnum að nýta okkur þessa stöðu á næstunni.
mbl.is Gengi evru lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn með og á móti, en ekki sama hvar og í hverju!

   Ríkisstjórn á móti kynningu Norðmanna á námi í herskólum sínum, en styður hinsvegar aðgerðir NATO í lýbíu og aðgerðum þeirra þar m.a.  Samhennt Ríkisstjórn ekki satt!?!  Þetta mál er náttúrulega bara "fárviðri í tómu vatnsglasi" eða þannig...
mbl.is Herkynningar verði bannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú glottir forysta Vinstri grænna.

Ljóst er að Guðfríður Lilja fær litlu ráðið með þetta hjá VG. Forysta þess flokks er múlbundin af Samfylkingu og þeim dettur nú ekki í hug að hlusta á hugm. sem þessar á meðan forystan situr í Ráðherrastólum sínum. Guðfríður þarf því áfram að berjast við "vindmillurnar" sínar. Ögmundur sér til þess að hún missi sig ekki í meirihlutastarfinu.
mbl.is Tillaga um úrsögn úr Nató
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerðarbáknið innleitt án mikillar andstöðu.

Atli hefur mikið til síns máls í þessum efnum. Samfylkingin hefur lekið í gegnum þingið fjölmörgum reglugerðarbreytingum án mikilla umræðna eða andstöðu frá öðrum flokkum því miður. Innleiðingin inn í ESB heldur áfram og hljótt fer um hana þessa dagana, og Vinstri Grænir taka glaðir þátt í þeirri innleiðingu.
mbl.is ESB-tilskipanir á færibandi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband